Fréttablaðið - 12.10.2009, Page 18
ÍSTE OG ÍSKAFFI eru frískandi drykkir. Síðustu soparnir
reynast hins vegar oft fremur þunnir þegar klakarnir hafa
bráðnað. Gott ráð er að frysta te eða kaffi í ísmolaboxum til
að nota út í drykkina. Þannig helst bragðið óbreytt.
„Þetta er stærsti hópur sem hefur
verið útskrifaður í byggingar iðnaði
hér á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir
Guðmundur Ómar Guðmundsson,
fyrrverandi formaður Félags bygg-
ingarmanna í Eyjafirði og ritstjóri
heimasíðu Fag félagsins. Þessi mikli
fjöldi er dæmi um þann mikla upp-
gang sem verið hefur í byggingar-
iðnaði á undanförnum árum. Nú
brosir framtíðin hins vegar ekki
við iðnaðinum.
Fyrr í mánuðinum útskrifuðust
48 nýsveinar í fjórum iðngreinum,
tveir húsgagnasmiðir, 31 húsa-
smiður, sjö málarar og átta pípu-
lagningamenn. Sveinarnir hafa
flestir stundað nám sitt við Verk-
mennaskólann á Akureyri og Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra.
„Þetta var búið að vera í gríðar-
legum hæðum,“ segir Guðmundur
Ómar spurður um stöðuna. „Það
er ljóst að það var byggt of mikið
en við stöndum reyndar nokkuð
betur hvað þetta varðar hér fyrir
norðan,“ segir hann. Í byrjun árs
2007 varaði Guðmundur Ómar
starfsbræður sína við því að færast
of mikið í fang við íbúðarbyggingar
á Akureyri. Þess yrði að gæta að
framboðið svaraði eftirspurn.
Mikill hugur var þá í fólki og
skelltu margir skollaeyrum við
slíkum varnaðarorðum. Of mikið
var byggt og segist Guðmundur
þakklátur að ekki hafi verið byggt
jafn mikið á Eyjafjarðarsvæðinu og
gert var fyrir sunnan.
Guðmundur telur neikvæð við-
brögð fólks þó hafa verið meiri í
byrjun en ástæða var til. Fólk muni
áfram búa á Íslandi þótt kreppi að
um tíma. Iðnaðarmenn geti alltaf
nýtt nám sitt, það gefi margs konar
möguleika í starfi og ýmiss konar
framhaldsnámi.
„Það sem mér þykir gremju legast
er að í gríðarlegum mæli hefur
verið flutt inn illa menntað starfs-
fólk til að hrófla upp illa smíðuð-
um húsum á sem allra skemmstum
tíma. Margir af þessum starfs-
mönnum höfðu ekki menntun til að
gegna þeim störfum sem þeir voru
ráðnir í en sögðu ekkert því þeir
voru bara komnir til að þéna,“ segir
Guðmundur og telur þetta lýsa
ábyrgðarleysi vinnuveitendanna.
Honum er sá asi sem var viðhafður
við húsasmíðar á síðustu árum ekki
að skapi. Þegar fólk leggi aleiguna
og stóran hluta ráðstöfunar tekna
í fasteign verði að vanda til verka
og bera virðingu fyrir kaupanda.
Hann vonast til þess að það ástand
sem nú ríkir verði til þess að skapa
heilbrigðara viðhorf. „Árið 1996 var
um það bil helmingur allra smiða á
Eyjafjarðar svæðinu atvinnulaus.
Ástandið nú er ekki jafn slæmt og
þá en auðvitað alls ekki eins og best
verður á kosið.“
karen@frettabladid.is
Metfjöldi nýút-
skrifaðra sveina
Ekki blæs byrlega hjá iðnaðarmönnum um þessar mundir. Guð-
mundur Ómar hjá Fagfélaginu segist þó ekki svartsýnn á framtíð
nema sinna.
Guðmundur Ómar segir að alltaf verði þörf fyrir vel menntað starfsfólk hér á landi.
Eftir mikinn uppgangstíma þyki sér gremjulegast hve mikið af húsum hafi verið
hróflað upp af fólki sem hafði ekki menntun til að gegna þeim störfum sem það var
ráðið í. MYND/HEIÐA.IS
Hollenska hönnunarfyrirtækið Studio Job sá um
sviðsmynd fyrir nýjustu tískusýningu Viktors &
Rolfs í París nýverið.
