Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Síða 27

Fálkinn - 09.08.1965, Síða 27
f <-K-K-K-K-K-K***-K-K-K-K-K-K-)<-K-K-K-K-K-}<-) HVER ER VINSÆLASTA HLJÓM- SVEITIIM? Þegar þessi þáttur hóf göngu sína, þá minntist ég á það, að ætlunin væri að hafa noitkra fasta liði í þætt- inum og nefndi ég í því sambandi OSKAMYND, sem birt yrði á þriggja vikna fresti. Því miður hafa undir- tektir lesenda verið mjög daufar og ef engin breyting verður þar á, verð ég að hætta við þessa hugmynd mína. Hristið nú af ykkur slenið, takið öll fram penna og látið koma fram, hver sé uppálialdshljómsveitin ykkar eða söngvari, en athugið það, að einungis íslenzkir aðilar koma til greina. Sú mynd, sem flestir biðja um, verður síðan birt ásamt upplýsingum um viðkomandi. Þegar lok- ið verður að birta myndir af þeim liljómsveitum og söngvurum, sem eitthvað kveður að, hlítur sú hljómsveit- in, sem fær flest atkvæði titilinn VINSÆLASTA HLJÓM- SVEITIN 1965 og hliðstæðan titil fær viðkomandi söngv- ari. Það er rétt að taka það fram, að kosning þessi er ALLS EKKI skorðuð við BEAT-hljómsveitir, þó að mér sé ekki grunlaust um, að „beatistar“ munu skipa efstu sætin. Um leið og þið stílið bréfið, má gjarnan fylgja með gagnrýni á þennan þátt og verið ekkert feimin við að láta ykkar skoðanir í ljós, því þær verða allar teknar til athugunar. Utanáskriftin er: FÁLKINN — f SVIÐS- LJÓSINU — BOX 1411. — Ég vona, að hinir fjölmörgu * lesendur FÁLKANS bregðist fljótt o vel við og gerið ofangrcinda hugmynd mína mögulega. • Sammy Davis hefur stofnað sína eigin hljómplötuútgáfu, sem ber heitið TRACY MUSIC. Sammy hefur verið á samningi hjá REPRISE síð- ustu árin, en þá hljómplötuútgáfu rekur hinn kunni söngvari Frank Sinatra. GÖTULJÓS „Heiðraði Fálki! Ég verð að skrifa þér, og kvarta eins og öll hin, en hvað um að, því ég tel, að ég hafi ríka ástæðu til. Mig langar til að koma kvörtunum á fram- færi í sambandi við lögregluna og hennar starf, sem er að mörgu leyti fyrir neðan allar hellur. Þó ætla ég ekki að fara út í aðra sálma en þá, hversu vægt er tekið á því hvimleiða broti, að virða ekki umferðar- ljósin fullkomlega. Hér á iandi er það svo, að allur þorri manna lætur sem þau séu ekki til, og hugsar um það eitt, að lenda helzt ekki í slysi, þegar út á götu er haldið. Þetta á þó nærri eingöngu við um gang- andi fólk, og er það betur. En hvar sem er annars staðar í heiminum liggur við þessu stór sekt, enda hafa landarnir oft brennt sig á þessu í öðrum lönd- um. Nú höfum við komið okkur upp lögreglu, og fyrir mitt leyti hef ég haldið, að hún sé til þess að halda uppi lögum og reglum í landinu. En með svona nokkrum amlóðaskap í starfi missir hún vissulega respekt, og er ekki seinna vænna að reyna að krækja i hana aftur. Við broti sem þessu ætti að vera sekt, helzt stór sekt, því þótt þetta sé ef til vill ekki mjög mikilvægt þá leiða önn- ur stærri í kjölfarið, og kemur til með að segja, hvar þetta endar? En, sem sagt, þetta get- ur enginn lagað nema lögregl- an, svo hennar er verkefnið. Eg.“ Svar: Innilega sammála. SAIUBAIXID „Fálki minn! Mig langar til þess að fá að vita hjá þér, hvernig maður á að koma sér í samband við stráka, sem hafa áhuga á þvi að stofna hljómsveit. Ég er 14 ára, og leik á trommur. Ég hef gaman af bítmúsík, hef hárið og er því alveg tilbúinn, — mig vantar sem sé ekkert nema 3 —4 áhugasama stráka í viðbót. Á ég að auglýsa i blöðunum, eða er kannski til einhver hér í Reykjavik, sem kemur manni í samband við hljóðfæraleikara. Ég vona að þið svarið mér fljótt, og séuð ekki með neina útúrsnúninga." Svar: Það er ýmislegt til í þessu fyrir þig. Þú getur reynt að hafa samband við Pétur rakara, kannski getur hann hjálpað þér. Þú getur svo sem reynt að auglýsa, en bæði kost- ar það peninga og svo er ekl i líklegt að þú náir árangri þannig. Ef að tilraunir þínar bera ekki árangur, þá skaltu hafa samband við okkur. „Þið og við“ gætu ef til vill hjálpað þér. LÉLEG ÞJÓNLSTA „Kæri Fálki! Það er ekki ofsögum sagt, Þegar talað er um slæma þjón- ustu ýmissa fyrirtækja hér í bænum við viðskiptavini sína. Ég hef eina slíka sögu að segja þér, og vertu ekki hissa, þótt ég taki djúpt í árinni, því ég er fokreiður. Við hjónin fórum í Háskóla- bíó um daginn til þess að sjá góða, enska kvikmynd. Við komum rétt fyrir níu, en það var traffík við miðasöluskúr- inn, svo að klukkan var orðin fjórar mínútur yfir, þegar við loksins komumst inn. Við feng- um miða í betri sæti, en inni var okkur tilkynnt, að því mið- ur væru ekki til sæti nema á fyrsta bekk niðri eða á laus- um stólum. Þeir, sem hafa reynt þetta, eru ekki sérlega hrifnir af, enda fór svo, að við gengum út og látum það gott heita. En er ekki kominn tími til fyrir Háskólabíó að reyna að tölusetja þessi sæti sín, eða að minnsta kosti selja ekki fleir- um inn en þangað komast með góðu móti. Það er staðreynd, að ástandið er nær alltaf svona þegar Háskólabíó fyllist, og stúlkurnar, sem vísa til sætis eru alls ekki öfundsverðar af skömmunum, sem á þeim dynja frá reiðum samborgurum. Lausnin á þessum ósköpum hlýtur að vera auðveld. Ef sæt- in verða tölusett, þá ætti þetta ekki að koma fyrir, og menn þurfa þá ekki að reiðast Frið- finni að ástæðulausu, og ennþá síður litlu stúlkunum hans, sem vísa til sætis. Borgar t." Svar: Við vonum, að Frið- finnur sjái þetta bréf, og svo skulum við sjá, hvað hann ger- ir í málinu. AKRANESI, 15. júli. — Tvibura bræðurnir Hannes og Adolt Ein arssynir, sem búa i Eystri-Leir- érgörðum í Leirársveit, eru að byggja 40 kúa fjós. Fjósblaðan og súrheysturninn voru byggð i íyrra. — Oddur. n/r —. - 1. I .. A J A G nn rl • I? 1* Notað klósett í góðu standi til sölu. — Simi 1-42-93. Morgunblaðið. Send.: Snorri Skaptason. 27 rÁLMNN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.