Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Síða 9

Fálkinn - 30.08.1965, Síða 9
ISLENZK MYNDABÓK Undanfarið hafa verið gefnar út margar myndabækur um ísland, og hafa erlendir ljósmyndarar átt bróður- partinn af myndunum enda hafa kom- ið hingað margir ágætir erlendir ljós- myndarar. Nýlega gaf Hjálmar Bárðarson, skipa- verkfræðingur, út myndabókina ísland, sem er skreytt hátt á þriðja hundrað myndum og eru 50 af þeim litmyndir. Texti er á sex tungumálum. Hjálmar hefur áður gefið út myndabókina ísland farsældar frón, árið 1953, og var hún endurprentuð ári síðar. Auk þess hefur hann þýtt og staðfært Ljósmyndabókina, sem Setberg gaf út fyrir nokkru. Hjálmar R. Bárðarson hefur fengizt við ljósmyndatöku um margra ára skeið. Meðan hann dvaldizt við nám í Dan- mörku skrifaði hann bók um þá grein ljósmyndunar sem nefnd er „Table top“ og hélt fyrirlestra í dönskum ljós- myndaklúbbum. Skömmu eftir stríðs- lok tók hann fslandskvikmynd, 16 mm, sem hefur verið sýnd víða í Danmörku. Hjálmar hefur unnið að þessari bók síðastliðin 10 ár og eru myndirnar fyrst og fremst valdar með það fyrir aug- um að kynna landið. Myndirnar eru flestar teknar á 6x6 myndavélar, Rollei- flex og Practisix, og filmutegundirnar eru einkum Kodak Panatomic fyrir svart-hvitt og Kodak Ektachrome og Perutz fyrir litmyndir. Bókin er prentuð í Hollandi og kost- ar kr. 494,50 með söluskatti. Hér til hliðar er ein myndanna í bók- inni og vonumst við til að prentunin verði sæmileg. - — . NÝ H1ÍSGAGMVERZLUN HELGI EINARSSON húsgagnasmiður opnaði nýlega húsgagnaverzlun að Laugavegi 168 og eru þar aðallega á boðstólum borðstofu- og skrifstofuhús- gögn. Helgi er kunnur fyrir smíði á mjög vönduðum húsgögnum, enda segist hann ekki nota annað en dýrasta spón sem völ er á hverju sinni, en spónninn er ýmist fluttur inn frá Danmörku, Þýzka- landi og Frakklandi. Flest húsgögnin eru smíðuð úr tekki. Athyglisvert er borðstofusett, sem Sigvaldi Thordarson heitinn teiknaði sérstaklega fyrir Helga, og er það til sýnis í verzluninni og hefur reyndar verið á markaðnum undanfarin tvö ár. Helgi sagði, að Sigvaldi hefði oft kom- Framh. á bls. 42.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.