Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 12.10.2009, Síða 42
26 12. október 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Meistarakeppni KKÍ Karlar: KR-Stjarnan 80-89 (41-48) Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 29, Tommy Johnson 13 (6 fráköst), Finnur Magnússon 11 (5 fráköst), Semaj Inge 10 (6 stoðsendingar), Darri Hilmarsson 6, Ólafur Ægisson 5, Fannar Ólafsson 4, Skarphéðinn Ingason Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 33(8 fráköst), Fannar Freyr Helgason 22 (12 fráköst), Justin Shouse 15 (5 fráköst, 13 stoðsendingar), Kjartan Kjartansson 7, Magnús Helgason 6 (5 fráköst), Birgir Björn Pétursson 4, Birkir Guðlaugsson 2 Konur: Haukar-KR 45-78 (28-41) Stig Hauka: Heather Ezell 24 (5 fráköst), Guðrún Ámundadóttir 6, Margrét Hálfdánardóttir 4, Kristín Reynisdóttir 4 (5 fráköst), Sara Pálmadóttir 2 (6 fráköst), Heiðrún Hauksdóttir 2, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Inga Sif Sigfúsdóttir 1 Stig KR: Jenny Pfeiffer Finora 15, Hildur Sigurðardóttir 11 (7 fráköst, 8 stoðsendingar), Signý Hermannsdóttir 11 (8 fráköst), Helga Einarsdóttir 9 (11 fráköst), Guðrún Þorsteinsdóttir 9, Þorbjörg Friðriksdóttir 8, Margrét Kara Sturludóttir 7 (7 fráköst), Unnur Tara Jónsdóttir 6 (6 fráköst), Heiðrún Jónsdóttir 2 N1-deild karla Fram-Grótta 19-25 (10-15) Mörk Fram (skot): Hákon Stefánsson 5 (6), Halldór Jóhann Sigfússon 3/1 (9/2), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/1), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (7), Magnús Stefánsson 3 (9), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (2), Andri Berg Haraldsson 1 (7), Björn Guðmundsson 0 (1), Jóhann Karl Reynis- son 0 (1) Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (12/1, 50%), Zoltan Majeri 5 (13/1, 29%) Hraðaupphlaup: 3 (Arnar Birkir 2, Hákon) Fiskuð víti: 3 (Halldór Jóhann, Stefán Baldvin, Björn) Utan vallar: 10 mínútur Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 11/2 (16/2), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (7), Halldór Ingólfsson 3 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 3 (9), Jón Karl Björnsson 2 (3), Páll Þórólfsson 1 (1), Finnur Ingi Stefánsson 1 (2), Óli Björn Vilhjálmsson 0 (1) Varin skot: Gísli Guðmundsson 13/1 (19/3, 41%) Hraðaupphlaup: 3 (Anton 2, Jón Karl) Fiskuð víti: 2 (Atli Rúnar) Utan vallar: 6 mínútur N1-deild kvenna Fram-Stjarnan 8-12 (21-26) Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 7/1 (14/2), Marthe Sördal 4 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4), Eva Hrund Harðardóttir 2 (4), Stella Sigurðardóttir 2 (12), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (1), Anna María Guð- mundsdóttir 1 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 0 (9) Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 21 (25/4, 46%), Helga Vala Jónsdóttir 0 (1/1, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðrún Þóra 2, Stella, Hafdís Inga) Fiskuð víti: 2 (Stella 2) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamasan 8/3 (17/4), Aðalheiður Hreinsdóttir 4 (5), Elísabet Gunnarsdóttir 4/1 (6/1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (10), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2 (3), Þórhild- ur Gunnarsdóttir 2 (3), Þorgerður Anna Atladóttir 2 (8), Kristín Clausen 1 (1). Varin skot: Florentina Stanciu 31/1 (21/1, 60 %) Hraðaupphlaup: 5 (Jóna Sigríður 2, Aðalheiður, Kristín, Elísabet) Fiskuð víti: 5 (Þorgerður Anna 2, Elísabet, Harpa Sif, Jóna Sigríður) Utan vallar: 6 mínútur Valur-Víkingur 47-13 Haukar-HK 35-21 FH-KA/Þór 30-27 EHF-bikarinn Wisla Plock-Haukar 30-28 (15-12) Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10 (5), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Elías Már Hall- dórsson 4, Pétur Pálsson 4, Einar Örn Jónsson 2, Freyr Brynjarsson 2, Guðmundur Árni Ólafsson 1, Heimir Óli Heimsson 1 ÚRSLIT „Ég er mjög ósáttur með að tapa en við getum sjálfum okkur um kennt. Við vorum að spila mjög góða vörn og markvarslan var fín en þó svo að sóknarleikurinn hafi einnig flotið vel náðum við ekki að reka endahnútinn á færin sem við sköpuðum okkur. Florentina átti náttúr- lega stórleik í markinu og það gerði útslagið,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 21-26 tapið gegn Stjörnunni í N1-deild kvenna í gær. Einar vildi ekki afsaka sig en var ósáttur með dómgæsluna í leiknum. „Á síðustu fimmtán mínútunum fannst mér tveir karlmenn inni á vellinum ekki vera að gera góða hluti. Ég meina, það voru Stjörnumenn í stúkunni sem voru bara skellihlæjandi. Þetta var bara ekki boðlegt, fannst mér, og ég er mjög ósáttur með þetta. Það féll ekkert með okkur á lokakaflanum. Það stendur samt eftir að láta markvörð, hversu góð sem hún er, verja plús þrjátíu skot og það er samt eðlilega ekki vænlegt til sigurs,“ sagði Einar ósáttur í leikslok. Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kátari í leikslok en Íslands- og bikarmeistararnir máttu sætta sig við tap gegn Val í fyrstu umferðinni. „Líkt og í tapinu gegn Val var varnarleikurinn frábær og mark varslan hjá Florentinu náttúrlega stórkostleg en núna fylgdu hraðaupphlaupin með og við fengum nokkur nokkur auðveld mörk. Ég er því mjög ánægður með þennan sigur. Þetta verða annars mjög jafnir leikir á milli þessara liða sem er spáð efstu sætunum. Ég er því mjög ánægður með að vinna fimm marka sigur á útivelli. Þetta eru sigurvegarar í þessu Stjörnuliði og tímabilið leggst mjög vel í mig,“ sagði Atli. Alina Tamasan var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk en Aðalheiður Hreinsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor. Besti leik- maður vallarins var hins vegar markvörðurinn Florent- ina Stanciu en hún varði þrjátíu og eitt skot. Hjá Fram var Karen Knútsdóttir markahæst með sjö mörk en Íris Björk Símonardóttir átti einnig fínan leik í markinu og varði 21 skot. N1-DEILD KVENNA: STJARNAN VANN 21-26 SIGUR GEGN FRAM Í STÓRLEIK 2. UMFERÐAR Í FRAMHÚSINU Í GÆR Florentina Stanciu fór enn og aftur á kostum > Hólmfríður tryggði Kristianstad sigur Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad til 3-2 sigurs gegn Sunnanå í sænska kvennaboltanum í dag en Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið með dramatískum hætti. Hólmfríður kom inn á sem varamaður þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir léku allan leikinn fyrir Kristian stad, sem styrkti stöðu sína í harðri fallbaráttu í efstu deild í Svíþjóð. Kristianstad er nú fjórum stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. HANDBOLTI „Þetta var frábært, að koma í Framhúsið og hirða tvö stig. Okkur var náttúrlega spáð falli en ég held að við höfum alveg sýnt það í þessum leik að við eigum fullt erindi í þessa deild. Það