Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 11
 SEGIR BJÖRIM ÓLAFSSON KOIMSERTIVIEISTARI Á yngri árum fór hann í fjallgöngur, en nú býr hann á efstu hœð í sam- byggingu og hefur dýr- legt útsýni án þess a3 þurfa að klöngrast upp á svimháa tinda. „Það léttir af mér fargi hvert sinn sem ég kem hingað upp og get horft yfir sjóinn," segir Björn Ólafsson kon- sertmeistari. „Og þegar ég sit sé ég ekkert nema himininn.” ■* OG himinninn er meira að segja heiður og blár þessa stundina. „Ég hef alla tíð leit- að upp í fjöll og haft gaman af að príla. Ég vandist á fjall- göngur í Týról þegar ég var við framhaldsnám erlendis, en nú þarf ég ekki annað en líta út um gluggann ef ég vil njóta útsýnisins.“ „Eru fjallgöngur ekki held- ur glæfraleg skemmtun fyrir menn sem þurfa að fara var- lega með hendurnar á sér?“ Hann verður að viðurkenna það. „En ég forðast að bera þunga hluti, pakka eða töskur með hægri hendi. Það gerir ekki eins til með þá vinstri.“ Þannig jafnar hann á vogar- skálunum. Maður lœrir að nýta hverja mínútu Björn vinnur margra manna verk og er svo störfum hlað- inn, að það virðist næstum óskiljanlegt hvernig einn mennskur maður getur afkast- að slíkum firnum. Hann er konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og yfirkennari strengjadeildar Tónlistarskól- ans, þjálfari og stjórnandi nem- endahljómsveitarinnar og hef- ur kennt öllum helztu fiðlu- leikurum íslendinga af yngri kynslóðinni. Þess utan tekur hann virkan þátt í kammer- músík, og ofan á allt' annað kemur hann fram sem einleik- ari og heldur oft sjálfstæða fiðlutónleika sem krefjast gíf- urlegrar undirbúningsvinnu. Samt er hann hinn róleg- asti að sjá, enginn asi á hon- um, glaðlegur í viðmóti og broshýr. „Maður lærir að nota mínútui'nar, grípa hvert tæki- færi sem gefst, en bíða ekki stöðugt eftir einhverju betra. Þegar ég hef lítinn tíma verð- ur mér oft furðu mikið úr hon- um. Aftur á móti finnst mér ég ekki nýta eins vel hverja mín- útu ef ég hef of mikinn tíma. Þetta er allt æfingaratriði eins og hvað annað — maður lærir að nota augnablikið og gleðjast í stuttum stundum.“ „Þú hefur varla tíma til að eiga hobbí og gleyma músík- inni á milli?“ „Músíkin er mitt hobbí. Sá tími sem ég hef aflögu fer líka í hana. Mér þykir gaman að ganga úti í náttúrunni, en aðal- hugsunin snýst um músík og hefur alltaf gert.“ „Verðurðu aldrei þreyttur á þessu?“ „Ég segi aldrei þreyttur og vil helzt ekki viðurkenna, að ég geti orðið það. Ég segi þá frekar, að ég sé latur. Ef mað- ur slakar á er maður búinn. En það er áhuginn sem bjarg- ar manni. Og það er ekki lítil gæfa að fá að sinna þeim störf- um sem manni þykir vænt um — hugsaðu þér bara alla þá seni pína sig áfram í vinnu sem þeim er ekki að skapi, bíða eftir því, að tíminn líði, og fá enga lífsfyllingu í starfinu." Skapgerðin skiptir höfuðmáli „Á kennslan vel við þig?“ „Já, það er sönn ánægja að vinna með góðum nemendum sem hafa hæfileika og trausta skapgerð. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gáfurnar, skapgerð- in skiptir höfuðmáli. Það kost- ar sjálfsafneitun og harðan sjálfsaga að afla sér kunnáttu. og leikni í tónlist, og verst finnst mér hvað við ráðum lítið yfir nemendunum — aðr- ir skólar taka svo mikinn tíma frá músíknáminu, að þeir geta ekki æft sig nærri nóg. En þetta höfum við alltaf átt við að búa, og ekki er annað hægt að segja en að gróskan sé mikil í tónlistarlífinu og skilningur almennings fari vaxandi á starfi okkar. Þegar ég var að alast upp þótti svo fáránlegt, að nokkur maður skyldi leggja stund á tónlist nema sem dægradvöl, en það var litið á fjölskyldu mína sem hálfbilaða að vilja styrkja mig út í svona vitleysu. En nú þykir orðið sjálfsagt að læra tónlist, jafn- vel með það fyrir augum að gera hana að atvinnu sinni. Afstaða fólks hefur gerbreytzt á þessum árum.“ „Og eru kröfurnar ekki líka harðari?“ „Jú, mikil ósköp. Sérstak- lega er krafizt öruggrar tækni — virtúósar eru svo til úr sög- unni, af því að allir verða að vera það. Ég man hérna áður fyrr, að ég heyrði mér til mik- illar ánægju afburðalistamenn sem tóku ókjör af feilnótum en fyrirgafst allt vegna sinnar túlkunar. Þetta gengur ekki núna; það væri óhugsandi, að ungur hljóðfæraleikari kæmist upp með það, hversu vel sem hann spilaði að öðru leyti. Meira að segja menn í hljóm- sveitum verða að vera virtúós- ar eða a. m. k. hafa mjög góða tækni ef þeir eiga að geta stað- ið sig.“ Stríðið breytti öllum áformum Björn byrjaði sjálfur að spila sem ungur drengur og var fyrsti fiðluleikarinn sem út- skrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Eftir það stund- aði hann framhaldsnám við tónlistarháskólann í Vínarborg og stóð sig svo glæsilega, að honum var boðin staða í hinni heimsfrægu fílharmóníuhljóm- sveit borgarinnar. En örlögin ætluðu honum annað hlutverk. Þetta var árið 1939, Björn skrapp til íslands í sumarfrí og hugsaði sér að fara aftur út um haustið, en þá skall síðari heimsstyrjöldin á. ,,Ég festist hér heima á stríðs- árunum, og auðvitað breytti þetta öllum mínum áformum. En síðan hefur mig aldrei lang- að að fara héðan burt til lang- frama — til þess hef ég of djúpar rætur í íslenzkri mold. Og mér finnst meira virði að hafa einhverja þýðingu í landi sem þarf á starfskröftummanns að halda en reyna að troða sér þangað sem fullt er fyrir. Ég vil ekki tala um köllun, TEXTI: STEIIMUIMIM S. BRIEIU IUYIMDIR: RÚIMAR GUIMIMARSSOIM FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.