Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Side 34

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Side 34
t t „Það er ekki mikill jarðartími - við verðum að vinna“ Vísindakirkja L. Rons Hubbard í gær höfðum við kannski ráð á hagnýtingu fávísinnar í þágu ímyndaðs ávinnings. í gær var íhugun um hugann og dómgreind- ina kannski nokkuð sem stundað var á sumarkvöldi. Kannski höfðu sum okkar á þeirn sama gærdegi ráð á ábyrgðarleysi og hatri. En það var í gær. í dag er hægt að refsa mönnum fyrir hagnýtingu fá- viskunnar, viðvaningsleg viðhorf gagnvart þeirri þekkingu sem til er, höfnun þess að vera ábyrgur hluti mannkynsins, með þrumugný vetnissprengjunnar því að menn sem skorti vit og samskiptahæfni fundu ekki betri lausnir. L. Ron Hubbard Agangi um Washingtonborg haustið 1998 vakti athygh mína við Connect- icut Avenue vandað múrsteinshús, stór kumbaldi mcð steindum gluggum. Fyr- ir ofan dyrnar var skilti - Church of Sci- • entology. Á litlum platta við dyrnar var greint frá því að þessi Vísindakirkja hefði verið sú fýrsta af mörgum í heiminum. í orðinu vísindakirkja býr leitín og trúin. Mér þótti á þeim tíma ekki skrýtið að fólk halli sér að kirkju vísindanna og þekkingar- leitarinnar. Það var þó txpast réttur skiln- ingur. I’ekkingarlcit fer ekki fram nema með sjálfsskoðun og sjálfsgagnrýni og líkt og með margar stofnanir í kringum almættí heimsins hefúr Vísindakirkjan ekki áhuga á gagnrýninni sjálfsskoðun - sannleikurinn er fúndinn. Einu kynni mín af Vísindakirkjunni á þessum tíma voru fféttír af stórstjörnum í söfnuði hennar, John Travolta, Tom Cruisc og fleirum. Einnig höfðu f'jóðverjar að mati Vísindakirkjunnar sýnt fádæma fasisma með því að neita því að skrá kirkjuna sem trúfé- lag. •> 34 stúdentablaðið - mars ‘00 Forvitnin var sterk og innan skamms stóð ég á tröppunum og freistaði inngöngu. Vís- indakirkjan í Washingtonborg var ekki eins og þær kirkjur sem við eigum að venjast á íslandi. Frá innganginum var gengið upp nokkrar tröppur og í móttöku ekki ósvipað hótelmóttöku. Þar var enginn en fljótlega stcig kona fram úr hliðarherbergi. Ffún var sérkennileg útlits og mér leið eins og ég hefði gcngið inn í Polanski mynd. Konan var um fertugt; lágvaxin hokin með sítt hár augun biðu átekta í augntóftunum. Á tuttugu mínútum leiddi hún mig um alla bygginguna. Sýndi mér herbergi stof- andans, L. Rons Flubbard, með marga hillumetra af bókum hans, grænum, rauð- um, bláum. Uti í horni var E-mælirinn. Tæki scm Hubbard fann upp og mælir hug- arástand fólks og finnur þau svæði hugans sem þjást af andlegu ójafnvægi. Hún sagði frá xvistarfi meistarans eins og sönnum læri- svcini sæmdi, hvernig hann hafði breytt lífi milljóna manna um allan heim. „Þú þarft ekki að trúa á Guð,“ sagði hún, „þú getur trúað því sem þú vilt. Við trúum á anda sem gctur samrýmst öllum trúarbrögðum.“ Það mcrkilegasta við kirkjuna var án efa fjarvera Krists. Salurinn var óvenjulegur en gamlir óþægilegir kirkjubekkir voru víðs fjarri; salurinn var prýddur óendanlega þægilegum leðursófasettum. Stór steindur gluggi gaf einu vísbendinguna um að bygg- ingin væri kirkja. Altatístaflan var ekki hefð- bundin. Stór frístandandi mynd af L. Ron Hubbard. Ég komst ekki út á götu aftur fýrr en ég hafði fjárfest í bók sem átti að leiða mig til betra lífs. Skáldsagnahöfundurinn Vísindakirkjan eða. The Church of Sci- entology er líklega eitt umdeildasta fýrirbær- ið í trúarbrögðum nútímans. Upphafsmaður kirkjunnar er L. Ron Hubbard, fúllu nafni Lafayette Ronald Hubbard sem fæddist í Nebraska, 13. mars 1911. Hann lést 24. janúar 1986 í Kaliforníu. Hubbard var vel þckktur skáldsagnahöf- undur en þekktastur var hann fýrir vísinda- skáldsögur sínar. Árið 1950 gaf hann út bókina Dianetics: The Modern Science of Mental Health. Upp frá því varð hann hel- tekinn af Dianetics og Scientology og kom á fót kirkjum, stofnunum og skólum víða um Bandaríkin. Fyrsta kirkjan sem hann stofnaði var í Washington DC. Sumir vilja meina að hann hafi cinungis hugsað kirkjuna sem skálka- skjól tíl að losna undan sköttum og á Hubb- ard að hafa gantast með það á sínum tíma. Ástæðan fýrir því uppþotí sem varð vegna þýskra stjórnvalda var vegna skilgreiningar- innar sem kirkju og þar af leiðandi skattfrels- is. Þýsk stjórnvöld vildu ekki viðurkenna að um trúfélag væri að ræða. Dale Kristur Carnegie Scientology er notuð við starfsmannastjórn- un í Bandaríkjunum en fræðin ganga út á það að fólk slípi persónu sína til þcss að ná betri árangri í lífi og starfi. Kannski mættí ímynda sér að L. Ron Hubbard væri af læri- sveinum sínum álitínn nútíma Kristur með MBA nám og námskeiðaröð Dales Carneg- ie að baki.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.