gekk allt upp í dag og vonandi held- ur það bara áfram,“ sagði Anton Rúnarsson, sem átti frábæran leik fyrir Gróttu í 19-25 sigrinum gegn Fram í Framhúsinu í gær. Gróttumenn skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum og litu í raun aldrei til baka eftir það. Stemn- ingin geislaði af leikmönnum liðs- ins og þeir réðu ferðinni í einu og öllu inni á vellinum. Framarar áttu erfitt uppdráttar og greinilegt er að liðið þarf tíma til að spila saman mikið breytt lið frá síðasta tímabili. Staðan var 10- 15 í hálfleik og Gróttumenn með 4- 6 marka forskot nær allan tímann. Framarar reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkann í seinni hálf- leiknum en sigur Gróttu var aldrei í hættu og lokatölur urðu sem segir 19-25. Anton Rúnarsson var gríðar- lega öflugur í sóknarleik Gróttu og skoraði ellefu mörk og Atli Rúnar Steinþórsson skoraði fjögur mörk en gömlu brýnin Halldór Ingólfs- son, Jón Karl Björnsson og Páll Þórólfsson lögðu einnig sitt á voga- skálarnar. Grunnurinn að sigri Gróttu var hins vegar lagður með öflugri varnarvinnu þar sem turn- inn Ægir Hrafn Jónsson var mjög öflugur og varði sjálfsagt svipað mörg skot í hávörninni og meðal- góður markvörður. Framarar spil- uðu á köflum ágætan varnarleik í gær en sóknarleikurinn var frem- ur tilviljanakenndur og gríðarlega mikið um tapaða bolta. „Það er lítið hægt að segja eftir svona leik. Þetta var bara virki- lega dapur leikur af okkar hálfu. Varnar leikurinn var lengst af þokkalegur en við erum með ein- hverja 15-20 tapaða bolta í leiknum og það er skelfilega lélegt,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, fyrir- liði Fram, í leikslok í gær og bætti við: „Það er okkar eldri mannanna að styðja betur við yngri leikmenn liðsins og við gerðum það ekki nægilega vel í þessum leik. Við vorum bara lélegir. Við þurfum að slípa okkur betur saman til að fá þetta til þess að virka,“ sagði Hall- dór. - óþ Fyrstu umferð N1-deildar karla í handbolta lauk í gærkvöldi með öruggum sigri Gróttu gegn Fram: Nýliðar Gróttu rassskelltu Framara FRÁBÆR Framarar réðu ekkert við Anton Rúnarsson í gær en hann skoraði ellefu mörk fyrir Gróttu. MYND/VILHELM KÖRFUBOLTI Það er hefð fyrir því að ágóðinn af þessum árlegu meist- araleikjum hjá KKÍ renni til styrktar góðu málefni og að þessu sinni naut Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, góðs af. Óhætt er að segja að leikur KR og Stjörnunnar í karlaflokki lofi virkilega góðu fyrir veturinn en þar vann Stjarnan sigur, 89-80, í hörkuskemmtilegum baráttuleik þar sem skemmtileg tilþrif sáust. Stjörnumenn fóru geypilega vel af stað í leiknum í gær og komust í 17-2. Áhorfendum á bandi KR leist ekki á blikuna en Vesturbæjarliðið er gerbreytt frá síðasta vetri þegar það varð Íslandsmeistari. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum KR frá síðasta tímabili eru horfnir á braut. Liðið átti þó eftir að eiga nokkrar ágætis rispur í fyrri hálfleiknum en Garðabæjarliðið leiddi með sjö stigum í hálfleik 48-41. Brynjar Þór Björnsson var í aðalhlutverki hjá Vesturbæingum og hinum megin var það Jovan Zdravevski, en þeir skoruðu sautján stig hvor í hálfleiknum. KR-ingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar þeir tóku forystuna 51-50. Þriðji leik- hlutinn var gríðarlega skemmti- legur áhorfs, hraður og spennandi. Heimamenn voru heldur betur vaknaðir til