Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Side 9

Fálkinn - 20.09.1965, Side 9
Jþekkir ekki, verður á margan hátt að standa á eigin.fótuin. : — Sum méð skeifu þegar þau koma? . — Já, maður réýnif þá að uppörva þau, láta þau finna að þeim getur liðið vel í skólanum. Þau eru sum afskapléga ósjálfstæð fyrst, eink- um þau sem eru einbirni. Börn frá stórum heimilum eru fleira vön. — Hvað gerir þú þegar barnið kemur fyrst í skólann eða þú tekur við 7-ára bekk á haustin? — Ég legg megin áherzlu á að laða þau að skólanum með hlýlegu viðmóti og eðlilegu starfi. Hér mæta barninu hömlur sem það verð- ur að venjast. Þess vegna fer tíminn í spjall og leiki lengi fyrst. Fyrst tek ég t. d. borðið, skólaborðið, sem það á að vinna við og kenni því að þekkja það, hvernig það er og til hvers það er. Svo tek ég blýantinn og læt þau skoða hann, síðan töfl'uná og krítiná. Allt þetta þarf barnið að þekkja og læra að nota. Allt þetta þarf það strax að læra að umgangast á réttan hátt. Strax fyrsta daginn læt ég börnin athuga hvort það er rusl í skúffunni undir borðinu, og því rusli er öllu hátíðlega fleygt í rusla- körfuna, en um leið er sú lífspeki uppgötvuð að það þarf að halda borðinu hreinu og láta það sem ónýtt er í ruslakörfuna. Þá læt ég þau æfa sig í að rétta upp hönd, fara í röð, standa upp þegar gestir koma í heimsókn o. s. frv. Allt þetta þarf að læra, skilja og læra. Það er ekki nóg að skilja það. Það þarf að æfa það. Og það borgar sig að gefa sér dálítið ánægju- legan tíma til þess að átta sig á þessu. — Það fer þá töluverður tími í þetta hjá ykkur? —- Já, ég kenni ekki neitt 15—20 fyrstu dag- ana í þeirri merkingu sem venjulegt er að nota það orð. Allur sá tími fer í að venja barnið við skólavistina, mest spjall og leikur. Það er svo margt sem þarf að taka til athugunar. Á öðrum degi ifer ég t. d. í gönguferð um skólann til þess að börnin kynnist byggingunni, ytri umgerð skólans. Þau þurfa að vita, hvar snyrtiherbergin eru, til hvers allt þetta stóra hús er notað, hvar sjálfur skólastjórinn hefur aðsetur o. s. frv. Það þýðir ekkert að lesa skólareglurnar yfir börn- unum. Þau botna ekkert í þeim og muna ekki stakt orð. Þetta þarf allt að leika, þau þurfa að vita hvernig þetta er í framkvæmd. fsak heitinn Jónsson mundi hafa sagt að það þyrfti að matreiða skólareglurnar. — Og gerirðu eitthvað sérstakt í sambandi við það? — Ég segi sögur sem leiða að skólareglun- um. Sögur eru ekki bara dægradvöl. Það þarf að vera tilgangur í þeim. Með tímanum hafa orðið til hjá mér smásögur um atvik og ævin- týri sem eru miðaðar við að vekja athygli barn- anna á ákveðnum atriðum skólalífsins, skýra þá hegðan sem er hæfileg og tryggir giftusam- legt áframhald í skólanum. — Hvað um aga? — Hann kemur mikið af sjálfu sér. Agi á að vera afleiðing heppilegra vinnubragða. Ef einhver hrokagikkur ætlar að brjóta skólaregl- urnar eða þau lög sem ríkja í skólastofunni, þá þarf kennarinn sjaldnast nokkuð að gera. Börnin dæma hann sjálf. með því almennings- áliti sem ríkir í kennslustundinni. Ég legg mest upp úr þeim aga sem börnin finna sjálf og geta sætt sig við. — Þáð er mikið talað um námsþreytu eink- um hjá unglingum og eldri börn- um Hefur þú einhverjar sérstak- ar aðferðir til þess að gíæða áhuga og sporna á móti þreytu? — Lítil börn eru ekki þreytt, þau eru áhugasöm, en skortir þol. Vandinn er að áhuginn haldist. f þeim efnum geri ég einkum tvennt: Ég kappkosta að dvelja aldrei lengi við sama verkefnið. Ef við erum t. d. að glíma við erfitt dæmi og viðureignin gerist þreytandi þá kem ég börnunum til að sleppa allri umhugsun um vandamálið. Ég bið þau að syngja eitt lag, læt þau ganga í kringum stólana, eða teikna mynd á töfl- una.. Um hið síðasta höfum við stundum þá aðferð að teikna mynd aí kú, sem á vantar hal- ann. Síðan er bundið fyrir augun á einhverju barni og það látið setja halann á kúna. Hvar hann lendir og hvernig hann verður er spurningin, og úr þessu verður mikil kátína. Eftir slíkar kætirok- ur hefur barnið endurnýjað þrek sitt til nýrra átaka við verkefnið. Hitt atriðið sem ég nota til að viðhalda námsviljanum er að vinna hvert atriði með sem fjöl- breyttustu móti. Bókstafurinn U er t. d. klipptur út, mótaður í leir, myndaður með eldspýtum, teiknaður, búinn til úr kubbum, búinn til með röðinni. og við snú- um stólunum við og sjáum hann þar. Þetta er bara dæmi. Börnin þurfa að vilja koma í skólann. Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.