Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 8
IIVAJB KO$TAR FEOIIKBIA' ? DÝR OG ÖDÝR FEGURÐ SAMKVÆMT þeirri verðskrá, sem fyrr er getið, yfir snyrtivörur almennt og úrskurði snyrtisérfræðingsins varðandi það, hvað nauðsynlegt er hverri konu, sem vill ,,halda sér sæmilega til“, kostar dýr fegurð um það bil 6912 kr. (þá eru eingöngu keyptar dýrar snyrtivörur) en ódýr fegurð um það bil 1047 kr. — en þá er það ódýrasta látið nægja. Þessar tölur eru að sjálfsögðu ekki endanlegar tölulegar staðreyndir, heldur meira til gamans, — því að eins og fyrr er frá greint, er á einskis manns færi að reikna feg- urðina út né kostnað, sem í hana fer, því að hver og ein kona er undantekning, — og kaupir eftir sínu höfði. T. d. er mjög líklegt, að þær konur. sem kaupa sér jafnan dýr- ustu snyrtivörurnar. sem eru á markaðinum, láti sér ekki nægja bara það „nauðsynlegasta", heldur eiga þær ótal- margt fleira sér til fegurðarauka, sem telja mætti til mun- aðarvöru, og mun þá kostnaðurinn fljótt fara langt fram yfir þær 6912 krónur, sem hér um ræðir. — í þessum niðurstöðutölum er ekki heldur gert ráð fyrir kostnaði við hárlagningu og hársnyrtingu almennt, — né heldur andlits- fóta- eða handsnyrtingu á snyrtistofum, — en það er að sjálfsögðu mjög mismunandi. í hve miklum mæli konur sækja slíka þjónustu af bæ. — Síðast en ekki sizt er þess að geta, að fegurðarlyfin endast ekki endalaust, hvort heldur þau eru í dýrum eða ódýrum flokki. Þetta þarfnast sifelldrar endurnýjunar og er á einskis manns færi, að segja til um „meðaleyðslu“ nema efnt sé til víð- tækra rannsókna, — en að þeim loknum mætti ugglaust skrifa um þetta mál margar og þykkar bækur. Og samt væri naumast öll sagan sögð. — Því að snyrti- sérfræðingurinn sagði að lokum: „Taktu það fram, að það sé ekki unnt að gefa neinar algildar reglur um fegrun kvenna. Það, sem mestu máli skiptir fyrir hverja konu er að finna þá fegurð, sem hún sjálf býr yfir. Það er hlut- verk snyrtisérfræðingsins að hjálpa henni við að undir- strika fegurðina en fela gallana. Allar konur eru nefnilega fallegar á einhvern hátt.“ HVAÐ KOSTAR FEGURÐIN, — SPYRJA ÞEIR Á FÁLKANUM? EN er kvenlega fegurð yfirleitt að finna í dósum? — Það er kannski varla nema von, að ég spyrji, þegar svona margar bráðfallegar konur fá fegurðina óinnpakkaða í vöggugjöf og virðast varðveita hana hjálparlaust fram i rauðan dauðann. — Er nema von, að maður spyrji, þegar læknar láta hafa það eftir sér, að þetta sé bara eintómt grín, og að það sé alls ekki hægt að fæða húðina utan frá né bera utan á sig hormóna til nokkurs gagns. En það skiptir kannski ekki öllu máli, því að það er svo skelfing gaman að þessu öllu saman, svo mikil huggun í þeirri trú, að það sé hægt að leika á ellina og kaupa sér æsku og fegurð í krukkum. Kannski er von, að karlmennirnir spyrji þessarar spurn- ingar í þeirri trú að þeir borgi brúsann og hafi þannig ekkert nema skaðann upp úr öllu saman. Samt kunna þeir að snúa sig úr hálsliðnum við að horfa á eftir stífmálaðri draumadís með kúrfur, sem hún hefur útvegað sér með hjólreiðum inni hjá sér, megrunarkúr og alls kyns æfing- um. Kannski er andlit hennar meira eða minna úr dós- um, og ilmurinn, sem geymist lengi í vitum manns er alls ekki af henni sjálfri heldur úr flösku á náttborðinu hennar. En hverju skiptir það? Seinna er kannski of seint að iðrast. Seinna er kannski líka eitthvað annað, sem skiptir, þrátt fyrir allt meira máli, — en þótt hún legði út þetta net til að veiða vindinn? Hólmfríður K. Gunnarsdóttir. 9 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.