Stúdentablaðið - 01.03.2000, Síða 18
Upphaf og markmið kennslukannana
við Háskóla íslands
Höskuldur Þráinsson prófessor skrifar
um kennslukannanin
Um daginn urðu nokkrar umræður á starfs-
mannaneti Háskólans um gagnsemi og eðli
þeirra kcnnslukannana sem nú eru gerðar
við Háskóla Islands. Þarna komu fram ýms-
ar athyglisverðar ábendingar og athuga-
semdir. Ég tók nokkurn þátt í þessum um-
ræðum og í framhaldi af því varð að ráði að
ég setti hér nokkur orð á blað um málið,
m.a. í sögulegu ljósi.
Upphaf kennslukannana við Háskóla ís-
lands
Veturinn 1967/68 voru stúdentar víða um
lönd farnir að gera kröfúr um meiri áhrif en
þeir höfðu áður haft á stjórn háskóla sinna
og alla starfsemi innan þeirra. Kosningar til
Stúdentaráðs Háskóla íslands fóru þá
þannig ffam að stúdentar í einstökum deild-
um kusu fúlltrúa í ráðið. Alls sátu 22 stúd-
entar í ráðinu og voru þeir kosnir til tveggja
ára, helmingur í einu. Deildirnar áttu ýmist
tvo eða fjóra fúlltrúa í ráðinu eftir fjölda
stúdenta í deildinni. Þennan vetur var stjórn
stúdentaráðs þannig skipuð:
Björn Bjarnason, jbrmaður (nú mennta-
málaráðherra)
Ólafur Oddsson, varaformaður og for-
maður utanríkismálanefndar (nú kenn-
ari við MR)
Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður
hagsmunanefndar (nú laknir)
Höskuldur Þráinsson, formaður mennta-
málanefndar (nú prófessor í Heimspeki-
deild)
Agnar Friðriksson, formaður fjárhags-
nefndar (nú viðskiptafr&ðingur)
Eins og lesendur sjá áreiðanlega strax
mátti búast við hverju sem var af stúdenta-
ráði með slíka stjórn. Formaður mennta-
málanefndar tekur líka talsvert upp í sig í
pistli í nóvemberhefti Vettvangs Stúdenta-
ráðs. I'ar segir hann svo ffá fúndi mennta-
málanefndar með formönnum deildarfélaga:
Á fundi þessum var mjöjg um það rœtt,
hve stúdentar eru lítils tnejjnugir jjagn-
vart hinum virðulejju þrófessorum. Má
telja ómöjjulejjt að koma fram réttnutri
ojj nauðsynlejjri jjajjnrýni á þessar vits-
munaverur. Þar virðast allajafna álitn-
ar einhvers konar heilajjar kýr, sem ekki
má blaka við, jafhskjótt ojj þar hafa öðl-
aztsín virðulejju embatti. Er alkunna, að
sumir þrófessorar komast upp með að
sinna kennslunni nasta lítið, búa sijj lítið
undir tímana ojj hafajafhveljgert sijj Uk-
lejja til að láta vélamenninjjuna leysa sijj
af hólmi, þejjar svo ber undir, að ekki sé
minnzt á vísindalejj rannsóknastörf. Éjj
tala nú ekki um tunjjlið. V/tri hujjsanlejjt
að heljja einn VETTVANG einhvers kon-
ar skoðanakönnun á starfsháttum pró-
fessora ojjheilbrijjðrijjajjnrýni áþá? Slík
jjajjnrýni £tti ekki að skaða neinn, ef hún
er jjerð á skynsamlejjan ojj heiðarlejjan
hátt, t.d. í einhvers konar könnunar-
formi. Slíkar kannanir eru þekktar við
bandaríska háskóla ojj jjerðar þar með
fullu samþykki skólayfirvaldanna. Hefur
menntamálanefhd undir höndum eina
slíka könnun. Hítlt er við, að trejjlejja
jjenjji að fá íslenzka skólastjórn til að
lejjjjja blessun sína yfir þess háttar jyrir-
uki. Hér eru allir svo óhóflejja hörunds-
sárir l slíkum stöðum. En hvernijj eijja
auminjjja þrófessorarnir að vita, hvað
stúdentum líkar vel ojj hvað illa í
kennsluháttum þeirra, ef það er alltaf
látið lijjjjja í þajjnarjjildi? Hlýtur þeim
ekki að vera hollt að fá vitneskju um slíka
hluti? Vant er að sjá, hvers vejjna maður
með hreina samvizku þarf að óttast slíka
jjajjnrýni.
