Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 1

Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 12. október 2009 — 241. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 KARÖFLUR geta verið til vandræða við uppvask. Yfirleitt er háls þeirra svo þröngur að illmögulegt er að þurrka innan úr þeim. Góð leið er að rúlla upp eldhúsþurrku, stinga ofan í karöfluna og láta standa um stund. Bréfið dregur í sig raka og þannig er hægt að losna við vatnsbletti sem eiga það til að myndast innan í flöskunni. „Þetta er hið annálaða bláa borð-stofuborð – eftirlætisstaðurinn minn í húsinu,“ segir Margrét Gauja. Borðið er úr versluninniBollywood sem ten d borðið á föstudagskvöldum. Hins vegar eru reglurnar þannig, lína sem Orri Þórðarson vinlét f ll minn persónulega stílista í þesum efnum É Hlutirnir gerast við bláa borðið í HafnarfirðiMargrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði lumar á einu þaulsetnasta borðstofuborði Hafnar- fjarðar en þar sitja gestir fram eftir öllu. Borðstofan er því að sjálfsögðu eftirlætisstaður húsfreyjunnar. Blái samkomustaðurinn. Margrét segir eina reglu gilda um bláa borðið: Það sem sagt er og gert er við bláa borðið fer ekki út fyrir bláa borðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 KópavogurSími 587 2202 Fax 587 2203hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæðurloftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4 VEÐRIÐ Í DAG HÍBÝLI OG VIÐHALD Húsráð, hönnun og gildi góðrar lýsingar Sérblað um híbýli og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Myndaði fótbolta- mót í Afríku Guðlaugur Halldórsson vann til verðlauna í ljósmyndasam- keppni Sony fyrir áhuga- menn. TÍMAMÓT 16 MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR Á annálað borðstofu- borð úr Bollywood • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS híbýli og viðhald MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 GÆLUDÝR „Það eru afar fáir Sphynx-kettir á Íslandi og því verður fólk mjög forvitið þegar það sér þessa ketti og vill gjarnan fá að snerta þá og klappa þeim,“ segir Ása Björg Ásgeirsdóttir, sýningarstjóri á sýningu Kynja- katta sem lauk í Garðabæ í gær. Sphynx er hárlaust kattarkyn sem leit fyrst dagsins ljós í Tor- onto í Kanada árið 1966, en þá hafði venjulegur heimilisköttur gotið hárlausum kettlingum. Í ljós kom að um vansköpun var að ræða en síðan þá hafa kettirnir verið ræktaðir bæði sem venju- legir húskettir með feld og sem hárlausir Sphynx-kettir. Hér á landi eru aðeins til nokkrir kettir af Sphynx-kyni. Kötturinn Bjartur, sem sést á myndinni hér að ofan, er einn þessara katta. Ekki er búist við nýju goti í bráð þar sem ræktandinn flutti út til náms. Kettirnir þurfa mikla umönn- un og þarf til að mynda að baða þá annan hvern dag því þeir geta orðið nokkuð skítugir. Sphynxinn er sérstaklega blíður og þykir afskaplega gáfaður köttur. Vegna hárleysisins fer Sphynxinn sjaldan út. Fari hann út í sól getur hann brunnið því húð hans er mjög viðkvæm. - sm Á Íslandi finnast nokkrir Sphynx-kettir en ekki er búist við nýju goti í bráð: Sérstaklega ljúfir og gáfaðir HÁRLAUSI KÖTTURINN BJARTUR Sphynx-kettir eru ekki algjörlega hárlausir því þeir hafa örsmá hár sem eru líkust flaueli viðkomu. Eigandi Bjarts heitir Sigríður Garðarsdóttir en á myndinni með Bjarti er Björn Ingi Valgarðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÍÐA