Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Side 4

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Side 4
Ný forysta Lagadeild: Úlfljótur kominn út stúdenta - deilur um ráðningu framkvæmdastjóra. Nýtt Stúdentaráð er komið saman og hafa nýr formaður og framkvæmdastjóri þeg- ar tekið við stjórn ráðsins. Eiríkur Jónsson var kjörinn formaður á fyrsta fundi ráðsins og var þar einnig ákveðið að ráða Hauk Þór Hannesson framkvæmdastjóra SHÍ næsta árið. Vaka gagnrýnir ráðningu framkvæmda- stjórans og telur að hann eigi ekki að ráða á pólitískan hátt. „Vaka telur einsýnt að með ráðningu póli- tísks framkvæmdastjóra sé dregið úr skil- virkni Stúdentaráðs. Það er óhagkvæmt, og jafhvel skaðlegt, að báðir starfsmenn Stúd- entaráðs starfi fyrst og ffemst á pólitískum forsendum því þannig verða allar ákvarðan- ir, og allt starf Stúdentaráðs, háð pólitískum dyntum fremur en skynsamlegum sjónar- miðum. Þá vill Vaka að framkvæmdastjóri sé ráðinn til lengri tíma en eins árs því þannig skapast stöðugra starfsumhverfi og betri þjónusta," segir Þórlindur Kjartansson, for- maður Vöku. Eiríkur Jónsson, formaður SHÍ og Rpskvumaður, segir að það fyrirkomulag sem' haft hefur verið á við ráðningu fram- kvæmdastjóra sé einkar heppilegt. „Skrifstofa Stúdentaráðs er lítil og fámenn með einungis tvo einstaklinga í fostu starfi - formann og framkvæmdastjóra. Mikilvægt er að þeir taki virkan þátt í hinni raunveru- legu hagsmsmunabaráttu því þannig nýtist skrifstofan best stúdentum. Framkvæmda- stjóri sér þannig um daglegan rekstur skrif- stofunnar en að auki fer stór hluti vinnunn- ar í hagsmunabaráttuna sjálfa og þetta gerir hann á mun lægra kaupi en líklegt er að fag- lega ráðinn ffamkvæmdastjóri myndi sætta sig við. Með hinum pólitískt ráðnu ffam- kvæmdastjórum hefur rekstrarkostnaðurinn faríð sífellt lækkandi. Framkvæmdastjórí sem er Stúdentaráðsliði er öllum hnútum há- skólasamfélagsins kunnugur og hefur því ómetanlegt forskot á aðila sem ekki sitja í ráðinu. Röskva telur því nauðsynlegt að framkvæmdastjóri komi úr hópi Stúdenta- ráðsliða.“ Þórlindur Kjartansson Fyrsta tölublað Úlfljóts á árinu 2000 er komið út. Úlfljótur er að þessu sinni til- einkaður prófessor Ármanni Snævarr, sem kenndi við lagadeild áratugum saman og hefur líklega útskrifað fleiri íslenska lögfræð- inga en nokkur annar. Ritnefnd Úlfljóts hefur komið á fót sér- stakri ritrýninefnd við blaðið í þeim tilgangi að auka veg þess sem fræðitímarit. í ritrýni- nefndinni sitja þau Hrefna Friðriksdóttir, Kristrún Heimisdóttir og Viðar Már Matth- íasson en höfundar greina sem birtast í blað- inu ráða því hvort greinar þeirra eru ritrýnd- ar eða ekki. Þá er að finna í blaðinu umfjöllun og gagnrýni á þrjá valda hæstaréttardóma auk fjölmargra annarra greina. Þetta eru hinn umdeildi kynferðisafbrotadómur frá 28. október 1999, Kio-Briggs dómurinn og svokallaður Erlu Maríu dómur. Ritstjóri Úlfljóts, Margrét Einarsdóttir laganemi, segjr í ritstjórnarspjalli sínu að þetta sé gert með það fyrir augum að stuðla að aukinni fræðilegri umræðu um dóma Hæstaréttar enda sé slíkt nauðsynlegt í lýð- ræðisþjóðfclagi. í ritnefnd Ulfljóts sitja laganemarnir Anna Dögg Hermannsdóttir, Ágúst Ó. Ágústs- son, Gunnar Þ. Þórarinsson, Jóhann P. Harðarson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir en ritstjóri er sem fyrr segir Margrét Einars- dóttir. Hægt er að nálgast Úlfljót í bóksölu laga- nema í Lögbergi en auk þess fæst hann í Máh og menningu. Stúdentamynd mánaðarins: Being John Malkovich Að þessu sinni er stúdentamynd mánaðar- ins í Háskólabíói Being John Malkowich í leikstjórn Spike Jonze. Myndin fjallar um Craig Schwartz, leikinn er af John Cusack, sem fær nýja vinnu á hæð númer 7 1/2 í skrifstofuhúsnæði sem er svolítið undarlegt, jafnvel miðað við hversu lágt er til lofts. Hann kemst að því að á bak við skjalaskáp í skrifstofunni hans er gat og sé farið þar inn gerast undarlegir hlutir. Við- komandi hendist fyrirvaralaust inn í vitund kvikmyndastjörnunnar Johns Malkovich þar sem hann dvelst næstu 20 mínúturnar en lendir