Fréttablaðið - 12.10.2009, Qupperneq 14
14 12. október 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Rúðuþurrkur
NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico
NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá
Nýlegt fráfall bandaríska vís-indamannsins Normans Bor-
laug gefur tilefni til vangaveltna
um hagkerfið og grunngildi sam-
félagsins. Borlaug fékk friðar-
verðlaun Nóbels fyrir störf í þágu
„grænu byltingarinnar“, sem
forðaði hundruðum milljóna frá
hungri og breytti efnahagslands-
lagi heimsins.
Fyrir tíma Borlaugs átti heimur-
inn, með vaxandi fólksfjölda í
þróunarlöndum og ónógt aðgengi
að matvælum, í hættu að lenda í
svokallaðri Malthusar-martröð.
Hugsið ykkur hörmungarnar
sem land á borð við Indland hefði
getað lent í ef tvöföldun íbúafjöld-
ans frá hálfum milljarði, þegar
þjóðin var við hungurmörk, hefði
átt sér stað í óbreyttu ástandi.
Fyrir grænu byltinguna hafði
nóbelsverðlaunahagfræðingurinn
Gunnar Myrdal spáð Asíu dökkri
framtíð í viðjum fátæktar. Þess í
stað hefur Asía orðið að hreyfiafli
heimshagkerfisins.
Sömuleiðis ætti ný og langþráð
ákvörðun Afríku um að berjast
við hungurdrauginn að vera til
marks um mikilvægi Borlaugs.
Sú staðreynd að græna byltingin
náði aldrei til fátækustu heimsálf-
unnar, þar sem landbúnaðarfram-
leiðsla er ekki nema þriðjungur
af því sem gerist í Asíu, bendir til
þess að nægt rými sé til framfara.
En auðvitað getur verið að
græna byltingin sé ekki nema
tímabundið andrými. Ein við vörun
fékkst í ört hækkandi matvæla-
verði fyrir alþjóðlegu fjármála-
kreppuna, sem og í minnkandi
vexti framleiðninnar í landbúnaði.
Landbúnaðargeiri Indlands hefur
til dæmis dregist aftur úr öðrum
þáttum kraft mikils hagkerfis
landsins. Þá virðast tímar hans
taldir eftir því sem gengur hratt
á grunnvatnsbirgðir þær sem stór
hluti landsins reiðir sig á.
Andlát hins 95 ára gamla Bor-
laugs er einnig til áminningar um
þá skekkju sem komin er í gildis-
mat okkar. Þegar Borlaug fékk
fregnir af verðlaununum, klukkan
fjögur að nóttu, var hann þegar
kominn til starfa á ökrum Mexíkó,
í endalausri baráttunni við að
auka framleiðnina í landbúnaði.
Þetta gerði hann af hugsjón og
sannfæringu um mikilvægi starfa
sinna, ekki í von um mikinn fjár-
hagslegan ávinning.
Munurinn er mikill á Borlaug
og fjármálaspekingum Wall
Street sem keyrðu heiminn fram
að hengiflugi eyðileggingarinnar.
Þeirra rök voru að til þess að
halda starfshvata þyrfti umbun
þeirra að vera ríkuleg. Án
annarra vegvísa urðu hvatningar-
kerfi þessara manna þeim
sannarlega innblástur — ekki til
þess að uppgötva nýjan varning
til að létta venjulegu fólki til-
veruna eða hjálpa því að tak-
marka áhættu, heldur til þess að
koma hagkerfi heimsins í hættu
með skammsýnum ákvörðunum
og græðgi. Uppfinningar þeirra
sneru að því að fara í kringum
reglur bókhalds og fjármálakerfis
sem áttu að tryggja gegnsæi, skil-
virkni og stöðugleika og koma í
veg fyrir arðrán þeirra sem síður
eru upplýstir.
Samanburðurinn nær líka
dýpra. Samfélagsgerð okkar
umber ójöfnuð af því að hann
er talinn félagslega gagnlegur.
Ójöfnuðurinn er það verð sem við
greiðum fyrir að hafa til staðar þá
hvata sem ýta undir þær gjörðir
fólks sem stuðla að félagslegri
vellíðan. Í nýklassískum hag-
fræðikenningum, sem hafa í heila
öld verið ráðandi meðal vest-
rænna ríkja, er því haldið fram
að í umbun einstaklingsins endur-
speglist smávægilegt framlag
hans til samfélagsins, því sem
einstaklingurinn bætir við sam-
félagið. Með velgengninni geri
fólk gott.
Dæmi Borlaugs og bankamanna
okkar afsanna þessa kenningu.
Væru nýklassísku kenningarnar
réttar hefði Borlaug verið meðal
auðugustu manna heims, meðan
bankamennirnir hefðu safnast í
biðraðir súpueldhúsa.
Vitanlega er þó sannleikskorn
í nýklassískum kenningum. Ella
væru þær tæplega jafn lífseigar
og raun ber vitni (þótt vondar
hugmyndir virðist oft lifa merki-
lega lengi innan hagfræðinnar).
