Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Page 7

Fálkinn - 09.08.1965, Page 7
Myndir: ODDUR ÓLAFSSOIM Texti: STEIMUMN S. BRIEM og frjálst líf. Hún snýr aftur með glampandi augu og þykka hárið klæðilega ýft af vindinum. Þá er það steypibað í skyndi og svo umbreytingin úr sportlegu náttúrubarninu í hægláta og virðulega forstöðukonu. Hvíti búningurinn fer henni eink- ar vel, hún er tággrönn og fíngerð, en samt sterkleg. Nú er hún tilbúin að fara niður. Og þó ekki alveg... Tíminn flýgur, og ótal verkefni bíða hennar, en eitt van- rækir Hulda aldrei, og það er „hljóð stund í einrúmi með bók bókanna“. Hún er einlæg trúkona og treystir æðri hand- leiðslu bjargfast. „Það yrði ekki dagurinn minn, ef þeim þætti væri sleppt,“ segir hún. „Ég legg daginn í hendur hans sem ég veit, að vakir yfir þessum stað — og ég er sannfærð um, að það hvílir einhver blessun yfir starfinu hér.“ TT'YRR en varir er klukkan að verða átta, og hún flýtir sér -L niður. Á fæðingarheimilinu er vakt allan sólarhringinn, og nú þarf hún að kynna sér ástandið. Hvað hefur gerzt um nóttina, hvernig er líðanin, nokkur ný börn fædd? O. s. frv. Hún hefur góða aðstoð, fimmtán ljósmæður þegar mest er að gera, eins og t. d. núna í sumar, alls er starfsliðið rúmlega þrjátíu manns. Sængurkonurnar eru tuttugu og fimm í einu, ►

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.