Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 4
4 19. október 2009 MÁNUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
11°
10°
12°
12°
11°
8°
11°
11°
24°
13°
21°
10°
23°
8°
12°
16°
9°
Á MORGUN
Stíf NA-átt SA-til,
annars hægari.
MIÐVIKUDAGUR
5-10 m/s.
-2
-2
0
-3
0
-1
1
4
6
3
2
12
5
7
8
6
2
3
4
7
8
4
4
0 -1
0
4
5
2 1
3
7
VÍÐA FÍNT VEÐUR
Það verður heldur
kalt á landinu í dag
og allt að fi mm
stiga frost á Norð-
ur- og Austurlandi.
Morgundagurinn
verður einnig held-
ur svalur, en það
hlýnar aðeins á
miðvikudag. Vindur
verður skaplegur
næstu daga og
yfi rleitt úrkomulítið
fram að miðviku-
dag.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
GENGIÐ 16.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,5554
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,54 124,12
201,36 202,34
184,15 185,19
24,735 24,879
22,071 22,201
17,754 17,858
1,3554 1,3634
196,62 197,80
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Bílavarahlutir
EFNAHAGSMÁL Bretar og Hollend-
ingar fengu þeirri kröfu sinni
framgengt að ríkisábyrgð vegna
Icesavemálsins framlengist sjálf-
krafa ef lánið verður ekki að fullu
greitt árið 2024. Því er haldið til
streitu af Íslands hálfu að lagaleg
skylda til að ábyrgjast greiðslur,
með þeim hætti sem þjóðirnar
tvær hafa krafist, er ekki viður-
kennd.
Niðurstaða samningaviðræðna
við hollensk og bresk stjórnvöld
um ríkisábyrgð vegna Icesav-
emálsins liggur fyrir. Samkomu-
lagið felur í sér að gerður verði
sérstakur viðauki við fyrri samn-
inginn og fyrirvarar Alþingis frá
því í ágúst ganga þar inn. Nýtt
frumvarp um ríkisábyrgð verð-
ur að öllum líkindum lagt fram
á Alþingi í dag og sameiginleg
yfirlýsing íslenskra, hollenskra
og breskra yfirvalda birt.
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra lagði þunga áherslu á
mikilvægi niðurstöðunnar. Hags-
munir þjóðarinnar væru að ljúka
málinu frekar en skilja það eftir í
uppnámi. Í kjölfar niðurstöðunn-
ar gæti þjóðin nú gengið í nauð-
synlegar aðgerðir í efnahagslegri
endurreisn enda fái stjórnvöld nú
endurskoðun á samningi við AGS.
Hún er þeirrar skoðunar að allt
hafi náðst fram sem mögulegt var
„enda eru Bretar og Hollendingar
óánægðir eins og við og hefðu vilj-
að sjá samninginn öðruvísi.“
Eins og Fréttablaðið greindi frá
9. október kom aldrei til greina að
hálfu Breta og Hollendinga í við-
ræðunum að samið yrði um eftir-
stöðvar lánsins árið 2024 eins og
segir í lögunum frá því í ágúst.
Niðurstaðan er að ríkisábyrgð
framlengist sjálfkrafa þangað
til skuldin er greidd. Eftir 2024
framlengist lánið sjálfkrafa til
2030 ef eitthvað stendur eftir.
Síðan lengist í láninu um fimm ár
í senn þangað til það er að fullu
greitt.
Hvað varðar 2024-ákvæðið
segir Steingrímur aðalatriðið að
allar spár bendi til að Ísland hafi
þegar greitt lánið á þeim tíma.
Breytingu á ákvæðinu beri að
skoða í því ljósi.
Þau Steingrímur og Jóhanna
telja að meirihluti sé á Alþingi
fyrir málinu. Steingrímur vildi
þó ekkert tjá sig sérstaklega um
á hverju hann byggði þá álykt-
un sína, en Þingflokkur Vinstri
grænna hefur deilt hart vegna
málsins. Ögmundur Jónasson
sagði sig frá embætti heilbrigðis-
ráðherra vegna þess.
svavar@frettabladid.is
Ríkisábyrgð vegna Icesave
hefur engin tímatakmörk
Niðurstaða liggur fyrir í Icesavemálinu og skrifað verður undir samkomulag í dag. Oddvitar stjórnarinnar
eru bjartsýnir á framgang málsins á Alþingi. Ríkisábyrgð framlengist sjálfkrafa þangað til lánið er greitt.
Réttindi og skyldur íslenskra aðila:
1. Endurgreiðsla láns: Endurgreiðsla láns að fjár-
hæð 1.329.242.850 evrur (Holland) og allt að
2.350.000.000 pund (Bretland).
2. Fyrirkomulag endurgreiðslu: Ársfjórðungslegar
greiðslur sem hefjast í september 2016 og lýkur
í júní 2024 – 32 jafnar greiðslur.
3. Þak á greiðslur: Ef greiðsla af samanlögðum
vöxtum og höfuðstól verður hærri á ársgrund-
velli en 2% (Holland) eða 4% (Bretland) af
vexti vergrar landsframleiðslu frá 2008, lækkar
greiðsla af höfuðstól þannig að greiðsla verði
ekki umfram þakið. Vextir verða alltaf greiddir
að fullu.
