Fréttablaðið - 12.10.2009, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 12. október 2009 21
• Þægindin endast. Viðhalda raka augnanna og þægindin endast allan daginn. Minni hætta á þurrki í augum.
• UV geislavörn: Hjálpa til við að vernda augun fyrir UV-A og UV-B útfjólubláum geislum. UV vörn fyrir augun*
• Hentugleiki/Þægindi: Á hverjum degi er notað nýtt og ferskt linsupar, sem gerir linsunotkunina einfalda og þægilega.
*UV verndandi augnlinsur koma ekki í staðinn fyrir sólgleraugu þar sem þær hylja ekki allt augnsvæðið.
ACUVUE® og MOIST® er skrásett vörumerki Johnson & Johnson Vision Care, JJVC 2009.
1 • DAY ACUVUE® MOIST®
Viðhalda raka augnanna og veita
þægindi sem endast allan daginn.
LEIKLIST Trúðarnir þrír – tvö H og eitt O. Sólveig, María og Víkingur. MYND/OPIÐ ÚT-LR
Leiklist ★★★
Bláa gullið eftir Charlotte Böving og leikhópinn
Leikstjóri: Charlotte Böving. Hljóðheimur: Ragnhildur Gísladóttir.
Leikmynd: Gerningaklúbburinn.
Bláa sullið
Leikverkið Bláa gullið – Ævintýraferð um undraheima vatnsins var frumsýnt í
Borgarleikhúsinu á laugardag. Rosalega mikið af borgarfulltrúum með börn.
Gott, hugsaði ég, þeir fylgjast svona vel með. Ætli þeir fari reglulega og líti á
sorphirðuna líka?
Nú. Aðalhöfundur og leikstjóri er Charlotte Böving, hin danska leikkona
sem er orðin staðfugl hér eins og hendir marga landa hennar sem lenda í
Íslendingum. Hún hefur sett saman netta sýningu með einföldum trúð-
brögðum sem leiðir okkur áhorfendur á nokkra staði til umhugsunar um
vatnið, mikilvægi þess og mátt. Það eru Víkingur Kristjánsson, María Páls-
dóttir og Sólveig Guðmundsdóttir sem voru með nefin og voru öll fyndin og
kátleg, þótt mér þætti Sólveig fyndnust af þeim.
Snið sýningarinnar er ekki flókið með nokkrum föstum kaflaskiptum,
hugmyndavinnan er hrein og boðskapurinn skýr. Þetta er nefnilega leikrit
með boðskap og það er engin ástæða til að fara úr lið af því tilefni. Hann er
skynsamur og hollur í okkar heimi.
Börn og fullorðnir höfðu gaman af þessu fimm kortera spaugi og sýningin
er nýbreytni frá flestu því barnaefni sem hér er í boði þar sem leikarar taka
að tala hvellum röddum og þykjast vera börn. Það verður nefnilega alltaf
að vera í barnaleikritum, halda þeir. Það er eins með trúðleik. Ef það er nef
þá þurfa allir að tala í skrýtnum tón og hvellum eins og þeir séu klónar af
Barböru. Það er bara til umhugsunar. Páll Baldvin Baldvinsson
Niðurstaða: Tær og falleg sýning fyrir skynsamar verur frá sex til níræðs.