Stúdentablaðið - 01.03.2000, Side 32
Eru aðferðir SHI í
hagsmunabaráttu stúdenta
nægilega árangursríkar?
Röskva
Já. Stúdentaráð hefur að fnimkvæði Röskvu
náð miklum árangri með þeim baráttuað-
ferðum sem notaðar hafa verið. Baráttuað-
ferðimar hafa veríð margvíslegar, en fyrst
og fremst hafa þær byggst á málefnalegum
og rökstuddum málflutningi jafnt innan Há-
skólans sem utan, auk þess sem Stúdenta-
ráð hefur sýnt hörku í baráttunni fýrir betri
hag okkar stúdenta.
Þetta eru aðferðir sem skilað hafa umbót-
um á Lánasjóði íslenskra námsmanna,
lengri opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar,
auknum fjárframlögum til Háskóla íslands
og svo mætti lengi telja. Þessum baráttuað-
ferðum hefur Stúdentaráð beitt með
Röskvu í fararbroddi og hafa stúdentar
stutt þær með því að kjósa Röskvu í meiri-
hluta síðastliðin 10 ár. Við stúdentar þurf-
um að láta í okkar heyra og halda okkar
kröfum fast á lofti. Þannig náum við ár-
angri.
Vaka
Hagsmunabaráttu er aðeins hægt að dæma
út frá því hvort hún skili árangri eður ei.
Vaka telur að árangurinn sé best mældur
með því að líta á raunverulega stöðu mála
og bera hana saman við æskilega stöðu
þeirra. Stúdentaráð verður að hafa frum-
kvæði af því að tryggja að Háskóli íslands
sé í fararbroddi og það er mikilvasgt að for-
ysta stúdenta geri sér grein fyrir að mikil-
vægast þátturinn í hagsmunabaráttunni
snýr að gæðum námsins og framþróun há-
skólasamfélagsins. Af því hefur meirihluti
Röskvu gert of Iftið. Það er vonandi að
breyting verði til batnaðar og að nýkjörinn
forysta Stúdentaráðs endurskoði forgangs-
röðun sína með það að leiðarijósi að tiyggja
veg Háskóla íslands í vísindasamfélagin.
Það er stúdentum mikilvægast þegar til
langs ta'ma er litið.
Komdu nær í Þjóðleikhúsinu:
Biðukollur bannaðar
DAN: Halló
LARRT: h&
DAN: Hvað segirðu
LARRT: fint
DAN: kemurðu ofi hingað?
LARRT: ?
DAN: Netið
LARRT: lsta skipti
DAN: Hrein mey. Velkomin: Hvað heitirðu?
LARRT: Larry. Þú?
DAN: Anna
LARRT: Gaman að hitta þig
DAN: Ég er sjúk í stinnan BÖLL
LARRT: þú ert mjög hreinskilin
DAN: Þetta er klámsíða. Viltu kynlíf?
LARRT: já. lýstu þér
DAN: dökkharð klxmin söguleg brjóst
LARRT: skilgreindu söguleg
DAN: 36 DD
LARRT: Flottur rass?
DAN: já. Þessa dráttarvél vantar smurn-
ingu frá þér
LARRT: sama hér
DAN: Mig langar að sjúga þig sundur og
saman
LARRT: gjörðu svo vel
DAN: Farðu í mínar blautu nerbuxur
LARRT: OK
DAN: Stórt undir?
LARRT: 22,5 km
(leiðréttir) 22,5 cm
DAN: TAKTUHANN ÚT
Tcxtinn hér að ofan gefur ekki rétta mynd
af verkinu Komdu nær eftir Patrick Marber
sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar
mundir. Textinn hér að
ofan er engu að síður úr
verkinu og er mikilvægur
fyrir ffamvindu þess, skipt-
ir sköpum. Samtal Larrys
og Dans á irkinu verður til
þess að Larry hittir Önnu
á umsömdum stað. Upp
úf því verður til samband.
Ég skrifa „samband" því
erfitt er að tala um ást í
tengslum við Komdu nær
sem er þrungið ofbeldis-
fullum tilfmningum sem
tjáðar eru með orðum og
æði sem flestir þekkja en
forðast að nota.
Komdu nær fjallar um
samskipti karla og kvenna
í nútímanum. Ungur höf-
undur dregur kynslóð sína
fram úr skugganum og
sýnir líf hennar í raunsæju
verki. Komdu nær er ótrú-
lega fýndið á nöturlegan hátt. Pað er engu
líkara en höfúndurinn hati persónur sínar,
allar nema eina. Pað er Alice sem leikin er af
Brynhildi Guðjónsdóttur. Samúð höfúndar
og þar af leiðandi áhorfanda er með henni;
konunni sem ákveður að verða ástfangin af
rétta manninum, Dan, sem leikinn er af
Baltasar Kormáki.
ALICE: Þetta er heimskulegasti frasi í ver-
öldinni. Jíg varð ástfangin. “ Eins og maður
cigi engra kosta völ. Það er augnablik, það
kemur alltaf augnablik sem maðurgetur lát-
ið undan eða staðist. Ég veit ekki hven&r þitt
augnablik átti sér stað en ég þori að veðja að
það var til staðar.
ANNA: fá, það var til staðar.
ALICE: Þú varðst ekki ástfangin, þú lést
undan freistingunni.
ANNA: En þú varðst ástfangin afhonum.
ALICE: Nei, ég valdi hann. Ég leit ofan í
skjalatöskuna hans og fann... samlokuna
hans... og ég hugsaði, ég &tla að beina allri
minni ást til heillandi manns sem sker
skorpuna af brauðinu sínu. Ég varð ekki ást-
fangin, ég ákvað að verða það.
