Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 38
mjög undir þessa þróun, enda fylgir upplausn í kjelfarið, gegn venjum eldri kynslóðanna sem er einsog svört kínversk mold fyrir afþrigðilegt og mikið kynlíf. Meðal íþróttamanna þer meira á ,,narkissos“-hneigð en „homosexualiteti" að svo miklu leyti sem það verður greint í sundur hjá „fikturum". í nútímabókmenntum íslenzk- um er fremur lítið rætt um af- brigðilegar ástir, en það sama verður ekki sagt um þær er- lendu. Þó hafa verið hér rit- aðar bókmenntir um kynvillu, en ekki komizt fyrir almenn- ingssjónir af siðferðisástæðum Hinsvegar áttu þeir það til, er settu saman fornsögur okkar, að lauma inn skrýtnum máls- greinum og ekki alltént sið- prúðum, sbr. í Ölkofra þætti um Guðmund ríka. • Rex Harrison Framh. af bls. 17. alltaf hættuspil að gifta sig, maður veit aldrei fyrirfram hvernig konan reynist, en það er samt ekki svo mjög erfitt að finna þá réttu.“ Hann talar frjálslega um starf sitt, áhyggjurnar af að reyna sífellt að gera betur en áður. „En hvert á maður að komast þegar maður stendur á tindinum?“ spyr hann. TTANN er núna að kynna sér líf Karls annars Englands- konungs. Það er í ráði, að Robert Bolt skrifi leikrit um hann fyrir Rex. „Annars lifi ég bara í nútíðinni,“ segir hann. „Maður vonast alltaf eftir ein- hverju góðu, en ég er hættur að gera áætlanir langt fram í tímann.“ ★ ★ • Arfur áw erfiflgja Framh. af bls. 34. möguleika á að vera enn á lífi?“ „Engan veginn — það væri mjög skynsamlegt." „Prýðilegt — þakka yður fyrir upplýsingarnar." Tveim dögum síðar voru George og ungfrú Kolin komin til Grikklands. FANGELSIÐ 1 SALONIKI „Fjörutíu og fimm þúsund fallnir, þar af þrjú þúsund og fimm hundruð borgarar myrtir af uppreisnarmönnunum og sjö hundruð sprengdir í loft upp af 38 FÁLKINN jarðsprengjum þeirra. Helmingi 'fleiri særðir. Ellefu þúsund hús eyðilögð. Sjö hundruð þúsund manns reknir frá heimilum sin- um á yfirráðasvæðum upp- reisnarmanna. Tuttugu og átta þúsund fluttir nauðugir til kommúnistalanda. Sjö þúsund sveitaþorp rænd ... Þetta er það, sem Markos- og vinir hans hafa kostað Grikkland." Chrysantos þagnaði og hallaði sér aftur í stólnum með beiskju- blandið bros á vörum. Það var töluvert áhrifamikið. Hann var þó nokkurt glæsimenni, með hvöss dökk augu. „Og ég hef heýrt Englendinga og Ameríkumenn segja," hélt hann áfram, „að við hefðum ver- ið of harðhentir á kommúnistum okkar. Of harðhentir!" Hann baðaði út höndunum í uppgjöf. George muldraði eitthvað. Kunningsskapur við ofurstann var æskilegur eingöngu vegna stöðu hans sem yfirmanns i Saloniki-deild grísku leyniþjón- ustunnar. 1 krafti hennar gat hann útvegað George þær upp- lýsingar, sem hann vanhagaði um. En hann var ekki af þeirri manntegund, sem vakti hjá manni hlýjar tilfinningar. „Ná þessar tölur einnig yfir uppreisnarmennina, ofursti?" „Já, hvað hina föllnu snertir. Tuttugu og átta þúsund af hin- um fjörutiu og fimm voru upp- reisnarmenn. Auðvitað höfum við engar áreiðanlegar tölur yfir þá særðu í þeirra liði, en auk þeirra, sem við drápum, tókum við þrettán þúsund til fanga og tuttugu og sjö þúsund gáfust upp.“ „Hafið þér nokkra lista yfir nöfn þeirra?" „Að sjálfsögðu." „Væri ’ef til vill hægt að at- huga, hvort nafn þessa Þjóð- verja fyrirfinnst á einhverjum listanum?" „Já, það væri hægt. En er yður ljóst, að við tókum aðeins örfáa Þjóðverja?" „Það kann að vera ómaksins vert samt sem áður, enda þótt ég viti sem sagt ekki enn, hvort maðurinn lifði árásina af.