Mér sýnist nú ýmislegt skynsamfegt í þess-
um skrifúm formanns menntamálanefndar
stúdentaráðs haustið 1967 þótt orðbragðið
sé dálítið glannalegt á köflum. I’að fór líka
svo að menntamálanefndin efndi til fýrstu
könnunar á kennsluháttum við Háskóla ís-
lands þennan vetur. í nefndinni sátu, auk
formanns:
Edda Björnsdóttir (síðar Uknir, nú látin)
Kristín Blöndal (síðar kennari, núlátin)
Páll Jensson (nú prófessor í Verkjrœði-
deild)
Gylfi Knudsen (nú löjjfrœðinjjur)
Mig minnir að við Páll höfúm átt mestan
þátt í því að gera könnunina. í flestum til-
vikum virðist hafa verið boðið upp á þrjá
svarmöguleika (til dæmis góð(ur) / í meðal-
lagi / slæm(ur) eða þá mikið / í meðallagi
/ lítið) og spurt var um þessi atriði:
1. Þekkinjj kennara.
2. Kennsluh&ttir ojj kennsluaðferðir
kennara.
3. Undirbúninjjur kennara undir
tíma.
4. Hversu mikið er upp úr tímasókn að
hafa?
5. H&fni kennara til útskýrinjja.
6. Hítfni kennara til að jjera jjreinar-
mun á aðalatriðum ojj aukaatriðum.
7. Hversu vel notfisrir kennari sér ýmis
kennsluuki ojj -ukni (töflur, myndir,
fjölrit, o.s.frv.).
8. Hœjhi kennara til að halda áhujja
nemenda vakandi eða vekja þá til um-
hujjsunar um ejhið.
9. Hversu áheyrilejjur er kennari?
10. Hversu jjamansamur ojjfyndinn er
kennari?
11. Hversufrumlejjurojjhujjmyndarik-
ur er kennari?
12. Hvernijj er tilsöjjn kennara í jrœði-
lejjum vinnubröjjðum ojj sjálfst&ðum at-
hujjunum?
13. Hvernijj er að leita til kennara ut-
an kennslustunda?
14. Hversu vel sinnir kennari vísinda-
ojj rannsóknastörfum?
15. Heildareinkunn kennarans.
16. Athujjasemdir.
Þessi könnun var gerð meðal þeirra nem-
enda sem voru í námi í íslenskum ffxðum
samkvæmt eldra skipulagi. Nemendur á
þessu stigi voru þá rúmlega 20 en kcnnar-
arnir sem könnunin beindist að voru alls 6.
Þeir hafa nú allir hætt störfúm við Háskól-
ann fýrir aldurssakir. Niðurstöðurnar voru
svo birtar í Vettvangi Stúdentaráðs í nafni
menntamálanefndar undir fýrirsögninni
„Prófessorakönnun I“. Ritstjóri og ábyrgð-
armaður blaðsins var menntamálanefndar-
maðurinn Gylfi Knudsen.
Viðtökur og reynsla af fyrstu könnuninni
Eins og nærri má geta olli þetta tiltæki
nokkru fjaðrafoki. Blaðið lá frammi í Aðal-
byggingu Háskólans (mestur hluti kennslu
við Háskólann fór þá fram þar) og höfðum
við í menntamálanefndinni ekki undan að
bæta fleiri eintökum á dreifingarstaðina,
hvernig sem á því stóð. í formála að niður-
stöðunum kemur fram að menntamála-
nefndin vonaðist til þess að hófsamleg gagn-
rýni gæti e.t.v. „stuðlað að bættum kennslu-
aðferðum og veitt prófessorum dálítið að-
hald.“ Hins vegar kom fram að nefndin
hafði verið nokkuð uggandi um það hvern-
ig til tækist og í formálanum segir m.a.:
Þar sem prófessorar hafa alls ekki átt
neinni jjajjnrýni að venjast frá stúdent-
um,jj<etu þeir eftil vill tekið þetta óstinnt
upp ojj jafnvel talið að um persónulejjar
árásir v£ri að rœða, ef ekki vœri farið
g&tilejja i sakirnar. Auk þess gat vel átt
sér stað, að stiídentum v&ri orðið svo
sþrengmál að koma áframfiri einhverri
gagnrýni á l&rifeðurna, að hún brytist út
í róttiekari mynd en réttm<ett v<eri. Það er
því lifsnauðsyn — eða því sem n<est — að
stúdentar svari spurningum um prófess-
ora sína af sanngirni og eftir beztu vit-
und. Annars tekur enginn mark á nið-
urstöðunum. í annan stað verða prófess-
orar að vera minnugir þess, að etlun
stúdenta er alls ekki að hefja upp róg og
níð. Efþetta hvort tveggja er tryggt, get-
ur gagnrýnin orðið til bóta.
