Fálkinn - 09.11.1964, Síða 37
í stofu. Þá brast á mikil spurn-
ingahríð.
„Æ, við tókum okkur bíl
þarna yfir í götuna okkar í
gær,“ sagði sýslumaður. „Við
fórum svo ekkert lengra. Við
ætíum í fyrramálið. Þið eruð
vís til að koma með út á völl
og horfa á eftir okkur.“
Spurningahríðin fór hraðn-
andi.
„Ég veit að ævintýri eiga
ekki að vera svona,“ sagði
Sigurþór gamli. „Þeir segja að
ljúka eigi hverri sögu, þegar
leikurinn stendur sem hæst.
Það má ekki smádofna yfir
henni.“
„En af hverju hringduð þið
ekki?“ var spurt í sjötta eða
sjöunda sinn.
„En þetta eru bara hunda-
kúnstir. Lífið er ekki svona.
Allt nær sínu hámarki og
dvínar síðan, þegar dregur að
leikslokum. Jurtirnar verða
ekki bráðkvaddar á miðju
sumri. Þær bera fræ, fölna,
visna og falla, og fara sér að
engu óðslega."
„Og við svona óróleg í
dag ... “
„Það er eins með manneskj-
urnar. Þeirra ástarsögu lýkur
ekki skyndilega, eins og blásið
sé á ljós, Onei. Allt heilbrigt
fólk fær, einhvern tíma á æv-
inni sæluhroll í brjóstið, sem
engin orð fá lýst. En það eru
aldrei sögulokin. Þá erum við
í blóma lífsins. Svo fer blessuð
jörðin að kalla á okkur smátt
og smátt. Og hér stöndum við,
notalega syfjaðir og getum
ekki annað. Svona yrkir nátt-
úran, og enginn gerir það
betur.“
„En hvernig lítur fólk á
svona tiltæki hjá gömlum
mönnum? Og hvaða ræður eru
þetta, pabbi?“
,Æg er bara að afsaka, hvað
ferðin fékk dauflegan endi. Við
hröpuðum ekki í flugvél. Það
var ekki ekið yfir okkur fulla.
Og við fórum ekki einu sinni
á kvennafar. Við átum harð-
fisk í gær, elduðum okkur
hafragraut í dag og lásum og
sváfum sitt á hvað báða dag-
ana. Afmælisævintýrið okkar
endar bara svona í lægð og
bláþræði, eins og það er kallað.
Eitt af því, sem ég las, var
syrpa, af allavega tímaritum.
Þau voru full af fyrirskipunum
um, hvernig semja eigi sögur.
Og því er ég með þessar vanga-
veltur um skáldskap."
„Bara til að tefja tímann,
góði -pabbi,“ sagði Jón Sigur-
þórsson önugur.
„Er ekki nógur tími núna,
þegar vélarnar vinna allt, og
vinna sumar hundrað sinnum
hraðar en við getum hreyft
okkur við verk? í mínu ung-
dæmi var alltaf tími til að tala
saman. En ef þið þurfið ekki
að sækja eld í aðra bæi, ættuð
þið að kveikja undir katlinum
og gefa okkur Varða eitthvað
volgt.“
Oddný Guðmundsdóttir.
Vanja frændi
Framhald af bls. 13.
Fyrsta alvarlega tilraun
Tékovs til þess að rita leikrit
fór út um þúfur. Það var aldrei
fært upp og ekki gefið út fyrr
en eftir dauða hans. Höfundur-
inn komst fljótt að raun um
að mistök hans við ritun þess
væru stórfelldari en svo að
hægt væri að ráða bót á þeim
og því lagði hann það á hill-
una. Leikritið er þó fróðlegt
fyrir þá sem unna verkum
Tékovs og vilja kynna sér
þróun hans til hlítar. Það hef-
ur verið þýtt á ensku og ber
heitið Don Juan me'ð rússnesku
sniði. Það er allt of langt og
flókið, fylgir mjög nákvæmlega
þeim formúlum sem þá giltu
um leikritun í Rússlandi og
voru vægast sagt mjög gamal-
dags. Þrátt fyrir það býr það
yfir ýmsum þeim eiginleikum
sem áttu eftir að þroskast og
dafna i seinni verkum Tékovs,
Ijúfsár tónninn er ósvikinn og
hér segir frá brostnum vonum
fólks sem stöðugt lifir undir
fargi hversdagsleikans. í þessu
leikriti eru ekki færri en fimm
ástarævintýri sem söguhetjan
Platonov á í og leiknum lýkur
með sjálfsmorði. Nokkrar sögu-
hetjur í þessum leik virðast
vera frumdrög að því fólki sem
síðar átti eftir að koma fram
í leikritum Tékovs.
Máfurinn var fyrsta leikrit
Tékovs sem náði hylli almenn-
ings. Þó varð það ekki fyrr en
í annarri atrennu. Fyrsta upp-
færsla leikritsins lenti í handa-
skolum, leikstjórinn virðist
ekki hafa gert sér ljósa grein
fyrir eðli verksins enda voru
hér ekki farnar grónar götur.
En það var annað skáld, Nemi-
rovich- Dansjenkó, sem sá að
fXlkinn
I