Stúdentablaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 6
stúd^w
3. tbl. mars 2000
Útgefandi - Stúdentaráð Háskóla íslands
Ritstjóri - Sigtryggur Magnason
Ritnefnd - Gunnlaug Guðmundsdóttir, Katrín lakobs-
dóttir, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir og Þórhallur
Ágústsson
Framkvæmdastjórí - Haukur Þór Hannesson
Auglýsingar - Ego ehf.
Ljósmyndir - sm/lngólfur Júlíusson/Einar Ólason
Fyrirsæta - Stefán Þ. Þórsson
'5j FUJIFILM
Umbrot - Reykvísk útgáfa ehf.
Prentvinnsla - Morgunblaðið
Netfang rrtstjóra: floki@islandia.is
Rauð lína ritstjóra: 696 3091
Skynsamlegasti fjárfestingarkostur ríkisins
íslensk stjórnmál loga í illdeilum. Stóru orðin
verða sífellt stærri og gengisfella um leið eðli-
lega og réttmæta gagnrýni. Ráðamenn verða
reiöir og sárir þegar stefna þeirra er gagnrýnd.
Á meðan stjórnmálamenn og forsvarsmenn ým-
issa hagsmunasamtaka landsins láta orðin
dynja hver á öðrum gleymist nokkuð sem stjórn-
mál eiga að snúast um: Framtíðin. Árið 2000
hefur víða um heim vakið menn til alvarlegrar
umhugsunar um framtíðina en hér virðast
stjórnmálamenn ekki hafa framtíðarsýn. Þeir
fara að minnsta kosti leynt með hana. Þó er eitt
ráöuneyti öðru fremur sem hefur framtíðarsýn,
iðnaðarráðuneytið. Framtíð ráðuneytisins er
reyndar löngu liðin og öld sfðan.
Allt í einu eru íslendingar orðnir ótrúlega ábyrg-
ir á alþjóöavettvangi. Þeir samþykkja ekki Kyoto
bókunina vegna þess að orkan sem við fram-
leiðum er umhverfisvænni en annarra þjóða.
Framleiðsla á koltvísýringi á hvern íbúa er til
dæmis miklu minni hér en í Bandaríkjunum. Við
eigum hins vegar heimsmet í lítrum af uppi-
stöðulónum á hvert mannsbarn.
Auðvitað er það jákvætt að íslendingar vilji vera
ábyrgir í umhverfismálum heimsins. Það væri
kannski ráð að við tækjum til okkar kjarnorkuúr-
gang og rusl annarra þjóða til að koma þeim á
varanlegan geymslustað flarri þorra mannkyns-
ins. Það sköpuðust eflaust flöldamörg láglauna-
störf í kringum slíkan atvinnuveg og flutningar
til og ffá landinu myndu aukast stórlega. Fólks-
flutningar hins vegar dragast saman.
Framtíð íslands er varla fólgin í stefnu iönaöar-
ráðuneytisins sem leggur áhersluna á áliðnað
en ekki hátækniiðnað. Af hverju getur ríkið hent
milljörðum í uppbyggingu stóriðju en ekki upp-
byggingu líftækniiönaðar á landsbyggðinni.
ímynd landsbyggðarinnar og ekki sfður sjálfs-
ímynd þarf á nútímanum að halda og hann felst
ekki í mengandi láglaunaiðnaði.
Framtíð íslands er fólgin í þekkingarbyltingunni
sem hefur gjörbylt hugsanagangi og viðskipta-
háttum heimsins. Fjárfestar leggja milljónir og
milljarða í fyrirtæki sem byggja allt sitt á hugviti
og þekkingu starfsmanna sinna. íslensk erfða-
greining og önnur líftæknifýrirtæki eru dæmi
um trú fjárfesta á þekkingariðnaðinum. Fyrir-
tækin sem eru hvað vinsælust í dag tapa millj-
örðum á hverju ári vegna þeirra fjármuna sem
þau leggja í uppbyggingu þekkingarinnar. Á end-
anum munu þau græða.
