Fréttablaðið - 12.10.2009, Page 46

Fréttablaðið - 12.10.2009, Page 46
30 12. október 2009 MÁNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. plat, 6. rún, 8. skip, 9. veiðarfæri, 11. bókstafur, 12. hald, 14. rabb, 16. tveir eins, 17. fiskur, 18. drulla, 20. samtök, 21. murra. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. frá, 4. baknaga, 5. hrökk við, 7. starfræksla, 10. hald, 13. af, 15. gan, 16. efni, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. gabb, 6. úr, 8. far, 9. net, 11. ká, 12. skaft, 14. skraf, 16. tt, 17. áll, 18. aur, 20. aa, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. af, 4. baktala, 5. brá, 7. rekstur, 10. tak, 13. frá, 15. flan, 16. tau, 19. rr. „Ég er alveg ótrúlega stolt af honum Hjalta og hann hefur alltaf verið hugvitssamur og snjall. Ætli hann hafi ekki erft þetta frá okkur? Annars er Hjalti fyrst og fremst góður strákur.“ Guðríður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Karls- sonar, sem hannaði bók fyrir Al Gore. „Við munum reyna að vera eins hagsýn og mögulegt er. Endanleg- ur kostnaður liggur ekki fyrir og það er enn verið að skrifa handrit- ið en við vinnum eftir ákveðinni áætlun,“ segir Þórhallur Gunnars- son, dagskrárstjóri RÚV. Hljótt hefur farið fyrir vinnslu Skaupsins þetta árið en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Ekki hafa verið ráðnir neinir leikarar en handritshöfundarnir eru þau Ari Eldjárn, Anna Svava Knútsdóttir, Ottó Geir Borg, leikstjórinn Gunn- ar og Sævar Sigurgeirsson. Þórhallur vill ekki gefa upp neinar krónu-eða prósentutölur en áréttar að ef einhver niðurskurður verði muni það ekki bitna á gæðun- um. „Við erum bara að leita allra leiða til að gera Skaupið eins hag- kvæmt og mögulegt er.“ Og kostn- aður við Skaupið hefur hríðlækkað undanfarin þrjú ár. Þegar Reynir Lyngdal sat við stjórnvölinn kost- aði það tæpar fjörutíu milljónir, Ragnar Bragason fékk þrjá- tíu milljónir til umráða árið eftir en í fyrra, þegar Silja Hauksdóttir var í leikstjórastólnum, var 26 milljónum eytt í þennan ofurvinsæla dagskrárlið. Þá voru aðeins níu leikar- ar sem komu við sögu og spurning hvort enn færri grínistar muni halda uppi Skaupi ársins á gamlárs- dag. - fgg Hagkvæmt Áramótaskaup í smíðum HAGSÝNI RÆÐUR RÍKJUM Þórhallur Gunnarsson segir að leitað sé allra leiða til gera Skaupið eins hagkvæmt og mögulegt er. Leikstjóri Áramótaskaupsins er Gunnar Björn Guðmundsson. Veitingastaðurinn Noodle Station sem var opnaður nýlega við Skóla- vörðustíg 21a er í eigu hins þrítuga Charin Thaiprasert sem hefur staðið vaktina á staðnum alla daga síðan. „Mamma mín er kokkur og rekur taílenska veitingastað- inn Gullna hliðið á Álftanesi. Hún aðstoðaði mig mikið við að koma þessu af stað og lét mig meðal ann- ars fá uppskriftina að súpunum sem seldar eru á Noodle Station,“ segir Charin. Móðir hans, Nok, hefur lengi starfað við veitingarekstur og sem barn aðstoðaði hún meðal ann- ars móður sína við súpusöluvagn hennar í Taílandi. Charin flutti ásamt móður sinni og yngri bróður hingað til lands árið 1989. Fjöl- skyldan hefur reynt að heimsækja Taíland reglulega en Charin segir kreppuna þó hafa sett strik í reikn- inginn. „Við heimsækjum Taíland reglulega en eftir að kreppan skall á er flugið orðið of dýrt, þannig að það er einhver bið í næstu heim- sókn.“ Noodle Station býður upp á núðlu- súpur sem hafa slegið rækilega í gegn hjá viðskiptavinum. Aðspurður segist Charin þó ekki ætla að bæta við matseðilinn á næstunni, heldur halda sig við einfalda en góða mats- eld. „Fólk virðist vera mjög ánægt og margir hafa lýst því yfir að þetta sé besta súpa sem þeir hafi smakk- að. Ég ætla þó að halda mig við ein- faldan og ódýran matseðil eins og er því ég stend einn í þessu og vinn eins og skepna alla daga.