Á virðulegum hátalara stóð söngkonan Roisin
Murphy sveipuð íburðarmiklu tjulli sem huldi
kúluna á maganum hennar enda er hún komin
sjö mánuði á leið. Hún sneri beint að risastóru
jarðlíkneski alsettu gervidemöntum, sem mynd-
aði súrrealíska stemningu sem passaði vel
við sum fötin sem fyrirsæturnar klæddust.
Spiluðu pífur stórt hlutverk í tískulínu hol-
lensku tískuhönnuðanna og léku þeir sér á
áhugaverðan hátt með formin. - sg
Sá um sviðsmynd
tískusýningar
Söngkonan Roisin Murphy stóð á virðulegum hátalara og söng meðan
fyrirsæturnar gengu eftir tískupöllunum á tískusýningu Viktors & Rolfs.
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagurinn 12. október
Þriðjudagurinn 29. september
Miðvikudagurinn 14. október
Fimmtudagurinn 15. októberQi – Gong - Æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita
og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng-
um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00.
Skiptifatamarkaður - Útiföt barna - Komdu og
skiptu útifötum barnanna í aðrar stærðir og gerðir.
Tími: 13.30 -17.00.
Avatar. Skapandi viðhorf og stjórnun – Seinni hluti.
Lokað. Tími: 13.30-15.00.
Baujan sjálfstyrking - Lokað! Tími: 15.00 -16.30.
Skapandi skrif í dagbókina - Lærðu nýjar aðferðir!
Annar hluti.Tími: 15.00 -16.00.
Mikilvægi þess að setja mörk - Ráðgjafar Lausnar-
innar fjalla um mörk fyrir okkur sjálf og aðra.
Tími: 12.15-14.00.
Föndur, skrapp-myndaalbúm og jólakort - Gott er
að hafa skæri meðferðis. Tími: 13.00-15.00.
Saumasmiðjan - Gamlar flíkur fá nýtt útlit. Komdu með
saumavél ef þú getur. Tími: 13.00-15.00.
Náms- og starfsráðgjöf - Skráning nauðsynleg.
Tími: 13.00-15.00.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Forseti Íslands– Ólafur Ragnar Grímsson kemur í heim-
sókn og kynnir sér starfsemina. Prjónn, skák, skrapp,
söngur og vöfflur með rjóma. Tími: 13.00-14.00.
Spuni frá uppistand.is– Nokkrir leikarar, ekkert
handrit! Gestir ráða ferðinni. Tími: 14.00-15.00.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri
og gleði? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagurinn 16. október
24 stundir. Tekist á við breytingar - Kenndar verða
aðferðir við að takast á við breytingar á jákvæðan hátt.
Lokað! Tími: 11.00-13.00.
Facebook fyrir byrjendur - Kíktu! Tími: 12.30-14.00.
Markþjálfun fyrir atvinnuleitendur - Vilt þú setja þér
há markmið og miða að því að ná þeim hratt og
örugglega? Tími: 13.15-15.00.
Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra
atburða á andlega líðan fólks. Tími: 14.00-15.30.
Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00.
Verði þér að góðu! - Hvernig má finna hollan og góðan
mat á hagstæðu verði? Tími: 15.30-16.30.
Allir velkomnir!
24 stundir. Tekist á við breytingar - Seinni hluti.
Lokað! Tími: 11.00-13.00.
Skiptifatamarkaður - Útiföt barna - Komdu og skiptu
fötum. Tími: 12.00 - 13.00.
Atvinnuumsókn og ferilskrá í tölvum - Aðstoð og
sýnikennsla. Tími: 12.30-13.30.
Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð og komdu
með eigin tölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30.
Japanska og japönsk menning - Lærðu japanska kurt-
eisi á japönsku! Þriðji hluti af þremur. Tími:14.00-15.00.
Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Alkemistinn
eftir Paulo Coelho. Tími: 14.00-15.00.
Æðruleysi, kjarkur, vit - Í þessarri viku beinum við
sjónum okkar að kjarkinum. Tími: 15.30-16.30.
Stranglega bannað - Eyþór frá Þekkingamiðlun spáir
í skrýtnu reglurnar sem okkur eru settar. Hvers vegna má
t.d. ekki borða bara eina sort í veislum?Tími: 15:30-16:30.Þriðjudagurinn 13. október
MATUR