Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 2
2 14. október 2009 MIÐVIKUDAGUR Níels, leggur þú mat á siðferð- ið? „Já, ég vil koma því á hvers manns disk.“ Níels S. Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, segir mikilvægt að bæta siðferði í veitingageiranum. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir HEILBRIGÐISMÁL Ef ekki tekst að hindra útbreiðslu svínaflensunnar með bólusetningu getur það raskað starfsemi Landspítalans. Þar eru til þrjár hjarta- og lungnavélar, en allmargar öndunarvélar að auki. Þetta segir Þórólfur Guðnason starfandi sóttvarnalæknir. „Það þurfa ekki mörg tilfelli að bætast við, til að mynda á gjör- gæslu spítalans, sem þurfa önd- unarvélaraðstoð eða slíkt, til þess að skapa algjört neyðarástand. Það má ekki gleyma því að þar inn koma fleiri, sem lent hafa í slysum eða veikindum og þurfa bráðaaðstoð. Skilaboðin hing- að frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu segja að við megum búast við því að fá marga sem þurfa á hjarta- og lungnavélum að halda. Það er þeirra reynsla.“ Þórólfur undirstrikar að það sé því mjög mikilvægt að heilbrigðis- starfsmenn sem annast veikt fólk láti bólusetja sig. „Til þess eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi þarf að vernda sjúklinga gegn því að starfsmenn beri smit á milli. Í öðru lagi er bólusetning nauðsynleg til þess að starfsmenn- irnir veikist ekki sjálfir og geti sinnt störfum sínum sem eru svo mikilvæg. Í þriðja lagi þarf fólk að vernda fjölskyldur sínar með því að bera ekki smit frá spítalanum heim til sín.“ Þórólfur minnir á að svínaflensan sé viðbót við það sem hvílir á spítalanum frá degi til dags. „Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sjúkrahúskerfið ekki mikið aukapláss hvað varðar tæki, húsnæði og starfsmenn til að takast á við mikil vandamál aukalega. Ef almenningur trassar að láta bólusetja sig, faraldurinn breiðist verulega út og innlögnum fjölgar mikið gæti það þýtt að senda þyrfti fólk af spítalanum og stöðva ein- hverja starfsemi. Þetta gæti valdið gríðarlegri röskun, meðal annars fyrir aðra sjúklinga.“ Þórólfur segir svínaflensuna breiðast hratt út, einkum á höfuð- borgarsvæðinu. Tölur dagsins sýni að tilfellum fjölgi ört. jss@frettabladid.is Stefnt getur í neyðar- ástand á gjörgæslu Ekki þurfa margir sjúklingar með svínaflensu að bætast við á gjörgæslu Land- spítalans til að þar skapist algjört neyðarástand, segir Þórólfur Guðnason, starf- andi sóttvarnalæknir. Á spítalanum eru aðeins þrjár hjarta- og lungnavélar. LANDSPÍTALINN Ef almenningur trassar að láta bólusetja sig, faraldur- inn breiðist verulega út og innlögnum fjölgar mikið gæti það þýtt að senda þyrfti fólk af spítalanum og stöðva einhverja starfsemi, segir starfandi sóttvarnalæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLDI DAUÐSFALLA til 13. október 2009 Svæði Fjöldi Evrópa 204 Mið-Austurlönd 143 Afríka 104 Ameríka 3.233 Asía 806 Eyjaálfa 209 Samtals 4.699 Að minnsta kosti 4.700 manns hafa látist af völdum svínaflensu í heiminum, að því er fram kemur á vefsíðu Evrópsku sóttvarnastofn- unarinnar. Langflestir hafa látist í Suður-Ameríku eða 2.164 manns. Í Evrópu- og EFTA-löndum hafa 204 dáið af völdum svínaflensunnar. Tölfræði yfir þá sem veikst hafa er ekki lengur fyrir hendi, því stofnunin hefur hætt samantekt þar sem heil- brigðisyfirvöld flestra Evrópulanda mæla nú aðeins með sýnatöku til staðfestingar flensunni úr tilteknum áhættuhópum. ÞÚSUNDIR LÁTIST Ástæða þess að bóluefni gegn svínaflensu kemur mánuði síðar til landsins en búist hafði verið við er sú að mun hægara gekk að láta veiruna vaxa í hænueggjum en búist hafði verið við, samkvæmt upplýs- ingum starfandi sóttvarnalæknis. Veiran er ræktuð í eggjum og þarf að vaxa þar til að hægt sé að framleiða bóluefnið. Fyrsta sendingin kemur hingað til lands á morgun. ÁSTÆÐA SEINKUNAR BÓLUEFNIS ALÞINGI Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að meginskuldbinding Íslands í Icesave-málinu liggi í vaxtabyrð- inni. Þess vegna skipti ekki öllu máli hvort áttatíu eða níutíu pró- sent fáist upp í forgangskröfur gamla Landsbankans. Samkomulag um uppgjör á eignum og skuldum vegna skipt- ingar Landsbankans var kynnt á mánudag. Með því er talið að eignir bankans standi undir níu- tíu prósentum af forgangskröf- um í bankann en þar ber Icesave- skuldir hæst. Á þingi í gær fagnaði Bjarni þeim málalyktum en bað um leið fjármálaráðherra að útskýra nokkur atriði málsins, meðal ann- ars hvort nýtt virðismat á eigum Landsbankans hefði einhverja þýðingu fyrir skuldbindingar ríkisins í Icesave-málinu. Steingrímur J. Sigfússon kvað það að sjálfsögðu skipta máli að sem minnst stæði eftir af höfuð- stól Icesave-skuldarinnar. Bjarni sagði það svo sem rétt en ekki mætti gleyma að meginþorri skuldbindinganna væri vaxta- kostnaður. „Það skiptir ekki öllu þó að það hafi auðvitað jákvæð áhrif að áttatíu prósent eða níutíu pró- sent endurheimtist vegna þess að skuldbindingin sem við munum fjalla um hér og höfum verið með til umfjöllunar liggur öll í vaxta- kostnaðinum.