Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 23
VÍDRI VERÖLD orði af þeim skrifum. Einhvern veginn hafa mönnum fund- izt þessar fréttir of keimlíkar fullyrðingum Rússa um að þeir hafi manna fyrstir uppgötvað þotuhreyfilinn, símann, útvai'p- ið og sjónvai-pið og að þeir hafi haldið uppi samræðum við viti gæddar verur utan úr geimnum. Fólk, sem þó trúir sög- unum, er jafnvel fullt af fyrirvörum. „Auðvitað geta ekki verið nema einn eða tveir svona gamlir og vitaskuld hljóta blessuð gamalmennin að vera ákaflega hrum!“ Og þótt við Eve Arnold ljósmyndari, tryðum nógu stað- fastlega á sögusagnirnar til að takast ferð á hendur til Káka- sus, kom fjöldi öldunganna og lífsþróttur þeirra okkur á óvart. Öldungarnir (hér er ótt við þá sem orðnir eru aldar- gamlir eða meira) í Kákasus ganga langar leiðir yfir fjöll og firnindi berandi skotfærabelti riffla og langa hnífa. Þeir leika hið hai'ða afbrigði af póló, sem iðkað er í Grúsíu, vinna á vínekrunum og verða ósjaldan feður um nírætt. Og þegar tækifæri gefst til drekka þeir skelfilegt magn af bruggi héraðsins, vínberjavodka. Og ekki verður með rökum efazt um aldur þeirra, þrátt fyrir að fæðingarvottorð frá fyrri hluta 19. aldar séu ekki lengur fyrir hendi. Mannfræðistofnun Sovétríkjanna hefur Hver einasti maður á þessari mynd er meira en 100 ára gam- all. Þetta er öldungahljómsveitin, þar sem hún var mynduð fyrir framan skrifstofur þjóðsöngva- og þjóðdansamiðstöðv- arinnar i Shukhumi. Hljómsveitin heldur hljómleika tvisvar á ári á baðstað á Svartahafsströnd Sovétríkjanna. FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.