Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 15.03.1965, Blaðsíða 37
• Tom iones Framh. af bls. 35. mar lávarður tók að votta henni ást sína hjartnæmum orðum, bað hún hann af fyllstu hæversku að hlífa sér við slík- um játningum eins og á stæði. En lávarðurinn var ekki á því. Hann féll á bæði knén, tók um hönd henni og bað hennar með tilhlýðilegu orða- lagi, sem oss þykir ekki til- hlýðilegt að endurtaka og að þeim orðaflaum loknum, spratt 1 lávarðurinn á fætur sem snar- { legast, vafði hana örmum og • lét sig óp hennar og vein engu i skipta, enda vissi hann að eng- inn heyrði til, nema þá kannski lafði Bellaston. Hún hafði séð ; um það, sú tigna heimskona, ; og ekki þurfti lávarðurinn að j óttast að hún kæmi skjólstæð- 'j ingi sínum til hjálpar. En eins og áður er getið, ber ekki allt upp á sama daginn og eru engin ráð svo snjöll, að ekki geti eitthvað orðið til að ónýta þau. Það gerðist í þess- um svifum að útidyrunum var hrundið upp og um leið kallað sterkum karlmannsrómi svo hátt og hressilega að undir tók í húsinu: „Hvar er hún, stelpu- skrattinn? Hvar i fjandanum er hún hérna, því að hún er hér innanveggja, það veit ég. Vísið mér leiðina til hinnar vanþakk- látu dóttur; ég á dálítið van- talað við hana... og hýða skal ég hana, að mér heilum og lif- andi.. .“ Um leið var hurðinni hrundið upp og Western land- eigandi stóð á þröskuldinum, svipaðist um og gat ekki kall- azt beinlínis árennilegur. Það er af lávarðinum að segja, að hann var höndum seinni að sleppa öllum tökum og hlamma sér í stól, þar sem hann hímdi eins og illa gerður hlutur. Og þó að ungfrú Soffía þekkti mætavel ofsa föður síns, ekki sízt þegar hann var við skál eins og í þetta skiptið, fagnaði hún komu hans og þótti að ekki hefði mátt öllu seinna vera. Lafði Bellaston kom nú á vettvang og laut landeigandinn henni djúpt; vildi sýna að hann kynni alla hæversku hofmanna þó að bóndi væri. Sagði hann síðan erindi sitt; hann væri kominn til að sækja dóttur sína, þá vanþakklátustu dóttur, sem nokkur faðir ætti, er hún hafn- aði ekki einungis bezta gjaf- orði, heldur hlypizt að heiman Limiim itt FILMUR OG VÉLAR S.F. JLi.1 illllllH, og skyldi hún r.ú sjálfa sig fyrir hitta. En þó að lafði Bellaston væri reynd heimskona varð henni illa á í messunni í þetta skipt- ið, því að hún hugði landeig- andann eiga við það, að dóttir hans vildi ekki þíðast lávarð- inn og varð af þessu nokkur misskilningur. Bað hún ungfrú Soffíu að reynast hlýðin dóttir og taka bónorði lávarðarins, sem bæri af öðrum mönnum. En þá ærðist Western landeig- andi bókstaflega; kvað það aldrei skyldi verða, að dóttir sín giftist lávarði; hún ætti að giftast heiðvirðum sveitamanni, hann væri þegar valinn og þar yrði engin breyting á gerð. Hafði hann þar um fleiri vel valin orð, kvaddi síðan lafði Bellaston af mikilli hæversku og sneri sér því næst að dóttur sinni — kvað hana geta valið um hvort að hún gengi sjálf- viljug út að vagninum eða hann bæri hana. „Og skal ég aldrei hafa af þér augun, stelpa mín, fyrr en ég hef komið þér í örugga höfn hjónabandsins, því heiti ég.“ Það var á leiðinni niður stig- ann, að þau mættu þernu Soffíu, og kom þá á daginn, að Western landeigandi átti líka nokkur orð vantöluð við hana. Sagði hann henni for- málalaust upp vistinni og bað hana aldrei koma aftur fyrir augu sín, og ætti hún mikla sök á því hve óhlýðin Soffía hefði reynzt sér. Espaðist hann einungis við, er ungfrú Soffía bað hann að vera ekki svo harður stúlkukindinni. Leiddi hann dóttur sína á brott og setti hana inn í vagninn og ók loks af stað eins hratt og hestarnir komust. Þess ber að geta til skýringar á þessum atburðum, að það var frú Fitzpatrick, frænka Soffíu, sem gert hafði Western land- eiganda viðvart og sagt honum hvar dóttir hans væri niður- komin, og brá hann þá skjótt við eins og vandi hans var. ÞRÍTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI. Enn verður Tom lones margt a5 ólóni. Þernunni varð það fyrst fyr- ir, að hún hljóp sem fætur toguðu heim til Tom Jones og sagði honum tíðindin. Hélt hún yfir honum langa tölu; kvað húsmóður sína, ungfrú Soffíu hafa unnað honum hugástum, og væri það illa farið er þau • ••••• Framh. á bls. 40. Margar gerðir af sýningartjöldum Sýningarlampar Flestar gerðir af litfilmum 35 mm—8 mm svart-hvítar allar stærðir 8 mm filmuskoðarar, límarar — lím ÁRS ÁBYRGÐ Margar gerðir af ljósmyndavclum 8 mm tökuvélum 8 mm — 16 mm — 35 mm 70 mm sýningarvélum fyrir heimili, skóla, félagsheimili og kvikmyndahús. Transistor ferðatæki og viðgerðaþjónusta |Leiðbeinum meðhöndlun á sýninga- og tökuvélum 8—16 mm filmuleiga Viðgerðir- og varahlutaþjónusta Fullkomnasta litskuggamynda- sýningavélin með innbyggðu bendiljósi. EINKA UMBOÐ II ■ » ■ ■ ITT HN O TA JV AUGLÝSIR VAXDAÐIR SVEFNSÓFAR VERÐ ADLIXS KR. 8100.* GÓDIR GRLIDSLUSKILiVIÁLAR - PÓSTSENDUII - IINOTAN IIÍJSGAGNAVERZLUN ÞÓRSGÖTU 1 ■ SÍMI 20820 FÁLK.INN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.