“ - bþs Bjarni Benediktsson telur uppgjör eigna Landsbankans ekki veigamikið í Icesave: Vaxtabyrðin vegur þyngst STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON BJARNI BENEDIKTSSON NOREGUR, AP Norska Nóbelsnefnd- in brá í gær út af vana sínum og varði hina umdeildu ákvörðun að veita Barack Obama Banda- ríkjaforseta friðarverðlaun. „Við erum einfaldlega ósammála því að hann hafi ekki gert neitt. Hann fékk verðlaun- in fyrir það sem hann hefur komið til leiðar,“ sagði Thorbjörn Jagland, fyrr- verandi forsætisráðherra Noregs, sem er formaður nefndarinnar. Hann segir að Obama hafi meðal annars boðið múslimum sáttahönd og breytt áformum Bush-stjórnarinnar um eldflauga- varnir í Evrópu. - gb Norska Nóbelsnefndin: Obama hefur víst gert mikið THORBJÖRN JAGLAND DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir Gunnari Viðari Árnasyni, sem grunaður er um stórfellt fíkni- efnasmygl til landsins, hefur verið framlengt þar til dómur gengur í máli hans. Gunnar hefur verið ákærður fyrir að flytja til landsins rúm sex kíló af amfetamíni í hraðsendingu í apríl síðastliðnum. Hæstiréttur hefur staðfest þennan úrskurð héraðsdóms. Varðhaldið nær þó ekki lengra en til 5. nóvember. Aðalmeðferð í máli Gunnars Viðars fer fram á föstudag, og munu meintir vitorðsmenn hans í Hollandi gefa þar símaskýrslu. - sh Meintur smyglari í haldi: Áfram í gæslu vegna fíkniefna ALÞINGI Í kjölfar afsagnar Ögmundar Jónassonar úr ríkis- stjórn og skipan Álfheiðar Inga- dóttur í ráð- herraembætti hefur þingflokk- ur VG hróker- að sínu fólki í fastanefndum Alþingis. Ögmundur sest í fjór- ar nefndir: efnahags- og skatta- nefnd, sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd, umhverfisnefnd og utanríkismálanefnd. Ýmsar tilfærslur aðrar fylgja hrókeringum auk þess sem Árni Þór Sigurðsson verður vara- formaður þingflokksins í stað Álfheiðar. - bþs Breytingar á nefndaskipan VG: Ögmundur í fjórar nefndir ÖGMUNDUR JÓNASSON EFNAHAGSMÁL Í erindi norsku fjárlaganefndarinnar til Stórþingsins kemur skýrt fram að lán til Íslend- inga haldist í hendur við afgreiðslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) á málefnum þjóðarinnar. Þá verði Íslendingar að standa við sínar alþjóðlegu skuldbind- ingar og fara eftir regluverki Evrópusambandsins um fjármál. Undir þetta plagg rita formaður nefndarinnar, Reid- ar Sandal, og talsmaður hennar, Per Olaf Lundteigen. Sá síðarnefndi er þingmaður norska Miðflokksins og það var ekki síst eftir samtal við hann að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þórhallsson þingmaður héldu til Noregs til að kanna möguleika á lánalínu fyrir Íslendinga. Þeir Lundteigen og Sandal rita undir skjalið 5. maí. Í því er norska fjármálaráðuneytinu veitt heimild til að veita ríkisábyrgð á aðstoð til Íslendinga fyrir 675 milljónir norskra króna. Þar segir: „Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa sett að skilyrði fyrir láninu að Ísland fylgi þeirri efna- hagsáætlun sem náðst hefur samkomulag við AGS um og að áfangar hennar verði samþykktir í stjórn AGS. Í því felst að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar með talið innlánstrygg- ingaskuldbindingar, samkvæmt regluverki Evrópu- sambandsins og að Ísland ráðist í nauðsynlega styrk- ingu opinbers fjármálakerfis og íslensks efnahags.“ - kóp Plagg sem Lundteigen skrifar undir tekur af allan vafa um lán Norðmanna: Lán Norðmanna háð AGS STÓRÞINGIÐ Fjárlaganefnd norska Stórþingsins tók af allan vafa í maí um að aðstoð við Ísland væri háð því að landið stæði við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. EFNAHAGSMÁL Ekki hafði enn borist svar frá Bretum og Hol- lendingum við samningstilboði Íslendinga vegna Icesave þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra átti þó alveg eins von á svari í gærkvöldi eða í dag. Hinn 23. október falla Icesave- skuldirnar á íslenska innistæðu- sjóðinn. Steingrímur segir ekki nauðsynlegt að ljúka mál- inu endanlega fyrir þann tíma, en það verði að vera komið vel áleiðis. „Ég hef minni áhyggjur ef þá liggur fyrir efnislegt samkomulag beggja aðila.“ - kóp Ekki enn komið svar að utan: Svars að vænta um Icesave DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur litháískri konu á þrítugsaldri fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnasmygls. Konan kom með rúmlega 836 grömm af metamfetamíni til landsins 13. september. Metamfetamín er yfirleitt sterk- ara en amfetamín. Fíkniefnin flutti hún með flugi til Íslands frá Danmörku. Tollverðir fundu efnin falin í fjórum niðursuðudósum í farangri hennar við komu hennar til Keflavíkurflugvallar. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. - jss Kona á þrítugsaldri: Með fíkniefni í fjórum dósum AMFETAMÍN Tollverðir fundu metamfet- amín í farangri konunnar. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.