Stúdentablaðið - 01.03.2000, Side 16
Háskólinn er
gríðarlega
þýðingarmikil
stofnun
við Háskóla íslands. Hörður segir að mikla
áherslu eigi að leggja á að hafa alla kennslu í
Háskólanum mjög öfluga.
„Mér finnst eðlileg sú þróun að taka upp
mastersnám eins og gert er við margar
greinar hér við skólann. Ég er sannfærður
um að það sé rétt þróun. Ég er líka þeirrar
skoðunar að ákveðinn hluti þeirra sem
stunda mastersnám fái nám erlendis eða eigi
að hluta til kost á því að dvelja erlendis og
kynnast framandi skólum. Þá er ég ekki bara
að tala um það sem menn fá út úr háskólan-
um sjálfixm heldur það að menn læri að búa
erlendis og sjái að heimurinn er fjölbreyttari
en hann er ef aðeins er horft á hann héðan
af Melunum.“
Á kafi í féiagsmálunum
Félagsmálin voru mjög stór þáttur á náms-
árum Harðar. Hann varð fljótlega eftir að
hann hóf nám utanríkisritari Stúdentaráðs.
Hann varð einnig fyrsti launaði stárfsmaður
Stúdentaráðs árið 1959, í formannstíð Árna
Grétars Finnssonar. Starfið, sem var starf
framkvæmdastjóra, var hálfsdags starf og
fólst í því að reka almenna hagsmunabaráttu
auk þess að sjá um Bóksölu stúdenta. Áður
hafði rekstur Bóksölunnar verið í höndum
aðstoðarháskólaritara.
Á næstu árum var Hörður formaður
Stúdentaráðs auk þess sem hann sá um hót-
elrekstur á Nýja Garði og Gamla Garði í
þrjú sumur.
„Eftir að hafa eytt miklum tíma í félags-
mál fannst mér ástæða til að leita út fyrir
landsteinana eftir meiri menntun þótt ég
hefði lokið prófi með þokkalega viðunandi
árangri. Mér gafst kostur á Fulbright styrk
til náms í Bandaríkjunum og fór í MBA nám
í Warton School í University of Pensylvania
í Fíladelfiu.“
Hörður segir að erfitt hafi verið að bera
þessa tvo skóla saman.
„Það þurfti mikla vinnu og hörku til að
komast í gegnum námið í Bandaríkjunum
eftir að hafa verið í „huggulegheitunum“
heima á íslandi.“
„Varðhundar Háskólans"
í fyrra vakti umfjöllun Stúdentablaðsins um
nýtt Háskólaráð og þjóðlífsfulltrúana mikla
athygli. Ekki var það síst myndskreytingin
með höfði menntamálaráðherra á hundsbúk
og yfirskriftin Varðhundar Háskólans sem
vakti deilur.
„I’essi grein hefiir alveg farið fram hjá
mér. Það sitja tíu í ráðinu og þar hefur Rekt-
or mikið vægi. Þessir tveir aðilar sem koma
utan að eru þjóðlífsfulltrúar en ekki atvinnu-
lífsfulltrúar eins og stundum er sagt. Ég
vænti þess að hlutverk okkar sé að koma
með aðra sýn inn í Háskólaráð. Við höfiim
engin sérstök fyrirmæli og gefum ekki
skýrslu til menntamálaráðuneytisins. Við
berum ábyrgð, eins og ráðið í heild, gagn-
vart menntamálaráðuneytinu og ríkisendur-
skoðun.
Það truflar mig ekki að vera kallaður varð-
hundur eins eða neins. Mér finnst þetta
mjög áhugavert verkefni. Háskólinn er
mjög þýðingarmikil stofnun og ekki ólík fyr-
irtæki. Viðfangsefnið er að skilgreina hlut-
verk, marka stefnu og leiða út áherslur og
fylgja því eftir.“
Síðustu ár hefur Háskólinn verið gagn-
rýndur fyrir að vera ekki í nægu sambandi
við þjóðlífið og stundum verið kallaður
„fílabeinsturn fræðanna“. Hörður tekur
undir þessa gagnrýni.
„Mér hefur oft þótt hann vera langt í
burtu frá samfélaginu og atvinnulífinu. Ekki
það að hann hafi ekki gert góða hluti held-
ur tel ég að hann hefði getað gert margt
fleira. Ég held að Háskólinn hefði betur
komið til skila hve miklu máli hann skiptir.
Ég held að það sé að gerast núna. Öll þekk-
ing og menntun skiptir vaxandi máli og þá
kemur það af sjálfu sér. Háskólinn getur þó
gert betur og kannski miklu betur. Það
skiptir máli fyrir velvilja umhverfisins og þá
líka velvilja skattgreiðenda sem borga brús-
ann.“
Hörður segir að fjárhagsleg ábyrgð Há-
skólans sé meiri nú en áður þar sem hann
stýri því sjálfur hvernig fjármunum þeim er
varið sem hann fær ffá ríkinu.
