Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 8
„Ég er kominn í rennusteininn og allar tilraunir mínar og fórnir hafa verið til einskis,“ segir Theo Sarapo eftirlifandi eiginmaður Edith Piaf, hinnar heimsfrægu frönsku vísnasöng- konu, sem lézt í hittiðfyrra. Hjónaband þeirra vakti alheims- athygli og raunar gremju vegna hins óheyrilega aldursmunar, sem á þeim var, Sarapo hefur sjálfsagt vonazt til að erfa dálaglegan skilding eftir söngkonuna, en í rauninni skildi hún ekkert eftir handa honum nema skuldir og nú getur hann ekki haldið skuldheimtumönnunum í skefjum lengur. Hann er nú í óða önn að losa sig við allt, sem hægt er. Ekki er þó þar með sagt að hann þurfi að betla sér til framfæris, því pilturinn ku geta sungið og svo er hann rakarameistari. Mynd- in er af þeim hjónum, meðan enn var hægt að færa gömlu konunni kaffibolla. EKKI Elt AIJ/r GITLL SÉHÍ GLOIIt AIJGIMAFEIYSTIMG Brezkir vísindamenn hafa fundið upp nýja aðferð við augnauppskurð. Að- ferðin er fólgin í því, að þeir með þar til gerðu áhaldi, geta kælt aðgerð- arstaðinn allt frá 20 stiga hita og niður í 120 stiga frost á Celsíus. Aðferðin hefur reynzt sérstaklega nytsöin í aðgerðum gegn skýi á auga og á netliimn- unni. Tækið sjálft, sem sést hér á myndinni, er eins og stór skrúfblýant- ur, en það er í enda hans, sem hitabreyting- arnar eiga sér stað. f sumt 8 ílugur í cíiiii liöggí „Þá er samvizkan komin í lag,“ sagði James Logan fyr- ir skemmstu, þegar hann Iét skíra 8 börn í einni kippu. Yngsta barnið var fjögurra ára, en það elzta 19 ára. James segir að drátturinn hafi alls ekki stafað af því að þau hjónin séu ekki kristnar manneskjur, heldur ein- faldlega af því að alltaf var annað barn á leiðinni og þau hugsuðu með sér að hentugast væri að slá sem allra flestar flugur í einu höggi. Og hann bætti við: „Nú ætti að vera óþarfi fyrir fólk að gefa okkur horn- auga á förnum vegi.“ Myndin er af skírnarathöfninni. Buxnapils Það er ekki orðið alveg nógu hlýtt ennþá, en þetta kemur allt með hækkandi sól, og nú í ár ber mikið á buxna- pilsum og buxum, sem leiða hugann að skólabún- ingum í enskum drengja- skólum. Buxnadragtin á myndinni er úr alullarefni og var sýnd í París á tízku- sýningu fyrir yngri kynslóð- ina. Mae Capone, ekkja ame- ríska glæpamannaforingjans A1 Capone, hefur kært hand- ritshöfund sjónvarpsþáttar- ins „The UntouchabIes“ fyr- ir að misnota nafn eigin- manns síns og baka sér og fjölskyldu sinni tjón og óþægindi. Hún krefst hárra skaðabóta. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.