svo harkalega við gatnamótin til New Jersey, rétt fyrir utan borgina. Þetta hefur í fbr með sér ótvíræða kosti fyrir Craig, sem fljódega sér fjárhagslegan ávinning í stöð- unni auk þess sem leikarinn lifir að flestu leyti áhugaverðara lífi en skrifstofublókin. Auk Johns Cusack fara Cameron Diaz og John Malkovich stór hlutverk. Handritshöf- undur er Charlie Kaufman. Myndin hefur vakið gífurlega athygli og er talin ein frumlegasta og best heppnaða gamanmynd síðari ára. Nýr póstlisti stjórnmálafræðinema um stjórnmái, nám og dægurmál: furstinn@onelist.com Stjórnmálafræðinemar við HÍ hafa stofn- að póstlista þar sem ffam fer umræða um stjórnmál, námið, stjórnmálafræði, félagslíf- ið og önnur dægurmál. Póstiistinn hefur fengið nafnið Furstinn og hefur netfangið furstinn@onelist.com. Fólk skráir sig sjálft á listann til að vera með og er hægt að gera það með því að senda nótu á; eho@hi.is eða með því að skrá sig beint á heimasíðu onelist sem hefur slóðina www.onelist.com. Listinn er skráður hjá onelist og þjónustaður af honum. Markmiðið er að það komi hlekkur (link) inn á heimasíðu Politicu þar sem fólk getur skráð sig og gerist það á næstunni. Listinn virkar þannig að ef einn skrifar bréf (verður að vera meðlimur) og stílar það á fiirstinn@onelist.com þá fá allir sem eru skráðir á listann bréfið. Póstiisti stjórnmála- fræðinema er skemmtileg nýjung sem ýtir undir fræðilega umfjöllun og umræðu um stjórnmál og önnur dægurmál. Þar getur farið fram lífleg og skemmtileg umræða, al- varleg og á léttu nótunum. Ný stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands og nefndir Formaður Stúdentaráðs: Bríkur Jónsson - Röskva Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs: Haukur Þór Hannesson - Röskva Stjóm Stúdentaráðs: Eiríkur Jónsson, formaður - Röskva Margrét Vilborg Bjamadóttir, varaformaður - Röskva Þorvarður Tjörvi Ólafsson, gjaldkerí - Röskva Haukur Agnarsson, ritarí - Röskva Dagný Jónsdóttir, 1. meðstjómandi - Röskva Unnur Brá Konráðsdóttir, 2. meðstjómandi - Vaka Baldvin Þór Bergsson, áheymarfulltrííi - Vaka Nefndir Stúdentaráðs Alþjóðanefnd: Haukur Agnarsson, formaður - Röskva Fanney Karisdóttir - Röskva Haraldur Daði Ragnarsson - Vaka Hulda Bima Baldursdóttir - Vaka Kai Stefan Voerste - Röskva Atvinnumálanefnd: Margrét Vilborg Bjamadóttir, formaður - Röskva Davíð Guðjónsson - Vaka Hjörtur Einarsson - Röskva Karólína Stefánsdóttir - Röskva Ólöf Hildur Pálsdóttir - Vaka Hagsmunanefnd: Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður - Röskva Haukur Þór Hannesson - Röskva Inga Lind Karlsdóttir - Vaka Unnur Brá Konráðsdóttir - Vaka Þorgerður Benediktsdóttir - Röskva Jafnréttisnefnd: Sara Hlín Hálfdanardóttir, formaður - Röskva Amfríður Henrysdóttir - Röskva Hlynur Páll Pálsson - Röskva Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Vaka Þórarinn Óli Ólafsson - Vaka Lánasjóðsnefnd: Guðmundur Ómar Hafsteinsson, formaður - Röskva Borghildur Sverrísdóttir - Vaka Eiríkur Jónsson - Röskva Grímur Sigurðsson - Röskva Þóriindur Kjartansson - Vaka Menntamálanefnd: Dagný Jónsdóttir, formaður - Röskva Baldvin Þór Bergsson - Vaka Berglind Hallgrímsdóttir - Vaka Matthildur Ásmundsdóttir - Röskva Sigríður María Tómasdóttir - Röskva Fulltrúi SHÍ í stjóm LÍN: Eiríkur Jónsson - Röskva Varamaður í stjórn LÍN: Guðmundur Ómar Hafsteinsson - Röskva Árlega veitir Búnaðarbankinn 12 styrki til námsmanna í Námsmannalínunni, hvern að upphæð 150.000 kr. Útskriftarstyrkirtil nema í Háskóla íslands. Útskriftarstyrkirtil nema á háskóla- stigi og sérskólanema. Námsstyrkir til námsmanna erlendis. Hægt er að sækja um styrkina á vef bankans, www.bi.is. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð í öllum útibúum bankans og á skrifstofum SHÍ, BÍSN og SÍNE. Athugið að einungis félagar í Námsmanna- línu Búnaðarbankans eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí 2000 til: Búnaðarbanka (slands hf. Markaðsdeildar Austurstræti 5 155 Reykjavík Námsstyrkir nam er vinna Umsóknir 4 stúdentablaöiö - mars ‘00

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.