RIGNING Í dag verða víða suðaustan 8-13 m/s, en 10-18 suðvestanlands. Víða rigning, en yfirleitt úrkomulítið norðantil. Hlýnar heldur norðanlands á morgun og hiti víðast 4-10 stig. VEÐUR 4 5 9 8 4 4 Ver sig með bláu höndinni „Þetta er vígaleg hönd, en hún er bara hjóla- brettatengd hjá mér,“ segir Stein- ar Fjeldsted. FÓLK 30 FÓLK Charin Thaiprasert opn- aði fyrir stuttu veitingastaðinn Noodle Station við Skólavörðu- stíg 21a. Móðir Charins rekur veitingastað- inn Gullna hlið- ið á Álftanesi og stjúpfaðir hans, Bogi Jónsson, átti Bogarúllur á árum áður. Charin á því ekki langt að sækja hæfileikana. Noodle Station býður upp á núðlusúpur sem hafa slegið rækilega í gegn og að sögn Char- ins hafa viðskiptavinir lýst mikilli ánægju með staðinn. „Fólk virðist vera mjög ánægt og margir hafa lýst því yfir að þetta sé besta súpa sem þeir hafi smakkað,“ segir Charin. - sm / sjá síðu 30 Nýr núðlustaður opnaður: Fetar í fótspor móður sinnar Meistarakeppni KKÍ Bikarmeistarar höfðu betur gegn Íslands- meisturum í bæði karla- og kvennaflokki í DHL-höll- inni í gær. ÍÞRÓTTIR 26 LANDBÚNAÐARMÁL „Staðan er að verða skelfileg hjá garðyrkju- bændum. Kostnaðurinn hefur hækkað mikið og hef ég heyrt að nokkrir íhugi að hætta heilsárs- framleiðslu um næstu áramót,“ segir Bjarni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í síðustu viku var rætt um að leggja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattstund. Fjármála- ráðherra dró fljótlega úr vænt- anlegum álögum og sagði skatt á bilinu tuttugu til þrjátíu aurar á hverja stund nærri lagi. Bjarni segir garðyrkjubændur uggandi. Þótt nefnt hafi verið að þeir verði hugsanlega undan- þegnir skattinum sé ekkert í hendi. Miðað við sextíu milljónir kílóvattstunda á ári getur þrjá- tíu aura skattur þýtt allt að átján milljóna króna álagningu á grein- ina. Þá hefur dreifikostnaður raf- orku til garðyrkjubænda hækkað um þrjátíu prósent frá síðustu áramótum. „Ég hef verulegar áhyggjur á meðan ekkert hefur verið stað- fest í þessu máli,“ segir Bjarni en bætir við að þótt enginn garð- yrkjubóndi hafi hætt störfum af þessum sökum sé staðan erfið hjá mörgum. Hann bendir á að garðyrkju- bændur hafi slökkt á lýsingu gróðurhúsa í sparnaðarskyni en það hefur skilað átta prósentum minni orkunotkun frá áramótum. Það hefur komið niður á fram- leiðslunni en sautján prósentum færri tómatar hafa verið settir á markað en í fyrra. Framleiðsla á gúrkum hefur staðið í stað. Það kann að breytast fljótlega, að sögn Bjarna. „Þetta er eina vörnin,“ segir hann og bendir á að í ár hafi dregið úr framleiðsl- unni í fyrsta sinn frá því raflýs- ingu var komið á í gróðurhúsum fyrir nítján árum. Á sama tíma hafi ekkert dregið úr eftirspurn og því muni innflutningur auk- ast. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að enn eigi eftir að útfæra hugmynd- ina um orkuskattinn og bendir á að seint í júlí síðastliðnum hafi verið settur á laggirnar starfs- hópur sem skoða eigi aukna hag- kvæmni íslenskrar ylræktar og möguleika greinarinnar á kom- andi árum. - jab Bændur slökkva ljósin í skugga skelfilegrar stöðu Garðyrkjubændur íhuga að hætta heilsársframleiðslu um áramótin. Framleiðsla á tómötum hefur dregist saman um sautján prósent frá áramótum. Slíkt hefur ekki gerst frá upphafi raflýsingar í gróðurhúsum. CHARIN THAIPRASERT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.