Ríkiö á stærsta þekkingartyrirtæki landsins,
Háskóla íslands, sem er jafnframt með breið-
asta rannsóknagrundvöllinn. Háskóli íslands
ætti því að vera fjárfestingarkostur ríkisins
númer eitt. Fjársjóður Háskólans er þekkingin
sem býr innan hans í frasðimönnum hans og
stúdentum. Sú þekking sem byggö er upp innan
Háskólans nýtist samfélaginu þegar fram í sæk-
ir. Hagsmunir Háskóla íslands og ríkisins fara
saman. Framtíð íslands felst ekki í því að taka
upp skólagjöld og takmarka inngöngu í Háskóla
íslands. Þekkingarfyrirtæki rukka ekki starfs-
menn sfna fyrir að fá að vinna hjá þeim.
Sigtryggur Magnason
Skólagjöld
- löstur eða lyfistöng
Háskólinn í dag
Ég er í hálskólanum, æðstu menntastofn-
un landsins. Ég er stoltur af því, mér
finnst gaman og ég tel mig geta bætt
samfélagið sem ég held út í að námi
loknu, námsins vegna. Af þeirri ástæðu er
ég að eyða dýrmætum tíma í að mennta
mig. Tíma sem ég gæti auðveldlega eytt
í eitthvað arðvænna ef ég héldi út á
vinnumarkaðinn á þessu mikla hagvaxt-
arskeiði.
Á undanfbrnum árum hefúr umræðan
um innheimtu skólagjalda við Háskólann
fengið hljómgrunn hjá yfirmönnum
menntamála í landinu. Tað hefúr verið
rætt á alvarlegum nótum að setja á skóla-
gjöld við innritun í skólann og hafa stúd-
entar brugðist við ókvæða, telja það jafn-
vel vera brot á mannréttindum, eins og
meðlimir Stúdentaráðs komust að orði.
Brot á mannréttindum að því leyti að all-
ir íbúar landsins hafi jafnan rétt á mennt-
un og að ekki sé hægt að mismuna nem-
endum á efnislegum (fjárhagslegum) for-
sendum.
Fulltrúar beggja fylkinga í Stúdenta-
ráði hafa alfarið hafnað umræðu um
skólagjöld. Öðrum megin var áður-
nefndum brotum á mannréttindum
haldið fram, en hinum megin var blásið á
umræðuna í heild sinni í síðustu Stúd-
entaráðskosningum og því haldið fram
að það væri samstaða meðal beggja fylk-
inga um að hafna skólagjöldum, og því
væri umræðan óþörf. Samkvæmt þessu
má skilja það sem svo að þeir aðilar sem
leiða réttindabaráttu stúdenta séu sam-
stiga í þessu máli og ólíkt mörgum öðr-
um málum er Stúdentaráð ekki klofið.
Eninga meninga...
Háskólinn er í fjárkröggum. Tað eru
engir peningar til. Tað má sjá víða.
Kennslan er döpur, þ.e. hér er kennt í allt
of stórum hópum. Nærtækast er að
nefna aðstöðu 1. árs námskeiða í Við-
skipta- og hagfræðideild á síðastliðnu
hausti þar sem kennt var í sal 1 í Há-
skólabíói, tímar með um 600 manns
(jafnvel hefúr það átt sér stað að dæma-
tímar hafi haft svona mikinn fjölda).
Tetta er þó ekki einleikið í Viðskiptadeild
því einnig má sjá allt of fjölmenna kúrsa
annars staðar s.s. Aðferðafræði I í Félags-
vísindadeild (400 manns). í ljósi þess að
í Háskóla íslands eru um 6000 manns
skráðir, þá lítur málið jafnvel alvarlegar
út, því ef litið er til erlendra háskóla kem-
ur í ljós að okkar háskóli er ekki stór á al-
þjóðavettvangi, í raun agnarsmár. En
þrátt fyrir smæð sína sér hann sig knúinn
til að kenna í jafn fjölmennum tímum og
raun ber vitni. Lesaðastaða er af skornum
skammti. Tölvukostur er lítill (þó ekki
megi gera lítið úr viðleitni Stúdentaráðs
síðustu misseri við að tölvuvæða skól-
ann) og eina leiðin að bæta hann virðist
vera á kostnað lesaðstöðunnar (sbr.