„Það er mjög mikilvægt að þessir pening-
ar séu notaðir í samræmi við það sem skipt-
ir miklu máli fyrir samfélagið, Háskólann og
fólkið í honum.
Menn segja í umræðum að það sé sitt
hvort, Háskóli íslands og Háskólinn í
Singapúr: í Singapúr séu þrír stúdentar um
hverja tölvu en hér séu þeir þrjátíu. Nú get-
ur Háskóli íslands ráðið því sjálfur að ein-
hverju marki hve margir stúdentar séu um
hverja tölvu. Ef þetta er áhersluatriðið þá er
eðlilegt að flytja fjármagnið til tölvukaupa.
Ég er sannfærður um að eitt af því sem
Háskólinn leggur ekki nægilega áherslu á er
upplýsingatækni. Breytingar þar eru svo
óskaplega hraðar. Háskólinn hefur verið
brautryðjandi á því sviði með því að opna
Netið fyrir íslandi. Ég held að meiri íjár-
munum þurfi að verja í þessa þróun. Há-
skólinn þarf að gera betur og getur það.“
Skólagjöid
Háskólinn og Endurmenntunarstofnun hafa
kynnt áform um að bjóða upp á MBA nám
sem á að kosta á bilinu 1,2-1,4 milljónir
Hörður Sigurgestsson hefiir um árabil
verið með áhrifamestu mönnum í ís-
lensku atvinnulífi en hann er forstjóri
Eimskipafélags íslands og stjórnarformaður
Flugleiða. í fyrra settist Hörður í nýtt Há-
skólaráð sem annar tveggja þjóðlífsfulltrúa
sem skipaðir voru af menntamálaráðherra
samkvæmt nýjum lögum um Háskóla ís-
lands.
Hörður er ekki ókunnugur þessum slóð-
um, sat sjálfur í Stúdentaráði og gegndi þar
formennsku árin 1960-62.
Miklar breytingar
Hörður brautskráðist frá Viðskiptadeild árið
1966 ásamt tveimur öðrum nemendum. Ár-
ið áður höfðu tveir brautskráðst frá deild-
inni. Það eru því nokkuð breyttir tímar nú
því að í haust voru nýnemar í viðskiptafræði
um sexhundruð talsins.
„Þessi skóli hefur breyst afskaplega mik-
ið,“ segir Hörður. „Gerjunin var hafin þeg-
ar ég var við nám og upplifði ég eitt breyt-
ingatímabil og upphaf annars. Hið síðara
kemur í kjölfar þess að Ármann Snævarr
varð Háskólarektor. Hann var með mörg
járn í eldinum.
Stúdentar héldu upp á fimmtíu ára afmæli
Háskólans 1961 og að mínu mati urðu þá
mikil tímamót því að þá gekk í garð tímabil
sem leiddi til stefnubreytingar í menntakerf-
inu. Mikil áhersla var lögð á að fjölga þeim
sem stunduðu háskólanám og alvöru ffarn-
haldsnám.“
Verðum að forðast að verða heimskir
Hörður gegndi embætti formanns Stúd-
entaráðs óvenju lengi eða tvö ár. Ástæðan
var sú að verið var að breyta tímabilum. Þá
voru níu í Stúdentaráði en í dag eru stúd-
entaráðsliðar 22. Þess má geta að þeim var
fækkað umtalsvert fyrir nokkrum árum.
Þetta er ekki eina breytingin sem orðið hef-
ur á Háskólanum.
„Á þessum árum var skólinn lítið og rót-
gróið samfélag. Mikil áhersla var lögð á
húmanísk fræði. Skólinn hefur gjörbreyst og
er orðinn mun fjölbreyttari. Nú er hægt að
bera Háskólann saman við háskóla í údönd-
um sem sjálfsagt hefur ekki verið hægt á
þeim tíma. Umhverfið er því allt annað nú.
Háskólinn er gríðarlega þýðingarmikil
stofnun fyrir samfélagið. Ég held að við eig-
um háskóla sem eigi í fullu tré við hliðstæða
háskóla í okkar helstu samanburðarlöndum.
Við erum einnig þeir lukkunnar pamfilar að
eiga tiltölulega auðvelt með það að Ieita til
útlanda í nám og ffamhaldsnám sem ég tel
að skipti afskaplega miklu máli. Ég tel að
það sé mjög mikilvægt að sjá hlutina í stærra
samhengi og forða því að menn verði
heimskir í upphaflegri merkingu þess orðs;
að þeir sem heima sitji sjái ekki eins langt
fram fyrir nefið á sér.“
Á undanfbrnum árum hefur verið lögð
mikil áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms
16 stúdentablaðið - mars ‘00