Þetta viðhorf Alice reynist henni þó ekki
heilladrjúgt. Val hennar er byggt á sandi eins
og kemur fram í samtali Dans og Önnu
seint í verkinu.
DAN: Hún sapðist hafa orðið ástfangin af
mér afþví að ég skar skorpurnar af... en það
var bara... það var bara þennan dag... afþví
að brauðið molnaði í höndunum á mér....
Kannski boðskapur verksins sé einmitt sá
að við ráðum ekkert við lífið.
Uppbygging verksins er markviss og leið-
ir að niðurstöðu sem er að sumu leyti óvænt
og „öppdeitar“ verkið í huga áhorfandans
og breytir því. Alice tapar; hversdagshetjan
sem ætlaði sér að láta draum sinn um ham-
ingju rætast með því að gefa frá sér sjálfið og
eigið stolt. Hún fórnaði sér fýrir sambandið
(samt ekki á þann klisjukennda hátt sem við
eigum að venjast).
Einhvers staðar sá ég í gagnrýni (sem
sumir gagnrýnendur hugsa sem eins konar
minningargreinar) að ritara hennar þætti
ekki mikið koma til texta verksins. í sjálfú
sér má taka undir það að hann er ekki það
sem almennt er tahð í leiksögunni að sé
stórkostlegur texti. Hið undarlega er þó að
af þessum texta, fúllum af klúrum orðum,
ofbeldi og tilfinningum, fæðast persónur
sem eru sannar á raunsæislegan hátt. Gæði
verksins felast í því að leikhúsið losnar við
þann upphafna framandlega blæ sem oft er
yfirþyrmandi og margir héldu að væri ekki
hægt að losna undan. Patrick Marber tekst
með aðstoð þýðandans Hávars Sigurjóns-
sonar að skila heilli kynslóð á sviðið án þess
að hún verði fýrir strætó fúllum af róman-
tískum ídeum. Þó er umhugsunarvert hvort
ekki hefði verið nærtækara að þýða heiti sýn-
ingarinnar Closer, einfaldlega sem Nær en
ekki Komdu nær. Það er enginn boðháttur
fólginn í sýningunni sjálfri, áhorfandinn er
einungis staddur Nær persónunni að eigin
ósk. Persónurnar myndu líklega vilja vera án
þess.
Það er ánægjulegt að þessi sýning var sett
á Stóra svið Þjóðleikhússins þrátt fýrir að
persónur verksins séu aðeins fjórar. Það er
skemmtilegt til þess að hugsa að Komdu
nær var firumsýnt næst á eftir Gullna hliðinu.
Persónur verksins eru túlkaðar af fjórum
leikurum: Baltasar Kormáki, Brynhildi Guð-
jónsdóttur, Elvu Ósk Ólafsdóttur og Ingvari
E. Sigurðssyni. Öll standa þau sig vel.
Baltasar leikur Dan, misheppnaðan rithöf-
und sem skrifar minningargreinar. Túlkunin
er mjög trúverðug og bráðfýndin á köflum
þar sem hann hengslast um tilveru sína. Elva
Ósk Ólafsdóttir er blátt áfram og sjarmer-
andi sem Anna, þroskaðasta persóna verks-
ins og kannski sú „eðlilegasta“. Ingvar E.
Sigurðsson leikur Larry, unga lækninn.
Ingvar er magnaður í sýningunni og sýnir
sínar bestu hliðar.
Ahce er leikin af Brynhildi Guðjónsdóttur
sem er ný í leikarahópi Þjóðleikhússins.
Fyrsta hlutverk hennar hjá
leikhúsinu var í RENT
sem sýnt var í Loftkastal-
anum. Hún lcikur cinnig í
Krítarhringnum í
Kákasus. Brynhildur er
ffábær í þessari sýningu
og gerir Alice að dýrlingi
sem deyr (þrátt) fýrir ást-
ina.
Öll tæknileg útfærsla og
hönnun sýningarinnar er
góð. Leikmynd og bún-
ingar eru í höndurn
Helgu I. Stefánsdóttur.
Leikmyndin er skemmti-
lega útfærð og með lýs-
ingu Páls Rangarssonar
undirstrikar hún líðan
persónanna án þess að
vera uppáþrengjandi.
Við lestur Komdu nær
sést að uppfærsla Guðjóns
Pedersen þræðir hárfína línu milli yfirborðs-
mennsku og klúrheita. Það er ekkert í þess-
ari sýningu sem ætti að ganga fram af ungu
fólki sem hefúr lesið dagblöð og tímarit síð-
ustu fimm árin og hefúr ekki gengið í sér-
trúarsöfnuð. Verkið er aftur á móti hugvekj-
andi fýrir þá sök að það gengur nærri manni.
Það cr skiljanlegt að sýningin sé bönnuð
innan tólf ára en það mætti kannski benda
fólki sem er komið af léttasta skeiðinu, og
hvers blygðunarkennd þjáist af kalkskorti, á
að leita annað: Biðukollur eru bannaðar.
Sigtryggur Magnason
\linkonur l (>(í&u 03 stríiu
Hvjfa tí(j4nji 4 fsettg gj þjón*, J'óna?
jfóna systír er ftessi hvertvlsn tyf>« senr htijsnr hlutinn ekki ntítfi ti(
enda.
hiíl
Hún (ét sreein hnéskeljnrnnr í hrjóstín pesnr ketrnstinn hennnr
snðiistvern hrifinn fi stinmnt hrjóstvnr.
32 stúdentablaöið - mars ‘00