Fréttablaðið - 12.10.2009, Side 17

Fréttablaðið - 12.10.2009, Side 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 KARÖFLUR geta verið til vandræða við uppvask. Yfirleitt er háls þeirra svo þröngur að illmögulegt er að þurrka innan úr þeim. Góð leið er að rúlla upp eldhúsþurrku, stinga ofan í karöfluna og láta standa um stund. Bréfið dregur í sig raka og þannig er hægt að losna við vatnsbletti sem eiga það til að myndast innan í flöskunni. „Þetta er hið annálaða bláa borð- stofuborð – eftirlætisstaðurinn minn í húsinu,“ segir Margrét Gauja. Borðið er úr versluninni Bollywood sem tengdamóðir Mar- grétar Gauju rak á Laugaveginum en borðið færði hún fjölskyldunni að gjöf. Það er flutt inn frá Ind- landi og „brjálæðislega blátt“ að sögn Margrétar Gauju. „Hérna, við þetta borð, gerast hlutirnir. Ekki er nóg með að fjöl- skyldan borði alltaf saman hér heldur er þetta samkomustaður stórs vinahóps sem hittist reglu- lega og bruggar ráð. Það er yfir- leitt einhver samkunda við bláa borðið á föstudagskvöldum. Hins vegar eru reglurnar þannig, lína sem Orri Þórðarson vinur minn lét falla, að „það sem sagt er og gert er við bláa borðið fer ekki út fyrir bláa borðið“.“ Margrét Gauja segir að hús- gögn sem endi heima hjá henni séu oftar en ekki notuð og í ódýr- ari kantinum. Hún sé einnig svo heppin að tengdamóðir hennar sem gaf henni borðið, Sigríður Sverrisdóttir, sé dugleg að færa fjölskyldunni ótrúlegustu hluti. „Hún veit hvað við fílum og er smekkvís kona þannig að ég er eiginlega svo heppin að vera með minn persónulega stílista í þess- um efnum. Ég sjálf hef nefnilega lítið vit á þessu, þótt ég viti hvað mér finnst ljótt. Það er því gott að eiga góða að – sem ég á og get því fengið leiðsögn í þessum efnum. Ég hef þetta einfaldlega ekki í mér.“ Margrét Gauja býr í húsinu Bjarnabæ við Suðurgötu í Hafnar- firði. Eldhúsið og borðstofan eru hjarta hússins en þar er blanda af alls kyns gömlum og nýjum hlut- um. „Jú, borðið er eflaust orðið frægt í Hafnarfirði. Ég vona það að minnsta kosti!“ juliam@frettabladid.is Hlutirnir gerast við bláa borðið í Hafnarfirði Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði lumar á einu þaulsetnasta borðstofuborði Hafnar- fjarðar en þar sitja gestir fram eftir öllu. Borðstofan er því að sjálfsögðu eftirlætisstaður húsfreyjunnar. Blái samkomustaðurinn. Margrét segir eina reglu gilda um bláa borðið: Það sem sagt er og gert er við bláa borðið fer ekki út fyrir bláa borðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.