Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Side 37

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Side 37
i Atvinnumiðstöðin aðstoðar stúdenta við að búa sig undir framtíðina Framadagar Háskóla íslands voru haldnir í Háskólabíói dagana 29. febrúar - 3. mars. Að venju var hápunktur daganna kynning um 40 fyrirtækja sem haldin var síðasta dag- inn og var mjög vel sótt. Að þessu sinni var sú breyting á að Atvinnu- miðstöðin tók þátt í þeirri þjónustu sem veitt var á dögunum. Fyrir- tækjum bauðst aðstaða til viðtala auk aðstoðar við yíirferð umsókna. Stúd- entum var boðið að út- búa sitt eigið náms- og starfsferilsyfirlit með að- stoð starfsmanna At- vinnumiðstöðvarinnar og ráðgjöf um atvinnuleit hjá ráðgjöfum Pricewa- terhouseCoopers. Atvinnumiðstöðin kynnti starfsemi sína og þjónustu á dögunum á sameiginlegum hádegis- fyrirlestri hennar og Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers þann 29. febrúar. Efni dagsins var atvinnuleitin í allri sinni dýrð, hvernig á að gera umsókn, bera sig að í viðtali og leita að rétta starfinu. Fjörugar umræður sköpuðust og greinilegt var á þeim sem sóttu fyrirlesturinn að þörf var á sh'kri umræðu. Að fyrirlestrinum lokn- um var stúdentum boðið að koma í ráðgjöf til ráðningarfúlltrúa PwC, sem einnig var í boði miðvikudaginn 1. mars og fimmtudaginn 2. mars. Stúdentar tóku þessari þjónustu fagn- andi og ráðgjafatímarnir fylltust strax. Miðvikudaginn 1. mars stormuðu starfs- menn Atvinnumiðstöðvarinnar með tölvur og prentara í bíóið og stilltu góssinu upp. Stundvíslega kl. 10 var búið að raða á borð- ið þremur tölvum, prentara, stafrænni myndavél og dreifiefni með hugmyndum að náms- og starfsferilsyfirlitum. Petta vakti, eins og búast mátti við, athygli stúdenta sem skokkuðu úr nærliggjandi fyrirlestrasölum í leit að kaffi og með því. Fyrstu klukkustund- irnar var meira spurt og hirt af kynningar- efni en aðhafst. Á endanum gerðist fyrsti stúdentínn hugrakkur og prófaði græjurnar. Honum var gefið færi á að velja á milli þriggja tegunda af náms- og starfsferilsyfir- litum og gat síðan fyllt eigin ævi inn á hið valda yfirlit. Stúdentínum var síðan stillt upp við vegg, smellt af honum mynd sem tókst bærilega, hún síðan leidd í gegnurn undur tölvuheimsins inn á yfirht- ið sem hann hafði fyllt samviskusamlega út og var þá fullbúið curriculum vitae, eins og náms- og starfsferilsyfirlitið er oft kaliað. Að sjálfsögðu var stúdentínn ekki rukkaður fyrir viðvikið ffekar en þeir sem á eftir komu, nema þeir sem vildu fá gögnin vistuð á tölvudiskling. Skemmst er frá að segja að hinn hugrakki stúdent varð ekki einn um að nýta sér þessa þjónustu hcldur urðu þeir um 100. Sams- konar uppsetning var í há- skólabíói fimmtudaginn 2. mars og á aðaldeginum, föstudaginn 3. mars. Síð- asta daginn var stöðugur straumur í tölvurnar, færri komust að en vildu í að útbúa yfirlit tíl að afhenda fúlltrúum fyrirtækja á Framadögum. Þó að Framadagar séu um garð gengnir er At- vinnumiðstöðin enn opin. Starfsfólk Atvinnumið- stöðvarinnar býður stúd- enta velkomna hvort sem það er til að fá aðstoð við gerð náms- og starfsferils- yfirlits eða við starfsleit. Pcss má geta að senn hefst miðlun sumarstarfa og því um að gera að fylgjast með á vefnum www.fs.is/atvinna. Eyrún María Rúnarsdóttir rekstrarstjóri A tvinnumiðstöðvarinnar Jóti úr Vör er Cótinn. í minningu fians birtist fiér uppfmfsfjóð Porps- ins, einnar m&rkustu [jóðabókar Hví( þú vctng þinn isíenskrar bókmenntasögu. Hvíí pú væng pinn í íjóði mínu, Cítiííjúgí á Cönguflugi jrá morgni tiC kvöCds. Styð pig, stjama, við 6Cóm i garði mítium eitt andartak ájérð pinni um tíma og rúm. Eins og stráið í sandi við ftaf dauðans, vajca rætur pess, sem fivergijer. Lnginn spyr, ftvaðan fiann komi. Ómar Ragnarsson Þegar líður á næstu öld verður litið á Ómar Ragnarsson sem einn merkasta íslending 20. aldarinnar. Ómar hefur einn síns liðs fært þjóð- inni hálendið í þeirri mynd sem við þekkjum. Það er kannski helst Ómari að þakka að í viðhorfskönn- unum nefna æ fleiri náttúruna sem stærsta hluta þess að vera íslend- ingur. Ómar Ragnarsson hefur með þátt- um sfnum um landið oþnað augu fólks fyrir þeim verðmætum sem landið geymir við hjarta sitt. Hann hefur gert okkur Ijóst að framtíð ís- lendinga felst ekki í því að sökkva landi heldur sýna það. Náttúra okk- ar býr yfir mikilli og töfrandi sér- stöðu sem er orðin eftirsóknarverð meðal vel stæðs fðlks um allan heim. Sú sérstaða felst ekki í uppi- stöðulónum og verksmiðjum. Ómar hefur í vandaðri umfjöllun sinni borið íslensku náttúruna við þekktustu og fjölsóttustu þjóðgarða Norður-Ameríku og sýnt fram á hversu góð staða okkar væri f sam- keppni um „áhorfendur“. Segja má að Ómar Ragnarsson hafi tekið kyndilinn úr höndum róman- tfkeranna og gert íslenska náttúru að þeim þjóðhagslega fjársjóði sem hún er. Núllið Skapvonska skap-illur L geðvondur, illur í skapi, önugur • Það er fátt erfiðara en erfitt lundar- far. Á það bæði við um einstakling- inn sjálfan, lundhafann, og þá sem í kringum hann eru. Það hefur frá fyrstu tfð þótt mikil dyggð að geta hamið skap sitt. Skapofsamenn hafa þótt dálitlir töffarar en hafa ekki enst vel; fólk hefur þreyst á nærveru þeirra til lengdar. íslend- ingasögurnar eru fullar af svona töffurum sem létust fyrir aldur fram. Því betur eru aðrir tímar nú og sjaldnast að skapvonska dragi menn til dauða. En hún dregur þá niður. í ritgerð Alkvíns frá Jórvík, Um kosti og löstu, segir eftirfarandi um heift: Heyr þú, maður: Ef þig þröngvir reiðin, stilltu hana. Sú relði er ill er ókyrrir hug, að hann glati réttu ráði. Sú reiði er rétt og nauðsynleg er maður reiðist í gegn syndum og í gegn sjálfum sér, þá er hann ger- ir illa, því að svo mælti propheti: „Reiðist þér og hirðið eigi að mis- gerau (Sl 4:4). Góð samskipti eru mikilvæg í nú- tíma þjóðfélagi. Því er nauðsynlegt að menn temji lund sfna. stúdentablaðið - mars ‘00 37’

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.