Stúdentablaðið - 01.03.2000, Page 30
>
Arið 1907 kynnti Alois Alzheimer hrörnunarsjúkdóminn, sem Emil Kraeplin kenndi
síðar við hann, fyrir heiminum. Alzheimer hélt mjög nákvæmar skýrslur um sjúklinga
sína , hvernig einkenni birtust og þróuðust og eftir andlát þeirra framkvæmdi hann
krufningu sem sýndu breytingar í heila sem enn er byggt á við sjúkdómsgreiningu. Orsök-
in fýrir sjúkdómnum er ekki fúndin en ástæða hans getur verið erfðafræðileg en fúndist hafa
fjögur afbrigði af skemmdum genum sem orsaka sjúkdóminn. Þrjú afbrigðin hafa þau áhrif
að sjúkdómurinn lætur til sín taka ffekar snemma og orsaka beinlínis sjúkdóminn en það
fjórða (ApoE-4) er svokaUað áhættugen sem eykur mjög líkurnar á sjúkdómnum. Engin tril-
felli eru þekkt hér á landi þar sem fýrstu þrjár genabreytingarnar eru orsakavaldar en áhættu-
genið er jafh algengt hér og í nágrannalöndunum. Ástæða 90%
sjúkdómstilfella er óþekkt.
Tvö form sjúkdómsins
Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landspítalanum Landakoti og
stundakennari við Háskóla íslands, er einn helsti sérffæðingur
landsins á sviði þessa skelfilega hrörnunarsjúkdóms. Hann segir erf-
iðara að hagnýta ættartré og sögu um sjúkdóma sem byrja svo seint
á ævinni. Þá séu svo margir aðrir þættir sem valdi minnisskerðingu.
Sjúkdómurinn þróast stundum hratt og getur það tekið fjögur ár að
glata grundvallarhæfileikum eins og því að geta gengið. Form sjúk-
dómsins eru tvö, annars vegar það sem byrjar oftast fýrir 75 ára ald-
ur og felst í skertu minni, mál- og verkstoli, hins vegar elliformið
sem er meira góðkynja og felst nær eingöngu í skertu minni. Al-
gengasti dauðdaginn er lungnabólga vegna þess að á síðustu stigi
sjúkdómsins skerðist kynging og sjúklingum svelgist því sífellt á .
Að sögn Jóns er heilabilun (kölkun) eldra fólks oftast Alzheimer,
en æðakölkun er orsök 15-20% tilfella.
„Þumalsfmgurrcglan er að 2% 65 ára fólks sé með heilabilun en
hlutfallið tvöfaldast á hveijum fimm árum ffam að 85 ára aldri þeg-
ar um 30% alira eru með einkenni heilabilunar."
Konum hættara við að fá sjúkdóminn
Jón segir að meiri líkindi séu þannig á því á að fá Alzheimer eftir því
sem aldurinn færist yfir. Algengara er að konur fái Alzheimer en
karlar og deilt er um hver áhættan er af höfúðáverkum. Fólki sem
þjáist af sjúkdómnum hefúr fjölgað síðustu ár en ástæðan felst ekki
í auknu hlutfalli heldur því að eldra fólki hefúr fjölgað verulega.
Mismunandi einkenni
Helstu einkenni Alzheimer sjúkdómsins eru skert minni. Það er ekki bara skammu'maminn-
ið sem skerðist heldur einnig sá hluti minnisins sem geymir upplýsingar um aldur barna,
nöfn og fleira þess háttar.
„Fólk getur fúndið fýrir breytingum á máli og átt erfitt með að finna réttu orðin. Það get-
ur orðið erfitt að ffamkvæma einfoldustu verkcfni eins og að hneppa skyrtu. Einkenni eru
mismunandi milli einstaklinga. Sum einkenni geta verið mjög áberandi hjá einum en nánast
óséð í öðrum.“
Heilarýrnun
Eftir uppgötvun Alzheimers árið 1907 minnkaði áhugi og rannsóknir á sjúkdómnum.
„Næstu fimmtíu árin var almennt talið að um sjaldgæfan sjúkdóm hjá miðaldra fólkiværi
að ræða ,“ segir Jón. „Rannsóknir hófúst að einhverju marki á sjötta áratugnum en árið
1975 komst verlegur skriður á rannsóknirnar. Þá var sýnt ffam á að ekki er einungis um al-
menna hrörnun að ræða heldur rýrna taugaffumur í kólvirku kerfi heilans sérstaklega og
tengingar við aðrar frumur minnka verulega í allt að 1% af því sem
fýrir var.“
Þau svæði sem rýrna eru yfirleitt djúpt í gagnaugalöppum eða aft-
ar í hvirfillöppum. Stundum teygist rýrnunin í ffamheilann. Rýrni
hnakkalappar á fólk off í erfiðleikum með sjónskynjun.
Hörð barátta
Jón segir að upphaflega hafi það einkum verið taugasjúkdómalækn-
ar og geðlæknar sem sáu um meðferð Alzheimer sjúklinga og báru
uppi greiningarvinnu.
„Öldrunarlæknar hafa tekið meira við síðustu árin. Við höfúm
annað vinnulag og byggjum meðferðina meira á teymisvinnu ólíkra
fagstétta. Það hentar betur í baráttunni við vandamál sjúklinganna.“
Baráttan við Alzheimer er hörð en Jón segir að nú séu komin lyf
sem dragi úr ffamgangi sjúkdómsins. Stór hluti meðferðarinnar sé að
sjá til þess að lífsgæði sjúklinganna séu meiri en þau væru án með-
ferðar.
„Alzheimer er sjúkdómur sem leggst á alla fjölskylduna og allir
verða að takast á við. Sjúklingar eru sjaldnast meðvitaðir um sjúk-
dóminn eða neita því oft út á við. Geðræn einkenni eins og kvíði og
þunglyndi eru einnig algengari hjá Alzheimer sjúklingum en öðrum.
Umgengni við aðra minnkar yfirleitt stórlega. Oft hætta vinir og
kunningjar að hafa samband og kjarnafjölskyldan stendur ein cftir
með sjúklingnum. Það getur reynt verulega á aðstandendur."
Vonir um ný lyf
Þegar kemur að lækningu segir Jón að mestar vonir séu bundnar við
það að koma í veg fýrir sértækar útfellingar í heilanum.
„Menn vita hvaða efni falla út og hvernig. Hjá Alzheimersjúklingum falla próteinsameind-
ir út í stað þess að leysast upp. Á síðasta ári hafa menn skilgreint efnin sem stjórna klofningi
þessara próteinsambanda og vonast til að geta þróað lyf sem hamla virkni þessara efna og
koma þannig í veg fýrir útfellingar."
Sigtryggur Magnason
H0RFIN TIÐ
FF 2 stórir
‘öllarar
BÍP* kr700
eða stór ‘ öllari’’ pq
‘úlfur’’ á 500 kr.
LETTOL