Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 22
ELZIU MENN VIÐ ERUM stödd á bóndabæ í Kákasusfjöllum í suður- hluta Sovétríkjanna. Bóndann, Astan Shlarba, langagi til að sýna hinum vestrænu gestum gæðinginn sinn og fól Varlaam syni sínum aS ná í hestinn. Nokkrum mínútum síðar kom Varlaam til baka, rykugur, niðurlútur og hestlaus. Klárinn hafði slegið hann og sloppið. Astan muldraði mergjaðar lýsingar á ódugnaði yngri kyn- slóðarinnar sveipaði að sér kápu sinni og fór sjálfur af stað. Nokkrum augnablikum síðan kom hann aftur og hesturinn brokkaði auðmjúkur við hlið hans. Rígur milli kynslóðanna er að vísu engin ný bóla, en í Sákasus eru kynslóðaskiptin hins vegar ekki eins og mað- n ur á að venjast. Varlaam er t. d. fimmtugur, en hestamaður- inn, faðir hann er 123 ára. Ekki er samt svo að skilja að íbúar þessa heimshluta séu sérlega hissa á tíðinni, þó að menn nái svimháum aldri. Við síðustu athugun kom í ljós að íbúar Georgíuhluta Kákasus- fjalla töldu fram hvorki meira né minna en tvö þúsund ein- staklinga 100 ára og eldri. Þeir eru svo stór og starfsamur hluti héraðsins, að mynduð hefur verið sérstök þjóðlagahljóm- sveit skipuð aldargömlum mönnum og þar yfir eingöngu. Hún heldur hljómleika tvisvar á ári í Sukhumi, sem er baðstaður við Svartahafið. Hinar forneskjulegu mannverur, sem búa í suðurhluta Sovétríkjanna hafa lengi verið uppáhaldsefniviður höfunda furðuskrifa, eða að minnsta kosti síðan um aldamót. Hins vegar hefur verið viðtekin venja á Vesturlöndum að trúa ekki FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.