Einfeldningsleg hagfræði átjándu
og nítjándu aldarinnar, þegar
nýklassískar kenningar urðu til,
hentar samt engan veginn hag-
kerfum 21. aldarinnar. Í stór-
fyrirtækjum er oft erfitt að sann-
reyna framlag einstaklinganna.
Slík fyrirtæki eru uppfull af þess
háttar umboðsvanda: Á meðan
þeim sem ráða (forstjórunum)
er ætlað að bera hagsmuni hlut-
hafa fyrir brjósti eru tækifæri
þeirra til að vinna að eigin hag
mjög mikil — og oft hagnýta þeir
sér þau.
Forsvarsmenn banka kunna að
hafa gengið frá borði með hundr-
uð milljóna Bandaríkjadala, en
öllum öðrum í sam félaginu —
hluthöfum, handhöfum skulda-
bréfa, skattgreiðendum, heimilis-
eigendum, verkafólki — hefur
blætt. Fjárfestarnir eru of oft
lífeyrissjóðir, sem einnig eiga
við umboðsvanda að stríða vegna
þess að stjórnendur þeirra taka
ákvarðanir fyrir annarra hönd. Í
slíkum heimi verður oft munur á
hagsmunum einstaklinga og sam-
félagsins, líkt og bersýnilega má
sjá á yfirstandandi kreppu.
Trúir því einhver í alvörunni
að dugnaður stjórnenda banka
í Bandaríkjunum hafi skyndi-
lega aukist svo mjög, í hlutfalli
við framlag allra annarra í sam-
félaginu, að þeir verðskuldi þá
stórauknu umbun sem þeir hafa
fengið á nýliðnum árum? Trúir
því einhver í alvörunni að afrakst-
ur bandarískra forstjóra sé svo
miklu meiri en forstjóra í öðrum
löndum, þar sem kaupaukar eru
hófsamari?
Verra er svo líka að í Banda-
ríkjunum hefur kaupréttur hluta-
fjár orðið algengasta form slíkra
kaupauka — oft meira virði en
grunnlaun forstjóranna. Stjórn-
endum er ríkulega umbunað með
hlutafjárkaupréttum, jafnvel
þegar hækkandi verð bréfanna
á rót sína í verðbólum — og jafn-
vel þegar hlutabréf sambærilegra
fyrirtækja hafa hækkað meira.
Ekki kemur á óvart að kaupréttir
ýta undir skammsýni og óhóflega
áhættusækni, sem og „skapandi
bókhald“, sem stjórnendur fyrir-
tækja um hagkerfið allt hafa full-
komnað með uppátækjum utan
efnahagsreikninga.
Skakkir hvatar hafa brenglað
hagkerfi okkar og samfélag. Við
höfum ruglað saman meðölum og
tilgangi. Útþaninn fjármálageir-
inn hefur náð slíkum vexti að í
Bandaríkjunum átti yfir fjöru-
tíu prósent af hagnaði fyrirtækja
rætur sínar í honum.
Verst hafa áhrifin verið á mann-
auðinn, verðmætustu auðlindina.
Fáránlega miklir kaupaukar fjár-
málageirans hafa laðað sumt efni-
legasta fólkið til starfa í bönk-
unum. Hver veit hversu margir
Borlaugar kunna að hafa verið
meðal þeirra sem létu glepjast af
auðæfum Wall Street og fjármála-
hverfis Lundúnaborgar? Þótt við
hefðum ekki misst nema einn,
þá væri heimurinn ómælanlega
mikið fátækari.
Höfundur er Nóbelsverðlauna-
hafi í hagfræði og prófessor
við Columbia-háskóla í Banda-
ríkjunum. ©Project Syndicate.
Borlaug og bankarnir
JOSEPH E. STIGLITZ
Í DAG | Græna byltingin
M
örg íslensk heimili standa frammi fyrir hörmungar-
ástandi sem ekki hefur knúið dyra í áraraðir –
atvinnuleysinu. Samkvæmt opinberum tölum eru hátt
í 15.000 Íslendingar án atvinnu og telst atvinnuleysi
nú á haustmánuðum tæp 8%. Á bak við flesta þessa
15.000 einstaklinga eru fjölskyldur – makar og börn – og kemur því
atvinnuleysið beint og óbeint við tugi þúsunda Íslendinga.
Undanfarin ár hefur atvinnuleysi verið nær óþekkt hér á landi og
launþegum jafnframt staðið til boða að vinna langan vinnudag og
þannig gefist tækifæri á að drýgja launaumslagið til muna. Fyrir
marga er því tekjuskerðingin veruleg. Auk fjárhagslegra áhyggna
reynir ekki síður á andlegt þrek þeirra sem vilja vinna og leita linnu-
lítið að vinnu en án árangurs. Það þarf sterka einstaklinga til að láta
ekki höfnunina brjóta sig niður. Þetta skynja stéttarfélög og samtök
eins og „Nýttu kraftinn“ sem leggja ofuráherslu á að halda fólki sem
er á atvinnuleysisskrá virku með ýmsum hætti.
