Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 47

Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 47
BANGSI OG LISTA- VERKIÐ S/ic?AW AV Ub&4 RWöT Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur SVARTI ÞJÓFUR 1 desember fara jólasveinarnir að tínast til borgarinnar. Þeir bjálpa til í stærstu verzlununum, opna dyrnar fyrir fólki, hneigja sig brosandi og þakka fyrir við- skiptin. Þeir eru ósköp vingjarn- legir við krakka, heilsa þeim með handabandi og taka þá jafnvel í fangið. Á nóttunni, meðan góðir krakk- ar sofa, kemur einhver jólasveinn- inn og lætur epli, köku eSa súkku- laSi í skóna þeirra. Þess vegna setja krakkarnir annan skóinn sinn út í glugga svo jólasvemninn sjái hann. Flestir krakkar-eru þægir og fara snemma aS sofa á hverju kvöldi, af því aS þá vita þeir, aS eitthvaS reglulega gott kemur í skóinn. Labbi og bróSir hans gerSu þaS aS mmnsta kosti og jólasvemn lét ævinlega gott í skóna þeirra, og hann gerSi ekki upp á milli, þótt annar skórinn væri minni, lét hann jafnt í báða. Stundum vaknaði Labbi á und- an bróður sínum, þá flýtti hann sér fram úr, gáði í skóna, tók úr sínum skó og vakti svo bróður smn, sem var ekki lengi að bregða við. Á Þorláksmessumorgun gerðist nokkuð skrítið. Þegar Labbi vakti bróður sinn var ekkert í skónum hans, en í Labba skó vaf stór súkkulaðibiti. Labbi greip hann og tróð honum upp í sig. ,,ÞaS er ekkert í þínum skó, Bói.“ Bói hljóp inn til mömmu og vakti hana. „Það var ekkert í mínum skó.“ „Hvaða vitleysa, víst var í þín- um skó,“ sagði mamma. „Komdu hérna, Labbi. Tókstu úr skónum hans bróður þíns?“ „Nei, hann var tómur. Jóla- sveinninn lét ekkert í hann.“ „ÞaS er ekki satt. Eg sá súkku- laði í báðum skónum, þegar ég breiddi ofan á ykkur seint í gær- kveldi. Einhver hefur tekið úr Bóa skó. ÞaS er voSalega Ijótt að stela.“ „Ég gerði það ek.ki “ Labbi var saklaus og hremn á svipinn. „Þeir, sem stela eru kallaðir þjófar. Það er skömm að vera þjófur,“ sagði mamma. „Ekki er ég þjófur,“ sagði Labbi. Framh. á bls. 50. „Æ, æ, góði Dódó minn!“ kveinaði Bangsi og bar sig illa. „Þetta er voða- legt! Bannsettir bófarnir hafa stolið afmælisgjöfinni sem þú varst að gefa mér!“ „Ámælisvert athæfi.“ samsinnti Dódó, en hann var talsvert gefinn fyrir hátíðlegt tal. „Ennfremur hafa þeir stórskemmt myndirnar af þínum góðu og grandvöru forfcðrum.“ „Nei, sjáðu!“ hrópaði Bangsi allt í einu. „Þarna er þá málverkið sem þú gafst mér! Þeir stálu myndinni af honum afa í staðinn! Ekki skil ég hvað þeir ætla sér að gera við hana.“ Á sömu stundu var Tonío að uppgötva þetta. „Asni!“ öskraði hann öskuvondur. „Stupido, stupido, stupi- do!“ (þið munið, að það þýðir heimsk- ingi) „Þetta cr alls ekki AUGA KÝ- KLÓPSINS! Við verðum að fara í'aðra ránsför undir eins. Stupido!“ FÁLKINN 47

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.