Oddi, þar sem tölvuver 301 var lesað-
staða áður). Meirihluti lesborða sem nú
stendur háskólanemum til boða eru ekki
á háskólabókasöfnum heldur Lands-
bókasafni. Laun starfsfólks skólans eru
lægri en víðast hvar annars staðar þekkist.
Við þetta umhverfi er erfitt að reka há-
skóla og hvað svo sem hver segir þá virð-
ist ekkert ganga allt of vel að bæta úr
þessum vanköntum.
Ef hægt er að fallast á þessar forsendur
þá má aðgreina mögulegar leiðir og hvað
það er sem veldur erfiðu og óviðunandi
fyrirkomulagi. Háskólanemar eru of
margir og fjármagn til skólans er of h'tið.
Skólagjöld til hins betra
Skólagjöld gætu greitt úr báðum þessum
vandamálum þar sem barátta Stúdenta-
ráðs fyrir auknu fjármagni hefúr brugð-
ist. Brugðist á þann hátt að sá þrýstingur
sem settur hefúr verið á stjórnvöld um
aukin fjárlög til háskólans hefúr ekki ver-
ið nægjanlegur, hvort sem það er Stúd-
entaráði um að kenna, eða afskiptaleysi
hins almenna nemanda. Barátta í þessum
efnum við stjórnvöld (því vissulega hefúr
þetta verið lagt upp sem barátta háskól-
ans við yfirmenn menntakerfisins) svipar
hjákátlega til bardaga ónefnds spænsks
miðaldariddara við risavaxin ónefnd
landbúnaðartól.
Ef hins vegar skólagjöld bættust við
það fjármagn sem til skólans rennur nú,
þá væri skóhnn betur til þess fahinn að
takast á við þá samkeppni á háskólastigi
sem hann stendur frammi fyrir hér á
landi, því samkeppnin er loksins orðin að
veruleika og ætti ekki að vera tekið of
léttvægt á henni. Tað er ekki lengur hægt
að fela sig á bak við gamlar hefðir og úr
sér gengna frasa á borð við „æðsta
menntastofnun landsins.“ Við megum
einfaldlega ekki við því, og háskólinn
þarf að laga sig að breyttum aðstæðum.
Tetta á ekki aðeins við um innlenda sam-
keppni því á erlendum vettvangi er
saumað jafnvel enn frekar að skólanum,
þar sem nemendur keppast við aðra há-
skólanema úr öðrum háskólum um pláss
í framhaldsnámi í erlendum skólum auk
starfa á alþjóðamarkaði. Aukning al-
þjóðavæðingar eykst frá degi til dags og
ef það umhverfi sem nemandi við Há-
skóla íslands býr við í dag breytist ekki,
þá missir hann cinnig af lestinni hvað
varðar samkeppni á alþjóðamarkaði.
Valkvöl
Við stöndum frammi fyrir erfiðri en
óumflýjanlegri valkvöl. Á að stuðla að
miðlungs menntun fyrir alla, þar sem
óbreytt ástand helst og samtök háskóla-
nema rembast eins og rjúpa við staur að
vænka hag stofnunarinnar eftir smáskref-
um sem enginn hefúr tíma til að bíða eft-
ir, eða eigum við að leggja á skólagjöld,
og þar með greiða úr vanda Háskólans á
skilvirkana hátt. Um þetta hefúr verið
þagað of lengi, fylkingarnar innan Stúd-
entaráðs hafa hvorki haft vilja né þor til
að horfast í augu við staðreyndirnar og
taka á þeim með skilvirkum hætti. Tær
hafa dæmt sig úr leik með aðgerðaleysinu
og fyrir vikið þurfúm við öll að líða fyrir
það með menntun sem er ekki eins góð
og kostur er. Við háskólanemar erum að
missa af lestinni og það sem gæti breytt
þeirri þróun er álagning skólagjalda.
Þórhallur Ágústsson
Þeir sem vilja tjá skoðanir sínar geta sent blaðinu bréf á netfangið
floki@islandia.is. Lengd bréfa má vera allt að 2500 slög.
6 stúdentablaöið - mars ‘00