lífsins og leiddu 64-61 fyrir lokaleikhluta. Hart var barist og mikill hiti í lokin en Stjörnumenn reyndust sterkari og unnu á endanum níu stiga sigur. „Þetta var virkilega gaman. Við spiluðum glimrandi fyrri hálf- leik, sóknarleikurinn gekk eins og smurð vél og varnarleikurinn var virkilega góður. Síðan skaut Brynjar þeim inn í leikinn og fór illa með okkur á köflum. En ég er mjög ánægður með að við skulum vera hér á útivelli og ekki brotna,“ sagði Teitur Örlygsson, sem held- ur áfram að ná frábærum árangri með Stjörnuliðið. „Það voru hörku- læti í þessum leik og ef þetta er það sem koma skal þá hlakka ég til vetrarins.“ Fannar Ólafsson, leikmaður KR, hafði þetta að segja eftir leik: „Við erum bara komnir mjög stutt á veg. Við erum með algjörlega nýtt lið og það sást í þessum leik að við eigum eftir að stilla saman strengi okkar,“ sagði Fannar. „Við ætlum ekkert að vinna titilinn í október, hann vinnst ekki fyrr en á næsta ári.“ Viðbúinn sigur KR-kvenna KR lagði Hauka örugglega að velli í kvennaleiknum en KR-konur náðu öruggri forystu strax í byrjun og létu hana ekki af hendi. Reynd- ar hikstaði KR í öðrum leikhluta þegar Haukar minnkuðu muninn í sex stig. Þá vaknaði KR aftur, skoraði fimmtán stig í röð og eftir það var þetta aldrei spurning. „Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið,“ sagði Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR. Ragna Margrét Brynjarsdóttir er erlend- is og Telma Björk Fjalarsdóttir er meidd og var þeirra saknað hjá Haukaliðinu. Heather Ezell skoraði 24 stig fyrir Íslandsmeistara Hauka en það taldi lítið þar sem samherjar hennar skiluðu mjög litlu. KR vann með 33 stiga mun, 78-45, eftir að hafa leitt með þrettán stiga mun í hálfleik. „Fyrir fram var búist við örugg- um sigri okkar og sú varð raunin. Við gáfum aðeins eftir varnarlega í öðrum leikhluta en svo náðum við taktinum aftur og slepptum honum ekkert eftir það,“ sagði Benedikt en óhætt er að nota klisjuna um sigur liðsheildarinnar þegar rætt er um frammistöðu KR. KR vann Powerade-bikarinn á dögunum og hefur því landað tveimur dollum með skömmu milli- bili. Benedikt segir að aðalmark- miðið sé að landa sjálfum Íslands- meistaratitlinum. „Það er enginn hér sem hefur áhuga á silfrinu þriðja árið í röð. Númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur verður að landa þeim stóra. Það getur brugðið til beggja vona í þessum aukakeppn- um en besta liðið stendur uppi sem Íslandsmeistari,“ sagði Benedikt. Hann býst við skemmtilegri baráttu um Íslandsmeistaratitil- inn í vetur. „Við og Hamar verð- um þarna í baráttunni. Keflavík er aðeins að gleymast í umræð- unni og svo hef ég ekki enn séð Haukaliðið fullmannað. Grindavík er líka með gott lið, ungar stelpur sem eru hættar að vera efnilegar og eru orðnar góðar,“ sagði Bene- dikt Guðmundsson. elvargeir@365.is Dagur bikarmeistara í DHL-höllinni Bikarmeistarar síðasta vetrar báru sigur bæði í karla- og kvennaflokki í gær þegar leikið var um titilinn meistarar meistaranna. KR vann Hauka í kvennaflokki en karlalið KR beið lægri hlut fyrir Stjörnunni. BARÁTTA Turnarnir tveir Fannar Ólafsson hjá KR og Fannar Freyr Helgason hjá Stjörnunni kljást hér í leik liðanna í Meistarakeppni KKÍ í DHL-höllinni í gær. Líkt og í úrslitaleik bikarsins á síðasta tímabili höfðu Stjörnumenn betur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.