Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Side 14

Fálkinn - 30.08.1965, Side 14
7 sumt HÚN YNGIST MEÐ ALDRINUM Barnakennari spurði dreng, sem var nýkominn í skólann, hvort hann kynni Faðirvorið. — Nei, svaraði drengurinn. — Það er ljótt, drengur minn, mælti kennarinn. — Þetta vissi ég, þess vegna lærði ég það ekki, svaraði strákur. HIN 67 ára gamla hertogaynja af Windsor er nær óþekkjan- leg eftir langa og erfiða andlits- aðgerð, sem hún gekk undir nú nýlega. Hertoginn, maður hennar, sá um að herbergið, þar sem aðgerð- in fór fram, var eitt blómahaf, og öllum stundum sat hann yfir sjúkrabeði konu sinnar, og las fyrir hana ljóð. en þau hjónin eru mjög ljóðelsk. Þegar læknarnir útskrifuðu her- togaynjuna, er sagt að hún hafi litið út, eins og fyrir 28 árum. .. en það var um það leyti, sem Ját- varður VIII hitti hina amerísku blómarós, giftist henni, og fyrir- gerði þar með rétti sínum til konungserfða á Englandi. Hertogaynjan á æskuskeiði ... og svo rétt fyrir aðgerðina. SVONA ER LIFIÐ Sonur byggingameistarans var bráð- um fimm ára, og móðir hans spurði hann, hvers hann óskaði sér á afmælis- daginn. — Lítinn bróður eða systur. Móðir hans sagði honum þá, að það væri ekki hægt, hann ætti afmæli eftir viku. — Þú átt að gera eins og pabbi ger- ir, mamma mín, sagði sonurinn þá ein- lægur. — Þegar byggingarnar ganga erfiðlega, þá fær hann bara fleiri menn í vinnu. ★ ★ ★ Ástfangið par sat í bíl á hliðargötu, en varð fljótt leitt á ljósunum frá bíl- um á aðalgötunni, svo það skreið undir bílinn til þess að fá að vera í friði. En eftir nokkurn tíma var maðurinn trufl- aður af lögregluþjóni. — Hvað er um að vera? spurði lög- regluþjónninn. — Ég. — ég er að gera við bílinn minn. — Lygi, svaraði lögregluþjónninn — í fyrsta lagi snúið þér öfugt til þess, í öðru lagi standa hér þrjátíu manns og horfa á yður og i þriðja lagi var bíln- um stolið fyrir hálftíma. TÍZKUHEIMURI^ grípur oft niðri á hinum furðulegustu stöðum. Það nýjasta, sem hefur snert útlit á kápum minnir helzt á hina furðu- legu búninga, sem hermenn kommún- ista notuðu í Kóreustríðinu! — Við höfum notfært okkur hagkvæmni þeirra, sem heyja stríð, sagði Norman Zeiler, einn af frægustu tizkufrömuðum Ame- riku, — og er ekki sjálfsagt að nota sér hagkvæmni skæruliða, sem þurfa að bjarga sér fullkomlega sjálfir? Útlit þeirra kápa, sem Zeiler fram- leiðir svo og annarra kápuframleið- enda, miðast oft við aðstæður þær, sem ríkjandi eru á hverjum stað. Þannig var búningur skæruliðanna hentugur, vegna þess. að hann er léttur og hlýr, og þolir hvers konar veður, og í miklum rigningum er hann miklu þægilegri en hinar venjulegu regnkápur. Hvað útlitið snertir, segja framleiðendur, að kápurn- ar þurfi eingöngu að uppfylla þau skil- yrði, að vera snyrtilegar. Hvað út- breiðslu snertir hafa auglýsingar lang- mesta þýðingu, t. d. hafði það mikla þýðingu, þegar Joan Kennedy, kona öldungadeildarþingmannsins frá Massa- chusetts, keypti sér eina af hermanna- tegundinni. 14 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.