Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Page 36

Fálkinn - 09.08.1965, Page 36
ERU ÞEIR EIMS OG ÞEIR LÍTA ÚT FYRIR AÐ VERA? mm Ef við segðum við ungan mann, að hann væri mjög óvenjulega heimskur, þá yrði hann að öllum líkindum ákaflega móðgaður. En það er bítlahljómsveit úti í heimi, og við gætum glatt þá ósegjanlega með því að segja þeim okkar álit á þeim: — Þið hljótið að vera óvenjulega vitgrannir ungir menn. Það vilja þeir sýnast. Þeir sögðu eitt sinn blaðamanni nokkrum erlendum, að þeir byggðu i fjalli í miðri London. Það birtist. Annað sinn sögðu þeir blaðamanni, að einn þeirra væri Júgóslavi, og þegar sá hafði talað júgóslavnesku í 20 mínútur en annar túlkað Hann vildi láta klippa sig, og nota þá hárkollu á senunni, en félagar hans komu vitinu fyrir hann! Stutt- klipptur Kink, þeir gátu ekki hugsað sér það. The Kinks klæðast mjög óvenju- legum fatnaði, rauðum jökkum, svörtum blúnduskyrtum og svört- um silkiskyrtum. Hljómsveitin var stofnuð í desember 1963 af þeim bræðrum, sem byrjuðu snemma að leika á gítara. Þeir léku oft fyrir foreldra sína, en stundum á veit- ingahúsum í nágrenninu. Síðar kynntust þeir hinum tveimur, Mick Framh. á bls. 42. jafnóðum, var blaðamaðurinn sannfærður. „Júgóslavinn“ kunni ekki orð í júgóslavnesku. En þegar þeir ræða um tónlist sína eru þeir alvarlegri. Þeir álíta sig mikla hæfileikamenn, og gagnrýna sjálfa sig óspart. Þeir voru óánægðir með fyrstu plötuupptökuna, þótt þær plötur yrðu feykivinsælar. Svo hófu þeir að leika „blues“, og þeir urðu fyrst ánægðir, þegar „You Really Got Me“ kom út. Og hún sló í gegn. Þeir kalla sig „The Kinks“. Dave Davis, yngsti meðlimur hljómsveitar- innar sagðist hafa sagt við sjálfan sig, þegar liann heyrði upptökupna: — Ef þetta gengur ekki, þá getum við ekki meir. Svo komu fleiri metsölulög, „AU Day And All of The Night“ og „Tired Of Waiting For You“, en það lag samdi Ray, eldri bróðir Dave og hljóm- sveitarstjórinn fyrir tveimur árum. Hann söng það á segulband fyrir systur sína, og síðan gleymdist það, þangað til hann mundi eftir laginu og endursamdi það. Síðan fékk hann upptökuna frá systur sinni, sem var flutt til Ástralíu, og hún reyndist nærri eins. Ray er giftur þjóðlagasöngkonu, en það tók hann tvö ár að fá að giftast henni. Ástæðan: Pabbi hennar neitaði henni að giftast honum, nema því aðeins að hann léti klippa sig. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.