Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Side 16

Fálkinn - 15.03.1965, Side 16
”MAÐUR Á AT.T.TAF AD SEM MAÐUR ÁIÍTUR Við heimsóttum netaverk- stæðið Ingólf í Vestmanna- eyjum snemma í febrúar- mánuði. Það vakti athygli okkar, hve allt var þar með miklum glæsibrag, þrifalegt og myndarlegt. Fjöldi manns var við að setja upp nót, sera okkur var sagt að væri þorsknót. Rauð og gul flotholt voru fest á annan teininn, en blý á hinn. Meðal netagerðarmannanna mátti kenna Reykvíkinga og vafalaust hafa verið þarna menn víðar að af landinu. Inni var sú angan, sem ekki verður lýst með orðum, en þeir kannast við, sem eitt- hvert sinn hafa rekið nef- ið inn á netaverkstæði. Þegar okkur bar að garði, var verið að sýna nemend- um Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum verkstæð- ið og fylgdumst við með er þeim var sýnt haganlega gert líkan af snurpinót, sennilega hæfilega riðið til að veiða í smásíld. Ingólf- ur Theodórsson, forstjóri fyrirtækisins og eigandi, var að sýna nemendunum verkstæðið, en þegar því var lokið gaf hann okkur hluta af tíma sínum til við- tals þess sem hér fer á eftir: — Hvenær hófst þú neta- gerð Ingólfur? — Það mun hafa verið árið 1927, hjá Birni Bene- diktssyni í Reykjavík. Hjá honum lærði ég. — Þú ert máske Reyk- víkingur? — Nei, nei, ég er Sigl- firðingur að ætt og uppruna, en kom til Eyja árið 1939 og vann þá hjá útgerðar- fyrirtæki hér, sem setti á stofn netaverkstæði. En síðan 1947 hef ég rekið mitt eigið verkstæði, en þá hætti útgerðin netagerðarrekstrin- um. — Og nú ertu kominn í þetta stórhýsi? — Ég var fyrst í 200 fer- metra húsnæði, á tveimur hæðum, en byrjaði árið 1962 að byggja þetta hús, og í apríl 1964 var byrjað að vinna í þvi, ókláruðu að vísu, en nú er það nokkurn veginn fullgert. Þetta hús er 630 fermetrar á þremur hæðum. — Og hér býrðu til næt- ur og gerir við? — Já, ég hef alltaf verið við uppsetningu og viðgerð á nótum, en yfirleitt ekki á trollum, hér í Vestmanna- eyjum. — Þetta hús er nýtízku- legt, og einnig vinnubrögð- in. — Ég hef reynt að gera þetta þannig úr garði, að það yrði til frambúðar, en stíla ekki upp á gamla tím- ann. Hér höfum við 4 raf- magnaslakkir til að forfæra næturnar, þetta er orðið það þungt, að maður hreyfir það ekki öðruvísi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.