Fyrir langflesta eru það þung spor að sækja atvinnuleysisbætur
og því er það algjör svívirða að vita til þess að margir víli ekki
fyrir sér að misnota þessar bætur. Að einstaklingar geti unnið dag-
lega fyrir svörtum tekjum en láti ekki þar við sitja, heldur sæki
jafnframt um atvinnuleysisbætur. Þessir einstaklingar greiða ekki
svo mikið sem skatt til samfélagsins af eigin tekjum heldur þiggja
að auki bætur af sama samfélagi sem atvinnulausir væru. Skömm
þessara einstaklinga er margföld.
Það hefur oft verið sagt að Íslendingum þyki sjálfsagt að svíkja út
úr kerfinu og er áætlað að árlega hlaupi skattsvik á tugum milljarða.
Þetta svokallaða kerfi sem mörgum finnst svo eðlilegt að svíkja er
hins vegar borið uppi af skattgreiðendum – fólkinu í landinu. Þegar
verið er að svíkja út úr kerfinu er því einfaldlega verið að stela af
náunganum, verið að stela frá þeim sem borga sitt. Við þær aðstæð-
ur sem nú ríkja er þetta kerfi síðan vart aflögufært, á nógu erfitt
með að standa undir brýnustu verkefnum. Það getur því enginn rétt-
lætt skattsvik fyrir sjálfum sér og horft á skattsvik með gleraugum
Hróa Hattar – að verið sé að stela frá þeim ríku til að gefa fátækum
– heldur er nær að verið sé að sparka í liggjandi mann.
Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri hafa gripið til ýmissa
aðgerða til að draga úr svikum úr Atvinnuleysistryggingarsjóði og
orðið nokkuð ágengt. En bæði atvinnulífið og heimilin vita að svört
atvinnustarfsemi og svört vinna er stunduð í miklum mæli þannig að
hagsmunaaðilar atvinnulífsins og launþega verða að koma með virk-
ari hætti að þeim aðgerðum. En fyrst og fremst þarf að eiga sér stað
hugarfarsbreyting – bæði hjá atvinnulífinu sjálfu svo og heimilum
sem kaupa svarta vinnu. Heiðarleg atvinnufyrirtæki sem gefa upp
allar tekjur og öll gjöld og greiða skatta samkvæmt því geta aldrei
keppt við fyrirtæki sem komast undan eðlilegum skattgreiðslum.
Það sama á við um heimilin – það er í hæsta móta óeðlilegt að taka
þátt í að aðstoða einstaklinga við að komast undan því að bera sinn
hluta af sameiginlegum kostnaði. Hér þurfa allir að taka höndum
saman því einstaklingar sem svíkja út atvinnuleysisbætur setja
ljótan blett á það kerfi sem byggt hefur verið upp til að verja þá
sem raunverulega eru atvinnulausir.
Þjófnaður um hábjartan dag:
Að svíkja út at-
vinnuleysisbætur
MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Fækkun varð fjölgun
Borgarahreyfingin bauð fram í
síðustu alþingiskosningum og fékk
fjóra þingmenn kjörna. Þeir eru nú
allir horfnir á aðrar slóðir; Þráinn er
óháður og hin þrjú orðin Hreyfingar-
þingmenn. Borgarahreyfingin talaði
fyrir því að þingmönnum yrði fækkað
og heyrðist sú röksemd
að hér væru þeir
hlutfallslega fleiri
en annars staðar.
Þremenningarnir
í Hreyfingunni
hafa nú lagt til
að fulltrúum
í sveitar-
stjórn verði
fjölgað. Ætli
þau vilji þá
fjölga þingmönnum einnig? Eitt
hundrað þúsund manna Reykjavík
þarf víst 61 borgarfulltrúa að mati
Hreyfingarinnar. Þarf þá ekki þrjú-
hundruð þúsund manna þjóð þrefalt
það magn, 183 þingmenn?
Ná kannski kjöri
Annars fóru hinir alltumlykjandi og
sískemmtilegu gárungar þegar
að lesa í tillögu Hreyfingar-
innar. Á daglegum fundi
gárunganna var það
sameiginleg skoðun að
líklega yrði fjölgunartil-
lagan til þess að lengja líf
Hreyfingarinnar,
eða Borgara-
hreyfingarinnar.
Það væri þá
kannski möguleiki á að hún næðu
inn manni væru borgarfulltrúar 61.
Hvað sagði Jens?
Höskuldur Þórhallsson er ósáttur við
Jóhönnu Sigurðardóttur og hvernig
hún orðaði erindi sitt til Norðmanna
um mögulegt lán Norðmanna. Hann
telur forsendurnar sem hún gefur sér
í bréfinu ekki réttar og hún hafi ekki
lýst skoðun Framsóknarflokksins rétt
í bréfi sínu. Kannski ætti Höskuldur
að leggja meira upp úr því sem Jens
Stoltenberg sagði í bréfi sínu. Þar
aftók hann slíkt lán nema Íslend-
ingar stæðu við alþjóðlegar skuld-
bindingar sínar, lesist Icesave. Það
er aðalatriðið, ekki hvernig
Jóhanna orðaði sitt bréf.
kolbeinn@frettabladid.is