Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Síða 36

Fálkinn - 20.09.1965, Síða 36
I SVIÐSLJOSINIJ * ■* * BENEDIKT VIGGÓSSOINi SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ SIOASTA TÆIilTÆKII TIL AÐ SEIMDA ATBiVÆÐI íslenzku hljðmsveitar- og söngvarakosningarnar eru enn í fullum gangi og mörg bréf hafa borizt þættinum. Eins og þið vitið, þá eru nú síðustu möguleikar að senda atkvæði, því þau verða talin saman eftir 1. OKTÓBER og úrslitin birt eins fljótt og mögulegt er. Tíu vinsæl- ustu hljómsveitirnar verða síðan kynntar í Fálkanum. Hér á eftir koma glefsur úr tveim bréfum. Hin mörgu, sem ekki hafa verið bii’t, verða afgreidd síðar a. m. k. megnið af þeim. Þá gef ég Þórdísi Alfreðsdóttur orðið: . .. Mér finnst gaman að þættinum í SVIÐSLJÓSINU. En það mætti gjarnan birta texta við lagið ,,Ertu með“, ásamt viðtali við HLJÓMA .. Eins og áður hefur komið fram, mun þátturinn ekki fara út í það að birta dægurlagatexta. Hvað viðtalinu við Hljóma viðkemur, þá eru allar líkur til að sú von þín rætist. ... Eg las það í Fálkanum að það væi'i komin í framkvæmd skoðanakönnun um það, hver væri vin- sælasta íslenzka hljómsveitin og söngvarinn. Ég er viss um, að þetta verður vinsælt hjá þér, en það hefðu mátt vera erlendar líka. Nú, jæja, mín uppáhaldshljómsveit af þeim innlendu eru Tónar. Að lokum langar mig að biðja þig um að birta grein og myndir af brezku hljóm- sveitinni Herman’s Hermits. P.S.: Geturðu sagt mér, hver er utanáskriftin til óska- lagaþáttar útvarpsins. Þakka allt gott. 16 ára síldarskvísa... TIL ISLAIMDS ? „Runaway“, hið gamalkunna lag með Del Shannon seldist i tæpum þrem milljónum eintaka og komst á toppinn í Bretlandi, Bandajríkjunum, Japan o. fl. lönd- um. Þetta lag var einnig mjög vinsælt hér á sínum tíma. Myndin sýnir Del Shannon, þar sem hann hefur gallað sig upp með íslands- ferð fyrir augum. Nei, annars, þetta var bara mín óskhyggja, það líða sennilega ár og dagar áður en við fáum að sjá þennan ágæta söngvara á íslenzku sviði. Hvernig fór ekki með Bill Haley og nú síðast Rolling Stones. • e o • o DAGIiO HÆED BITLEIIMUIVI Ég sagði frá því nýlega í þessum þætti, að Bandaríkjunum hefði verið svo heppin að hitta Rolling Stones. Nú get ég sagt ykkur frá öðr atburði, en hann er á þá leið, að 15 ára dönsk stúlka Linda B. Hansen hreppti hið glæsilega boð B. E. A. flugfélagsins og United Artist kvik- myndafélagsins um að fá að dveljast einn dag í London og svo koma tvö orð, sem fáir geta sett aftan við sína Englandsferð: MEÐ BÍTLUNUM. Þessi dagur var sem ævintýri fyrir dönsku hnátuna, m. a. fékk hún að vera viðstödd kvikmyndun á loka- stríðinu í nýju Bítlamyndinni Hjálp. Þegar Linda var spurð að því, hvort að hún myndi vilja verða frú Beatles nr. 3, svaraði lítil stúlka í að máli sjálfa um svipuðum sú danska rólega: „Ég hefði ekkert á móti því og þá yrði George sennilega fyrir valinu. Ég kann bezt við hann.“ -K FJORIR PLÚS TVEIR Unit 4 -)- 2 heitir vinsæl hljómsvéit í Bretlandi. Eitt sinn sem oftar komu þeir saman í stúdíóinu, þar sem fyrirhuguð hljómplötuupptaka átti að fara fram. Nú fór hiver um sig að huga að sínu hljóðfæri og þá kom það í Ijós að trommuleikaranum Hugh Holliday, hafði láðst að taka með sér trommu- kjuðana. Hvað átti til bragðs að taka? Trommuleikarinn óvirkur og upptakan átti að fara fram innan nokkurra mínútna. En allt fór þetta vel að lokum, því piltunum datt í hug að líta inn 1 næsta stúdíó, en þar voi’u Searchers að æfa af kappi, og þegar 4 + 2 stundu upp erindinu, þá brást trommuleikari Searchers, Chris Curtis vel við og lánaði Hugh trommukjuðana. Unit 4 + 2 hafa leikið tvö lög inn á hljómplötu sem hefur náð miklum vinsældum: „Concrete and clay“ og „You’ve never been in love like this before“. 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.