Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Qupperneq 6

Fálkinn - 09.08.1965, Qupperneq 6
DAGURINN HENNAR JJULDA? ... Ó, hún er engill í mannsmynd, sú kona.“ Þetta sagði ein af sængurkonunum hennar fyrir nokkrum árum og bætti við, að hún myndi óhikað leggja líf sitt og allra sinna barna í hendur Huldu. Og án efa eru fleiri á sömu skoðun. Alltaf er hvert rúm skipað á fæðingarheimilinu sem hún veitir forstöðu, og komast færri að en vilja. DAGUR Huldu Jensdóttur, yfirljósmóður og forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar, er langur og ábyrgð- arþungur. En það er ekkert þungt yfir fasi hennar og fram- komu. Hún er glaðleg í viðmóti og broshýr, og það er eitt- hvað traustvekjandi við hana sem hlýtur að hafa holl áhrif á alla í návist hennar, bæði sængurkonur og annað fólk. Dagurinn hennar — ja, sólarhringurinn hennar væri kannski réttara að segja, því að börnin fæðast ekki endilega á viður- kenndum skrifstofutíma, milli kl. 9 og 5 — er margþættur. Og engir tveir dagar eru eins. Stundum er hún vakin upp tvisvar-þrisvar á nóttu, og stundum fær hún að sofa sína sjö eða átta tíma í friði. Það fer allt eftir duttlungum hinna Frásögn af einnm degi í lífi Huldu Jensrl. yfirljósmóður og forstöðukonu Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar nýju borgara sem eru að koma í heiminn með misjafnlega miklu brambolti. Ekki svo að skilja, að Hulda hafi tíma til að vera viðstödd allar fæðingar á heimilinu. En oft þarf að kalla í hana og það á ýmsum tímum sþlarhringsins. HÚN býr í lítilli íbúð á efstu hæð fæðingarheimilisins. Það er ósköp venjulegt hús að sjá, hornhúsið á Eiríksgötu og Þorfinnsgötu, beint á móti Hjúkrunarskólanum, en þar fer fram margoft á viku hverri hið eilífa kraftaverk, „sem ekkert undur veraldar jafnast á við — undrið mikla sem ger- ist þegar ný, fullsköpuð mannvera, svo lítil samt og ósjálf- bjarga, sér dagsins ljós í fyrsta sinn,“ að vitnað sé í orð Huldu sjálfrar. DAGURINN hennar byrjar að jafnaði rétt fyrir klukkan sjö. Og ef ekkert sérstakt hefur komið fyrir, getur liún notað næsta klukkutímann eftir eigin geðþótta. Hún fer á fætur og snyrtir sig, smeygir sér í peysu og síðbuxur og labb- ar af stað í hressilega morgungöngu, 20-30 mínútur. Úti- loftið er henni nauðsyn, hún er náttúrubarn og elskar eðlilegt

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.