Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 20
„Ljós og ljósleysi hefur ótrúleg- ustu áhrif á fólk,“ segir Þórdís Rós Harðardóttir, lýsingar- hönnuður hjá Verkís. Hún segir rannsóknir hafa sýnt fram á að rétt lýsing getur fækkað legu- dögum á spítölum, bætt náms- árangur auk þess sem hægt sé að meðhöndla þunglyndi með réttri lýsingu. Þetta þurfi í auknum mæli að hafa í huga við mannvirkjagerð. Vakn- ing sé um mikilvægi dagsbirtu í híbýlum, auk þess sem vaxandi kröfur um sjálfbærni og orku- sparnað kalli á frekari nýtingu dagsbirtunnar. Þórdís segir að árið 2002 hafi verið uppgötvaður birtuskynjari í nethimnu augans. Með þessari uppgötvun hafi verið hægt að sanna með óyggjandi hætti að birta og myrkur hafa bein áhrif á taugakerfi okkar framleiðslu hormóna á borð við melatónín og kortisól. Þessi uppgötvun hafi orðið til þess að mikil umræða skapaðist um hve mikilvægir eigin- leikar góðrar lýsingar eru og áhrif hennar á heilsufar fólks, vellíðan og afkastagetu auk þess sem sýnt hafi verið fram á að hægt er að Ýmisleg leiðindi geta komið upp þegar notaðir eru hamrar með tréskafti sem farið er að losna. En þetta vandamál má leysa með ein- földu ráði. Ef skaftið er timburlakkað má pússa með grófum sandpappír neðan af skaftinu og dýfa ofan í saltvatn. Við það þenst viðurinn út og verður til þess að hamarinn helst betur á skaftinu. Viðurinn fær sömuleiðis vörn gegn fúa því eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um þá er rekaviður saltur í gegn og sérdeilis brúk- hæfur. - kdk 12. OKTÓBER 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald ● BROTIN PERA FJARLÆGÐ Þegar ljósapera brotnar í peru- stæði lampa getur verið vandi að ná henni úr. Ein leið getur verið að nota kartöflu í verkið. Kartafla er skorin í tvennt. Stærstu glerbrotin eru fjarlægð af skrúfganginum en nauðsynlegt er að passa sig við þetta verk, nota hanska og passa að brotin lendi ekki á gólfinu. Síðan er skorni endi karöflunnar tekinn og þrýst ofan á það sem eftir er af perunni. Þegar kartaflan er föst er peran skrúfuð úr perustæðinu. ● ENGIR POLLAR Á GANGINUM Með því að taka grunnan kassa og fylla hann af steinum, sem fást til dæmis í blómabúðum, má búa til fullkomna leið til að losna við polla undan skóm fólks sem kemur inn með snjó og bleytu. Þegar skórnir eru lagðir á steinana lekur snjórinn og vatnið niður á milli steinanna og sólar skónna ná því að þorna í stað þess að standa í polli. Salt veitir góða vörn gegn fúa Rétt birta bætir heilsu og námsárangur fólks Hvimleitt er að hafa hamar með lausu tré- skafti en því má kippa í lag á einfaldan hátt. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Nýbygging Háskólans í Reykjavík er dæmi um verkefni þar sem lausnum í lýsingarhönnun og arkitektúr er skeytt saman til þess að ná fram sjónrænum áhrifum. Dagsbirtuskynjari hefur áhrif á notkun ljósbúnaðar til að spara orku við gluggasvæði og þar með minnkun á kolefnislosun byggingarinnar. Stefnt er að því að útbúa hvetjandi umhverfi með viðeigandi styrk lýsingar til að bæta afköst nemenda og auka vellíðan. MYND/VERKÍS Ráðgjafarfyrirtækið Verkís mun standa fyrir opnu málþingi sem ber heitið Ljósgæði – lífs- gæði á morgun í Laugardals- höll í ráðstefnusal 3, þar sem alþjóðlegir fyrirlesarar munu miðla nýjum rannsóknum og þeim möguleikum sem við höfum á að bæta umhverfi okkar og vellíðan með birtu. MÁLÞING UM BIRTU OG VELLÍÐAN Hönnuðir Mooi hafa vakið athygli á síðustu árum fyrir frumlega hönnun þar sem oftar en ekki er brugðið á leik með efni og form. Gott dæmi um það er hinn víðfrægi Horse Lamp, lampi í líki hests, sem Íslendingar ættu margir að kannast við. Eins og meðfylgjandi myndir sýna láta hönnuðir Mooi til sín taka á flestum sviðum húsgagnahönnunar. Hér má líta á brot af því nýjasta frá þeim. - rve draga úr slysum með góðri lýs- ingu. Þórdís ítrekar að málið sé þó ekki svo einfalt að nóg sé að hafa gluggana nægilega stóra til að hleypa dagsbirtunni óhindrað inn. Sú hætta sé nefnilega fyrir hendi að birtan verði þá yfirþyrmandi og óþægileg á vissum tíma dags, sem hafi þær afleiðingar að fólk byrgi gluggana með gluggatjöldum og hafi raflýsinguna í botni. Hugsunar leysi geti því haft í för með sér vanlíðan fólks og mikinn orkukostnað. „Það hefur oft gleymst að hugsa fyrir því hvernig lýsing hæfi hús- næðinu sem verið er að byggja og hvernig koma má til móts við ólík- ar þarfir þeirra sem í því eru,“ segir Þórdís og bendir á að vanda- samt en mikilvægt sé að hanna lýs- ingu á sjúkrahúsum. Þar verði að huga vel að orkunýtingu, líðan og þörfum starfsfólks sem þar stundi vinnu sína og svo þörfum sjúklinga sem þar dvelji. „Dagsbirtan er manninum langbest, það er honum svo mikilvægt að vera í tengslum við umhverfi sitt og breytileika þess,“ segir Þórdís en hún og starfs- systkin hennar vonast til þess að breyttar áherslur í samfélaginu verði til þess að í framtíðinni verði aukin áhersla lögð á sjálfbærni og hönnun lýsingar og auknu tilliti á nauðsyn þess að spara orku og taka tillit til þarfa fólks. - kdk Takið eftir fætinum á þessum kjartastjaka. Skák- borðið kallast þetta borð. Brugðið á leik með efni og form

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.