Ég veit að sumir kennaranna tóku niður-
stöðurnar nærri sér, þrátt fýrir þessi varnað-
arorð, enda komu kennararnir misvel út úr
könnuninni eins og vænta mátti. Eftir á að
hyggja hefði kannski verið hægt að beina
spurningunum meira að kennslunni og
námsefninu og minna að kennurunum sjálf-
um. Það var þó ekki eins auðvelt og nú er
vegna þess að kennslunni á þessu stigi var
ekki skipt niður í mörg afmörkuð námskeið
á sama hátt og síðar varð. Auk þess verður
að minnast þess að könnunin hefúr sjálfsagt
verið liður í því almenna andófi stúdenta
sem þarna var að hefjast og oft hefúr verið
kennt við árið 1968. Það á þá bæði við um
okkur sem stóðum fýrir könnuninni og þá
sem tóku þátt í henni. En okkur þótti þó
traustvekjandi að sá kennari sem fékk hvað
besta útkomu fýrir einstakar spurningar, og
sömuleiðis ágætiseinkunn fýrir kennsluna í
heild, fékk ýmsar neikvæðar athugasemdir í
síðasta liðnum. Þar kom t.d. fram að mörg-
um þótti þessi prófessor „stífúr og ósveigj-
anlegur í kröfúgerð og samband hans við
nemendur mætti vera betra“. Þetta túlkuð-
um við sem vísbendingu um það að nem-
endurnir hefðu ekki litið á þessa könnun
sem einfalda vinsældakosningu heldur hefðu
þeir tekið spurningarnar alvarlega og látið
kennara njóta sannmælis þótt persónulcgt
samband þeirra við þá væri ekki alltaf sér-
staklega náið eða vinsamlegt.
Því miður varð ekki skipulagt ffamhald á
þessum kennslukönnunum á næstu árum.
Þó er hugsanlegt að þessi könnun hafi veitt
kennurum í öðrum deildum nokkurt aðhald
af því að í Vettvangi Stúdentaráðs var boðað
að kannanir af þessu tagi ættu að verða fast-
ur liður í starfsemi menntamálanefndar
ráðsins þannig að þær næðu smám saman til
allra deilda.
Um kennslukannanir almennt
Ég held ég hafi aldrei tekið sjálfúr þátt í
kennslukönnun við Háskóla íslands sem
nemandi. Ég tók hins vegar þátt í svipuðum
könnunum þegar ég var við nám í Banda-
ríkjunum. Þar var einkum könnuð kennsla í
námskeiðum ætluðum B.A.- og B.S.-nem-
endum og niðurstöðurnar birtar í sérstakri
bók. Hugmyndin var sú að nemendur gætu
haft þessa bók til hliðsjónar við val á nám-
skeiðum, en kennararnir fengu líka eintak af
henni til skoðunar, auk þess sem þeir fengu
sendar niðurstöður úr sínum eigin nám-
skeiðum. Síðasta árið sem ég var þar við
nám sá ég um kennslu á einu námskeiði
ásamt öðrum doktorsnema og niðurstöð-
urnar birtust í bókinni. Útkoman varð nú
ekkert sérstaklega góð, minnir mig. T.d.
man ég eftir athugasemd um „uninteresting
presentation of the material“.
Þegar ég kenndi svo síðar við sama skóla
sem gistiprófessor í nokkur ár voru yfirleitt
birtar niðurstöður um einhver þeirra nám-
skeiða sem ég kenndi. Þá fékk maður niður-
stöðurnar um eigin námskeið sendar, m.a.
allar athugasemdir frá nemendum. Formið á
framsetningu niðurstaðnanna var svipað og
tíðkast hefúr við Háskóla íslands að undan-
förnu, þannig að maður gat borið sig saman
við meðaltal kennara og námskeiða í skor-
inni og deildinni. Auk þess fékk maður ein-
tak af bókinni sent síðar og þar mátti finna
tölulegar niðurstöður uni öll námskeið sem
höfðu verið könnuð við skólann það ár (eða
misseri), auk nokkurs konar útdráttar úr at-
hugasemdum nemenda við hvert námskeið.
Það er vandasamt að staðla spurninga-
form fýrir kennslumat þannig að öllum líki.
Til að bæta úr göllum getur kennari verið
með viðbótarspurningar um tiltekin atriði
scm hann vill kanna sérstaklega. í heild tel
ég verulegt gagn að þessum könnunum eins
og þær eru, þótt fýrir komi að maður átti sig
ekki alveg á niðurstöðunum. Auðvitað finn-
ur maður oftast hvernig kennslan gengur,
en samt koma yfirleitt fram gagnlegar at-
hugasemdir og ábendingar frá nemendum.
Tölfræðina má svo hafa til hliðsjónar. Þetta
gefúr okkur kennurunum ákveðið aðhald,
ekki síst ef skorarformaður fær niðurstöð-
urnar til skoðunar líka eins og tíðkast hefúr,
a.m.k. stundum. Ef niðurstöðurnar væru
birtar á bók á hverju vori eða hausti, yrði að-
haldið ennþá meira fýrir okkur kennarana
og niðurstöðurnar gætu kannski verið til
leiðbeiningar fýrir nemendur við nám-
skeiðaval. En það er hætt við að mörgum
þyki það of róttækt. Það eru nú ekki allir
eins róttækir og stúdentaráð Björns Bjarna-
sonar var!
18 stúdentablaðið - mars ‘00