Fréttablaðið - 12.10.2009, Qupperneq 8
8 12. október 2009 MÁNUDAGUR
*
M
.v
. 1
5
0
þ
ú
su
n
d
k
r.
in
n
le
n
d
a
ve
rs
lu
n
á
m
án
u
ð
i,
þ
.a
. 1
/3
h
já
s
am
st
ar
fs
að
ilu
m
. /
S
já
n
án
ar
á
w
w
w
.a
u
ka
kr
on
u
r.i
s.
153 pylsur á ári
fyrir Aukakrónur
Þú getur fengið þér eina með öllu þrisvar í viku á Bæjarins bestu fyrir Aukakrónurnar
sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá
samstarfsaðilum Aukakróna.
*
AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-2
0
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
3
17
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
PAKISTAN, AP Árás herskárra upp-
reisnarmanna á höfuðstöðvar
pakistanska hersins í Rawalpindi
þótti vandræðaleg fyrir bæði her
og stjórnvöld þar í landi. Á Vestur-
löndum þótti árásin óþægileg
áminning um að ástandið í Pakist-
an sé engan veginn nógu tryggt.
Hillary Clinton, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði
árásina sýna að ríkisvaldinu staf-
aði vaxandi hætta af öfgamönnum,
þótt hún teldi ekki neitt benda til
að þeir myndu ná kjarnorkuvopn-
um landsins á sitt vald: „Við höfum
trú á ríkisstjórn Pakistans og valdi
hersins á kjarnorkuvopnunum,“
sagði hún á Írlandi í gær.
Rehman Malik, innanríkisráð-
herra Pakistans, segir að herinn
muni fljótlega hefja árásir á upp-
reisnarmenn í héraðinu Suður-
Waziristan, þar sem talibanar og
Al Kaída hafa hreiðrað um sig.
Þær aðgerðir hafa verið í undir-
búningi frá því fljótlega eftir að
hernum tókst að vinna bug á upp-
reisnarmönnum í Swat-dalnum.
Árásin á höfuðstöðvar hersins
í Rawalpindi nú um helgina kost-
aði tuttugu manns lífið. Níu hinna
föllnu voru úr röðum árásar manna,
en þrír úr hópi gísla þeirra. Einn
árásarmannanna var handtekinn,
og er talið að hann hafi verið for-
sprakki þeirra.
Árásarmennirnir höfðu höfuð-
stöðvarnar á valdi sínu í 22 klukku-
stundir, eða frá því fyrir hádegi á
laugardag og þangað til snemma í
gærmorgun þegar hernum tókst að
yfirbuga þá.
Talibanar og aðrir uppreisnar-
hópar í Pakistan hafa gerst æ
djarfari í árásum á herinn og
ráðamenn í Pakistan undanfarið.
Árásar mennirnir á laugardaginn
voru klæddir herbúningum, sem
þykir sýna að þeir hafi tengsl við
öfl innan hersins. Árásarmenn-
irnir komu á litlum flutningabíl
merktum hernum og áttu ekki í
neinum vandræðum með að kom-
ast inn í höfuðstöðvarnar.
Engin samtök uppreisnarmanna
lýstu sig ábyrg, en stjórnvöld telja
fullvíst að þarna hafi annað hvort
talibanar eða önnur samtök her-
skárra múslima verið að verki.
Bandaríkin og fleiri vestræn
ríki hafa reynt að fá pakistönsk
stjórnvöld til þess að grípa til
harðari aðgerða gegn uppreisnar-
hópunum, sem hafa getað athafnað
sig nánast að vild í stórum héruð-
um meðfram landamærum Afgan-
istans. gudsteinn@frettabladid.is
Vandræðaleg árás
fyrir her Pakistans
Tuttugu féllu í árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins í Rawalpindi. Pakistans-
her undirbýr árásir á talibana og Al Kaída í Suður-Waziristan. Hillary Clinton
segir ekkert benda til að kjarnorkuvopn Pakistans falli í hendur öfgamanna.
BRUGÐIST VIÐ ÁRÁSINNI Pakistansher tókst að endurheimta höfuðstöðvar sínar eftir
22 klukkustunda umsátur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VINNUMARKAÐUR „Þetta er sársaukafullt fyrir fólkið
sem lendir í uppsögnunum en einnig fyrir okkur sem
eftir eru. Það er erfitt að standa í svona löguðu en
þetta var því miður nauðsynleg aðgerð,“ segir Páll Á.
Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu. Nítján starfsmönn-
um fyrirtækisins, sem rekur fjarskiptanet lands-
manna, hefur verið sagt upp störfum, tíu á höfuð-
borgarsvæðinu og níu á landsbyggðinni.
Verulega hefur dregið saman í starfsemi fyrir-
tækis ins á höfuðborgarsvæðinu með hruni byggingar-
iðnaðarins. Páll segir ónýttar fjárfestingar félagsins
í nýjum götum nema um tveimur milljörðum króna.
„Þegar búið er að malbika nýjar götur erum við búin
að leggja fjarskiptakerfin fyrir þær. Það er því búið
að leggja línur fyrir Úlfarsfellið, Helgafellslandið
og fleiri hverfi, bæði í Reykjavík og annars staðar á
landinu, sem er ekki verið að nota.“
Þá voru starfsstöðvar Mílu á Húsavík, Patreks-
firði, Stykkishólmi og Borgarnesi lagðar niður en
gerðir samningar við samstarfsaðila Mílu um að
taka yfir þjónustu við viðskiptavini á þeim svæðum.
Segist Páll eiga von á að einhverjum starfsmannanna
sem sagt var upp verði boðin vinna hjá þeim. - hhs
Breytingar gerðar á starfsemi Mílu, sem rekur fjarskiptakerfi landsmanna:
Nítján manns missa vinnuna
Í KÓRAHVERFI Stór hluti af starfsemi Mílu felst í að leggja fjar-
skiptakerfi í ný hverfi. Frost í byggingariðnaði hefur því dregið
úr umsvifum fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM