Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 27
ANOINiYMIJS SKRIFAR INIR SEM ERU ÍSI EN HINIR Forn-Grikkjum (og raunar jafnvel í dag hjá þeirri þjóð) gæti virzt með öðrum þjóðum argasta óeðli eða að minnsta kosti skammarleg hegðun. Og þó er það svo að flestir gera sig „seka“ um „óeðli“ eða „skammarlega hegðun“ í einhverri mynd í einrúmi, enda er slíkt í flestum tilvikum ekki flokkað undir „óeðli“ af þeim vísindamönnum, þ. á. m. læknum og sálftæðingum, sem um þessi mál fjalla. Heilbrigð manneskja er kynlífsvera par excellence, og með því hugmyndaflugi og tilfinningaauðgi, sem henni er gefin umfram dýrin, veitir hún sér útrás með ólíkt margbrotnari hætti. Ýmislegt getur þó orðið þess valdandi að hún leiðist út í hreint óeðli, en það sem með réttu heyrir því til er líklega fremur alger einhæfing kynlífsins á því sviði, sem telja má afbrigðilegt: þegar manneskja leitar einungis kynfróunar hjá annarri sam- kynja, en hefur óbeit á hinu kyninu (,,homosexualitet“), eða svalar kynkvötinni með þeim hætti að klæðast fötum hins öndverða kyns (,,transvestismi“), eða þegar hún vill sýna líkamann — og þá sérstaklega kynfærin — við möguleg og ómöguleg tækifæri (exhibitionismi"), eða þá hinir sem verða ekki vaktir til kynhrifa nema þeir séu beittir líkamlegum eða andlegum pyndingum (,,masochismi“), eða þeir sem geta ekki haft kynferðislega ánægju af öðrum en sjálfum sér („narkiss- ismi“), o. s. frv. Allt þetta er að sjálfsögðu til í mismunandi mæli, allt frá algerri einhæfni, sem er sjaldgæf hér, til óljósr- ar tilhneigingar — til dæmis hafa unglingar oft tilhneigingu til „narkissisma“ eða jafnvel ,homosexualitets“, sem verður varla flokkað undir óeðli. Þetta hefur alla tíð fylgt siðmenn- ingunni svo langt sem við vitum, og oft hefur það birzt í hvað sjúklegustu formi þegar aðhald í kynferðismálum hefur verið hvað strangast, m. a. af trúarástæðum (sbr. Miðaldir). Þar sem upplýst menning hefur aftur á móti ríkt virðist fjöl- breytni kynlífsins að vísu hafa blómstrað, einnig það sem almennt er flokkað undir óeðli (sbr. Hellas eða renaissance- tímann), og þá litið á það sem sjálfsagðan hlut. Þekktasta fyrirbrigðið í afbrigðilegu kynlífi er sú tegund kynvillu sem kölluð er ,,homosexualitet“, og verið hefur all- mikið til umræðu í Reykjavík undanfarin ár. Ber margt til þess, meðal annars það að ,,homosexualistar“ fara siður í launkofa með þessa tilhneiginsu sína en áður var, einnig má vera að þeim hafi fiölgað stórlega, en í rauninni gæti þar einungis verið um að ræða að aukið frjálsræði, samfara upplausninni sem því fylgir, hafi dregið huluna aí því, sem alltaf hafi verið til. Ekki er svo ýkja langt síðan að menn dirfðust varla að nefna nafn rithöfunda einsog Henry Millers og Jean Genets, en lásu þá í einrúmi. Nú hafa menn ekki minnstu áhyggjur af því að hafa bækur þeirra í bókaskápn- um eða á glámbekk. Erfitt er að gera sér grein fyrir hlutfallstölu kynvillinga í Reykjavík, m. a. af ástæðum er þegar hafa verið ræddar. Einsog áður hefur verið getið hafa unglingar oft í frammi allskonar „kynvillu“, ekki sízt þeir efnilegri: þeir sem ganga menntaveginn eða ástunda íþróttir eða listir. Þetta er al- þekkt vandamál í skólum erlendis, en ekki hefur það komizt í hámæli hér heima. Ekki myndi ástandið lagast ef flokka ætti bítlakynslóðina svo til einsog hún leggur sig sem „trans- vestista". Ennfremur mætti ætla að þessir tilburðir í útliti og klæðnaði, þ. e. að piltar reyni að líkjast stúlkum og öfugt, leiði til „homosexualitets“ eða hafi að minnsta kosti tilhneig- ingu til þess. En „ónáttúra“ meðal unglinga er raunar mjög náttúrulegt fyrirbrigði. Tiltölulega ber hér lítið á svokölluðum „lesbíum", þ. e. konum, sem taka sitt eigið kyn framyfir karlkynið, hvort sem það er nú kompliment fyrir reykvíska karlmenn eða ekki. Tilhneigingin er þó vafalaust fyrir hendi hér sem annarsstaðar, en þetta er auðvitað mjög komið undir áhrifum umhverfisins. Með því að allt þetta er til í einhverj- um mæli í öllum manneskjum geta áhrif umhverfisins ráðið úrslitum um það í hvern farveg — eða farvegi — kynlífið beinist. Um raunverulega „homosexualista“ er líklega ekki ýkja mikið þótt þeir telji sjálfir hið gagnstæða. Afturámóti er meira en nóg af „fikturum“. Margir virðast álíta að „homosexualitet" og eiturlyfjanotkun eigi sérstaka samleið, að í flestum tilvikum sé samband þar á milli, Þetta hefur tæplega við rök að styðjast, a. m. k, í Reykjavik. Á hinn bóginn hafa „homosexualistar11 allmikið vín um hönd og halda stundum miklar veizlur með tilheyrandi ritúali, sem einna helzt minna á blót þau er haldin voru guði frjóseminnar til heiðurs i Austurlöndum nær fyrir Krists burð. Fyrir venjulegan mann gæfi þar aldeilis á að líta, en fáir munu þó verða þeirrar veizlu aðnjótandi sem ekki eiga brýnt FRAMHALD Á BLS. 37 FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.