4. Möguleiki á lengingu: Ísland getur, hvenær sem
er á lánstímanum, óskað eftir lengingu endur-
greiðslutíma um sex ár, til ársins 2030. Fjárhæð
greiðslnanna yrði þá endurreiknuð á tímamarki
framlengingarinnar þannig að greiðslurnar verði
jafnar til ársins 2030.
5. Sjálfkrafa framlenging: Ef möguleiki á framleng-
ingu hefur ekki verið nýttur og lánið hefur ekki
verið endurgreitt að fullu fyrir árið 2024 fram-
lengist það sjálfkrafa til ársins 2030. Sjálfkrafa
framlengingar til fimm ára frá árinu 2030 koma
til ef lánið er ekki að fullu greitt fyrir þann tíma
vegna þaks á endurgreiðslum
6. Niðurgreiðsla lána: Tryggingarsjóði er hvenær
sem er heimilt að greiða niður lán Hollendinga
og Breta í heild eða að hluta. Lágmark niður-
greiðslu í hvert sinn er 1 milljón evra/1 milljón
punda.
NIÐURSTAÐA ÚR ICESAVEVIÐRÆÐUNUM
EFNAHAGSMÁL „Í þessu máli þá hefur verið
vegið að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar af
þessum ríkjum og öðrum þeim sem hafa neit-
að okkur um þann sjálfsagða rétt að fá skorið
úr um þetta mál hjá hlutlausum dómstólum,“
segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, um niðurstöðu ríkisstjórnar-
innar í Icesave-málinu.
Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að
fella sig við þetta misrétti og það standi ekki
steinn yfir steini sem ríkisstjórnin samþykkti
í sumar. „Það á við um lagalega fyrirvara,
efnahagslega fyrirvara og allt það sem máli
skipti á sumarþinginu,“ segir Bjarni.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyf-
ingarinnar, segir efnahagslegu fyrirvarana
við samkomulagið hafa verið eyðilagða. Hún
segir þó jákvætt að tillaga Hreyfingarinnar
um að leita verði allra ráða til þess að endur-
heimta Icesave-innistæðurnar haldi sér inn
í samkomulaginu. Um niður stöðuna í heild
segir Margrét: „Mér líst ekki nógu vel á þetta.
Það er forkastanlegt að Alþingi setji lög og
svo er það borið undir Hollendinga og Breta.“
„Þetta er bara algjörlega afleitt,“ segir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, um samkomulagið.
Hann segist sjálfur hafa bent á það á sínum
tíma, þegar fyrirvararnir voru samþykktir,
að helsti gallinn væri sá að Íslendingar væru
að taka þessa Icesave upphæð að láni en ætl-
uðu bara að endurgreiða hana að hluta. Þetta
segir Sigmundur ekki rétta nálgun. Hann
segir að kosturinn við fyrri samninga hafi
helst verið sá að Bretar og Hollendingar sjálf-
ir myndu hafna samningnum. „Svo kemur
annað á daginn, ríkisstjórnin var tilbúin til að
gefa allt fyrir þetta,“ segir Sigmundur, sem
telur ámælisvert hvernig ríkisstjórnin virðist
hafa beitt sér í þágu Hollendinga og Breta en
ekki Íslendinga.
Forystumenn stjórnarandstöðu andvígir niðurstöðu í Icesave-málinu:
Telja vegið að sjálfstæði þjóðarinnar
UPPLÝST UM ICESAVE Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra kynntu nýjan Icesave-samning í gær. Með þeim voru
Helgi Áss Grétarsson og Páll Þórhallsson en auk þeirra komu Nigel Ward, Benedikt
Bogason, Björg Thorarensen og Eiríkur Tómasson að samningsgerðinni.
VIÐSKIPTI Verðbólga mælist níu
prósent í þessum mánuði gangi
spá IFS Greiningar um verð-
bólguhorfur eftir. Verði það raun-
in hefur verðbólga ekki verið
lægri síðan í fyrravor 2008.
IFS gerir ráð fyrir að hratt
dragi úr verðbólgu á næstu mán-
uðum og kunni hún að fara allt
niður í sex til sjö prósent fyrir
áramót.
Í spánni segir að fari verðbólga
niður í sex til sjö prósent og raun-
stýrivextir í fimm til sex prósent
sé það hærra en í nágrannaríkj-
unum. Því megi reikna með að
Seðlabankinn lækki stýrivexti í
tíu prósent áður en nýtt ár rennur
upp. Gangi það eftir hafa stýri-
vextir ekki verið lægri í fjögur
ár. - jab
Hratt dregur úr verðbólgu:
IFS spáir lægri
stýrivöxtum
SEÐLABANKINN Gangi spá IFS eftir hafa
stýrivextir hér ekki verið lægri í rúm
fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Vegna fréttar um keppnina um sterk-
ustu konu Íslands í blaði laugardags-
ins skal tekið fram að hjónin Lára
Helgadóttir og Andrés Guðmundsson
stóðu fyrir slíkum keppnum á síðasta
áratug, en ekki Hjalti Úrsus Árnason.
Keppendur voru sex til átta talsins.
LEIÐRÉTTING
F
R
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
A
N
TO
N
BJARNI
BENEDIKTSSON
SIGMUNDUR
DAVÍÐ GUNN-
LAUGSSON
MARGRÉT
TRYGGVADÓTTIR