Fálkinn - 09.11.1964, Qupperneq 40
MM hyasintur
í jurtapolti í kjallaranum
Gott er að nota venjulega leirpotta um 10—12 cm í þvermál, fyllið
þá með sandblandaðri mold, hafið um 3 cm bil að brún pottsins.
Laukurinn á að vera næstum hulinn af jarðvegnum, sem á að vera
gegnbleyttur. Svo er potturinn settur niður í dimman, þurran, en
þó ekki of heitan kjallara. Þegar spíran er um 5 cm löng eru pott-
arnir fluttir upp í stofuna. Pappírshetta sett ofan á hvern lauk,
þar til plantan veltir hettunni af.
I jurtapotti með svörtum plastpoka
Sé enginn kjallari fyrir hendi, er hægt að notast við svartan
plastkoka. Búið um laukana eins og áður er sagt og pokanum
síðan brugðið yfir pottana. Pottarnir látnir hvila á pokaopinu, svo
að myndist vel lokað rúm, þar sem engin birta kemst að. Spíran
má ekki snerta pokann, svo að hún skekkist ekki eða skemmist af
vatni, sem hefur setzt innan á þá. Geymt t. d. inni í eldhússkáp,
má þó ekki vera í of miklum hita. Sett inn í stofu, þegar spíran
er orðin nógu kröftug.
í laukglasi
Fyllið næstum glasið með regnvatni eða soðnu vatni. Laukurinn
settur þannig í glasið að hann snerti ekki vatnið. Fallegt kramar-
hús sett yfir glasið, sem geymt er á ekki of heitum stað, þegar
komnar eru góðar rætur á laukinn, er hann fluttur inn í stofu
og hettan tekin af, þegar plantan ýtir sjálf við henni.
Fljótprjónaöir
vettlingar
Það er auðveldast að prjóna vettlinga á
tvo prjóna og sauma þá síðan saman. Ágætt
er að nýta upp alls kyns garnafganga í þá.
Séu vettlingarnir röndóttir eru þeir auð-
þekktir og síður hætta á að þeir týnist.
Stærð: 3—5(7—9) ára.
Efni: 50 g af t. d. grænu, gulu og appelsínu-
litu garni. Prjónar nr. 3 og 4.
Fitjið upp 40 (44) 1 með grænu garni á
prj. nr. 4 og prjónið 3 umf. garðaprjón, því
næst slétt prjón og þannig röndótt: 2 umf.
grænt, 4 umf. gult, 4 umf. appelsínul. Sett á
prj. nr. 3 og grænt garn, prjónuð brugðning
(1 sl., 1 br.) í 6 umf. Sett aftur á prj. nr. 4
og nú eru prjónaðar 4 umf. með gulu garni,
tekið jafnt úr á 1. umf. um 7 1. Þá er farið
að ætla fyrir þumli: Prjónið með appelsínul.
16 (18) 1. sl. prjónið 1 sl. 1. í bandið milli
16. og 17. 1. (18. og 19. 1.) (= auka í 1 1.),
1 sl., auka 1 1., 16 (18) sl. Næsta umf. prjónuð
brugðin. Prjónið 4 umf. appelsínul., 4 umf.
grænar, 4 umf. gular og aukið áfram út á
sama hátt í hverri réttri umf., þar til 11 (13)
1. eru á þumli. Nú er prjónað með appelsínul.,
lykkjurnar frá þumli geymdar, fitjaðar upp
3 nýjar 1. fyrir ofan þumalinn. Pi'jónaðar 4
umf. appelsínul., 4 umf. grænar, 4 umf gul-
ar, 4 umf. appelsínul. Síðan kemur grænt
garn og í 3ju umf er farið að taka þannig
úr (á 3—5 ára' er byrjað að taka úr í appel-
sínul.): ★ 3 sl., 2 1 saman, endurtekið frá ★
út umf. Tekið úr í hverri réttri umf., hafið
alltaf 1 sl. lykkju færri milli úrtakanna.
Eftir 4. úrtöku eru 2 og 2 1. prjónaðar saman,
fellt af.
Setjið 1. frá þumli á prj. nr. 4 og prjónið
4 umf. appelsínul., fitjið upp í 1. umf. 2
nýjar 1. hægra megin og 1 1. vinstra megin.
Nú er prjónað með grænu garni og tekið úr.
(Á 3—5 ára er byrjað að taka úr í síðustu
umf. með appelsínul.) í 3ju og 5. 'umf. þannig:
1 sl. 2 1. saman, 4. og 6. umf. brugðnar.
Fellt af.
KVENÞJOÐIN
Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir
húsmæðrakennari.
tO FÁLKINN