“ Það var stjúpfaðir Charins, Bogi Jónsson, áður kenndur við Boga- rúllur, sem stakk upp á að hann opnaði eigin veitingastað og þótti Charin sú hugmynd svo góð að hann ákvað að slá til. „Ég tók út allan sparnaðinn minn og lagði í þetta. Ég var auðvitað ekki viss hvort þetta mundi ganga í fyrstu, en svo hefur þetta gengið vonum framar.“ sara@frettablaðið.is CHARIN THAIPRASERT: FETAR Í FÓTSPOR MÓÐUR SINNAR Kynslóðaskipti í núðlunum SJALDAN FELLUR EPLIÐ LANGT FRÁ EIKINNI Móðir Charins rekur veitingastaðinn Gullna hliðið á Álftanesi. Hann hefur nú fetað í fótspor hennar og opnað núðlustaðinn Noodle Station. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er vígaleg hönd, en hún er bara hjólabretta- tengd hjá mér. Maður er búinn að vera að skeita í tuttugu ár,“ segir tónlistarmaðurinn Steinar Fjeld- sted. Hinn margrómaði Fjölnir Tattú húðflúraði bláa öskrandi hönd á upphandlegg Steinars í sumar. Höndin er ekki vísun í bláa hönd Sjálfstæðisflokks- ins, sem rithöfundurinn Hallgrímur Helgason fjall- aði fyrstur manna um fyrir nokkrum árum, heldur merki hjólabrettaframleiðandans Santa Cruz Skate- boards. Steinar segir algengt að fólk telji sig sjá stjórnmálaskoðanir í húðflúri sínu. „Já, þetta er algengur misskilningur,“ segir hann og hlær. „Ég hef lent í handalögmálum við allavega einn eða tvo andstæðinga Sjálfstæðisflokksins sem halda að ég eigi einhvers staðar þotu eða eitthvað. Ég þarf þá að verja mig með bláu höndinni!“ Þegar Steinar er ekki að útskýra misskilninginn gerir hann tónlist með hljómsveitinni Krooks og á eigin vegum. Hann rappaði með hinni sálugu Quarashi á árum áður og hefur ekki sleppt hljóð- nemanum síðan. „Míkrófónninn hefur aldrei farið á hilluna,“ segir Steinar. Hann hyggst senda frá sér plötu eftir jól, rétt eins og Krooks. - afb Ver sig með bláu höndinni BLÁA HÖNDIN Pólitík var Steinari ekki efst í huga þegar hann fékk sér húðflúrið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ömmur - mömmur - systur - vinkonur - frænkur … fyrir allar dætur Bleika slaufan er styrkur gegn krabbameini H :N m ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU Sameiginlegur fréttatími SkjásEins og Mbl.is fer í loftið í vikunni. Andlit fréttanna verður Inga Lind Karlsdóttir eins og flestir vita nú þegar. Ingu Lind er margt til lista lagt og hún ætlar greinilega að vera með mörg járn í eldinum í vetur. Sjónvarpskonan glæsilega hóf nýverið nám í listasögu við Háskóla Íslands og kann því að sögn afar vel. Gítarleikarinn Stefán Már Magnús- son var að spila í Leikhúskjallaran- um með Helga Björns á laugar- dagskvöldið. Giggið heppnaðist vel en undir lok þess gerðist einhver tónleikagestanna svo ósvífinn að stela gítar Stefáns. Gítarleikarinn segir að þessi óprúttni aðili hafi farið upp á svið, tekið gítarinn og látið sig svo hverfa í gegnum eldhús staðarins. Biðlar Stefán til árvök- ulla veg- farenda um Hverfis- götu eða nágrenni um klukkan 2.30 aðfaranótt sunnudags að hafa samband við sig eða lögreglu, ef þeir hafi orðið varir við sauðdrukk- inn dökkklæddan mann með gítar í hendi. Eitt af glæsilegri pörum bæjarins er tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg, Eberg, og myndlistarkonan Rakel McMahon. Þau skötuhjúin eiga von á barni í byrjun næsta árs. Má því leiða líkur að því að afkomandinn verði óvenju glæsilegur enda er móðirin fyrrverandi handhafi hins eftirsótta titils Ungfrú Ísland.is. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.