“ „Rétt er það — þér segið, að þessi umrædda árás hafi átt sér stað 24. október 1944, nálægt benzinstöð við Vodena. Ég hygg, að andartes þeir, sem hér voru að verki, hafi komið frá Florina svæðinu. Við skulum athuga það snöggvast." Hann þrýsti á hnapp á skrif- borðinu og ungur liðsforingi með hornspangargleraugu kom inn. Ofurstinn gaf honum margorða fyrirskipun á sínu eigin máli. Þegar hann þagnaði, svaraði liðs- foringinn með einsatkvæðisorði og fór út. Þegar dyrnar lokuð- ust að baki hans, hallaði ofurst- inn sér aftur á bak. „Duglegur náungi, þessi liðs- foringi," sagði hann. „Þið Vestur- landabúarnir hafið ekki almenni- lega trú á þvi, að við getum sýnt framtakssemi, en þér skul- uð fá að sjá það —“ Hann smellti með fingrunum, sendi ungírú Kolin eitt af sinum beztu Don Juan brosum og gaut augunum til Georges til þess að sjá, hvort hann væri þvi mótfallinn, að brosað væri til stúlkunnar hans á þann hátt. Ungfrú Kolin lyfti aðeins brún- um. Ofurstinn bauð þeim síga- rettur. George var hin bezta skemmt- un að ástandinu. Forvitni of- urstans um sambandið milli gest- anna tveggja hafði verið augljós frá byrjun. Konan var ásjáleg. Karlmaðurinn virtist í fullu fjöri. Það var fáránlegt að leggja trúnað á, að þau gætu ferðazt saman í viðskiptaerindum án þess að njóta um leið þeirra lífs- gæða, sem völ var á. Að visu var maðurinn Engilsaxi, og um þá var aldrei hægt að segja neitt með vissu. Vegna skorts á óræk- um sönnunum um hugsanlegt nánara samband milli hjóna- leysanna, var nú ofurstinn i óða önn að reyna að komast að því. Hann ætlaði að reyna aftur eftir stundarkorn. En þangað til var bezt að snúa sér að viðskiptun- um. Ofurstinn sléttaði úr hrukk- um á einkennisbúningnum. „Þessi Þjóðverji, herra Carey, var hann frá Alsac?“ „Nei, hann var frá Köln.“ „Margir liðhlaupanna voru frá Alsac. Þeir hötuðu Þjóðverjana jafnmikið og við.“ „Jæja, gerðu þeir það? Voruð þér í Grikklandi á stríðsárunum, ofursti?" „Já, stundum, einkum í byrjun stríðsins. Síðar barðist ég með Bretunum í áhlaupasveitum þeirra. Það voru dýrðardagar!" „Dýrðardagar?" „Hafið þér ekki verið hermað- ur, herra Carey?“ „Ég var sprengjuvélaflugmað- ur. Ég man ekki eftir neinni sér- stakri dýrð við það.“ „Nei, ekki það — en það gegn- ir líka öðru máli með flugher- inn. Þeir sjá 'ekki óvininn, sem þeir eru að drepa. Vélahernaður. Ópersónulegur." „Hann var nógu persónulegur fyrir mig,“ sagði George. En hann talaði fyrir daufum eyrum. Augu ofurstans ljómuðu af dá- semdum minninganna. „Þér misstuð af miklu þarna uppi í loftinu, herra Carey,“ sagði hann dreymandi. „Ég man einu sinni...“ Og svo var hann kominn á lag- ið. Hann virtist hafa tekið þátt í ótal brezkum áhlaupum á þýzk- ar setuliðsstöðvar í Grikklandi. Hann lýsti í smáatriðum atvik- um, sem auðsætt var, að hann taldi meðal hinna skemmtilegri, er komið hefðu fyrir hann. Það lék enginn efi á því, að þetta höfðu verið honum dýrðardagar! „ ... klessti heilann á honum út um vegginn með kúlnahríð úr bren-byssunni minni... keyrði hnífinn í magann á honum og risti hann upp að rifjum... handsprengjurnar unnu á öllum í herberginu nema einum, og honum fleygði ég út um glugg- ann ... þeir stungu af buxna- lausir, svo okkur varð engin skotaskuld úr því að miða rétt... reyndi að komast út úr húsinu til þess að gefa sig fram, en var of svifaseinn og fosfór- sprengjan kveikti í honum eins og blysi... Ég sendi honum eina umferð úr schmeissernum og fók hann nærri þvi í tvennt...“ Hann talaði hratt, brosti í si- fellu og fylgdi orðaflaumnum eftir með líflegum handahreyf- ingum. Öðru hverju skipti hann yfir I frönsku. George gerði sér lítið far um að fylgjast með, sem ekki kom heldur að sök, þar sem athygli ofurstans beind- ist óskert að ungfrú Kolin. Hún sat með sitt venjulega, hálf-vork- unnláta bros á vörum, en þar að auki var eitthvað annað í svip hennar — Það var nærri því eins og henni geðjaðist að þessu. Liðsforinginn kom inn aftur — Hvað er nú orðið af stolt- inu þínu, Jón minn? I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.