Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 34
18 19. október 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1453 Hundrað ára stríðinu lýkur
þegar Frakkar ná aftur
Bordeaux. Englendingar
halda Calais í Frakklandi.
1898 Í Reykjavík er vígt timbur-
hús fyrir Barnaskóla
Reykja víkur sem síðar fær
nafnið Miðbæjarskólinn.
Timbur er valið sem helsti
efniviður hússins vegna
ótta manna við að stein-
hús kunni að hrynja í
jarðskjálfta.
1969 Stytta af Ólafi Thors for-
sætisráðherra eftir Sigur-
jón Ólafsson er vígð fram-
an við Ráðherrabústaðinn
í Reykjavík.
2005 Réttarhöld hefjast yfir
Saddam Hussein.
2007 Ný heildarþýðing Biblí-
unnar kemur út, Biblía 21.
aldar.
AUÐUR AUÐUNS (1911-1999)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Ég er alin upp í borgaraleg-
um hugsunarhætti eins og
hann gerist bestur og fellur
hann saman við stefnuyfirlýs-
ingu míns flokks, Sjálfstæð-
isflokksins. Hann felst í virð-
ingunni fyrir einstaklingnum
og frjálsræði hans og þeirri
ábyrgðartilfinningu, sem hver
einstaklingur þarf að hafa.“
Auður Auðuns var lögfræðing-
ur, borgarstjóri í Reykjavík og
ráðherra.
Spænska veikin var inflúensu-
faraldur sem gekk yfir heim-
inn árin 1918-19. Veirustofninn
heitir H1N1 innan inflúensu
af A-stofni. Spænska veikin er
mannskæðasta farsótt sem
sögur fara af. Talið er að fimm-
tíu milljónir manna hafi dáið
af völdum hennar.
Veikin er talin hafa borist til
Íslands með skipunum Botníu
frá Kaupmannahöfn og Will-
emoes frá Bandaríkjunum 19.
október 1918, sama dag og
sambandslagasamningurinn
um fullveldi Íslands var sam-
þykktur.
Veikinni fylgdi lungnabólga
og létust menn oft innan
tveggja daga eftir að sóttarinn-
ar varð vart.
Í byrjun nóvember höfðu
margir tekið sóttina og þá er
fyrsta dauðsfallið skráð. Mið-
vikudaginn 6. nóvember er
talið að þriðjungur Reykvík-
inga hafi verið orðinn veikur.
Fimm dögum síðar er talið að
tveir þriðju íbúa höfuðborgar-
innar hafi verið rúmfastir.
Allt athafnalíf lamaðist í
Reykjavík. Talið er að 484
Íslendingar hafi látist úr
spænsku veikinni, þar af 258 í
Reykjavík. Hinn 20. nóvember
voru þeir sem létust í sóttinni
jarðsettir í fjöldagrafreitum. Þá
var veikin tekin að réna.
ÞETTA GERÐIST: 19. OKTÓBER 1918
Spænska veikin berst til Íslands
AFMÆLI
HEIKKI
KOVALAINEN
kappaksturs-
maður er 28
ára.
EVANDER
HOLYFIELD
hnefaleika-
kappi er 47
ára.
PATRICIA IRE-
LAND, kven-
réttindakona
og lögmaður,
er 64 ára.
SVEINN
GEIRSSON
leikari er 37
ára.
Frumraun Bjarna Harðarsonar, bók-
sala á Selfossi og fyrrverandi þing-
manns, í skáldsagnagerð er nú á leið í
verslanir. Bókin nefnist Svo skal dansa
en í henni styðst Bjarni við ævi lang-
ömmu sinnar Sesselju Helgadóttur
og kvenna sem henni tengdust. „Hún,
dóttir hennar og dóttir hennar áttu það
allar sammerkt að alast upp í sárri fá-
tækt og þurfa að láta frá sér börnin og
halda svo áfram erfiðri lífsbaráttu,“
segir Bjarni um efni bókarinnar.
Frásögnin er sögð í fyrstu persónu
og af konu og eins og nærri má geta
þótti Selfyssingnum Bjarna það afar
ögrandi verkefni að setja sig inn í hug-
arheim fátækrar konu austur á fjörð-
um.
Dramatískari verða viðfangsefni
höfunda vart og fáir menn eru fróðari
en Bjarni um lífið á Íslandi. Frásögn-
in ætti því að henta breiðum hópi les-
enda. Söguna segir hann einnig vera
skáldsögu um kvenréttindabaráttu, án
þess þó að vera bundna hefðbundnum
hugtökum úr stéttabaráttunni.
Bjarni segir heimildir um ævi þess-
ara kvenna heldur fátæklegar. Stóran
hluta sögunnar skáldaði hann en annað
byggði hann á þeim heimildum og frá-
sögnum sem fyrir hendi voru. Hann
hafi því lengi safnað í sarpinn áður en
hann réðst í ritun sögunnar. Flest hafi
hann fengið að vita hjá ömmubróður
sínum.
„Hann var einn af þessum mönn-
um sem aldrei voru annað en vinnu-
menn á sveitabæ. Kom níu ára gam-
all á sveitabæ sem hreppsómagi og fór
þaðan tæplega sjötugur til að deyja á
sjúkrahúsi. Hann var skemmtilegur
sagnamaður og kveikti í mér með þess-
ari sögu,“ segir Bjarni. Hann segist
hafa heyrt frásögn ömmubróður síns
í kringum 1980 og því hafi saga lang-
ömmu hans lengi gerjast innra með
honum. Það tók hann því ekki langan
tíma að raða saman beinagrindinni á
skáldsögunni.
„Ég byrjaði í janúar og setti saman
uppkast á örfáum nóttum. Ég hef svo
verið að hamra þetta saman, bæta
og breyta allt þetta ár,“ segir Bjarni.
Hann segist þó vilja að aðrir en hann
dæmi um hvernig til hafi tekist.
karen@frettabladid.is
BJARNI HARÐARSON BÓKSALI: SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU SKÁLDSÖGU
Studdist við líf langömmu
TEKST Á VIÐ ÖGRANDI VERKEFNI Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi þingmaður, setti sig
inn í hugarheim langömmu sinnar og kvenna sem henni tengdust sem allar fóru í gegnum lífið
í sárri fátækt og þurftu að gefa frá sér börn sín. MYND/EGILL BJARNASON
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
Pétur Björnsson
Vesturgötu 158, Akranesi,
lést 12. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 22. október kl. 14.00. Blóm og kransar
vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á reikning í Landsbankanum á Akranesi, 0186
05 068900 kt. 110856 2459.
Ásdís Gunnarsdóttir
Gylfi Pétursson Selma M. Arnardóttir
Gunnar Örn Pétursson Jóhanna Bjarnarson
Bjarki Þór Pétursson
Sigurður Ásbjörn Pétursson Sólrún Perla Garðarsdóttir
Sigríður Pétursdóttir
og afabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Valtýs Jónassonar
frá Siglufirði.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Jónas Valtýsson Vigdís Sigríður Sverrisdóttir
Guðrún Valtýsdóttir
Baldvin Valtýsson Laufey Ása Njálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
Zakarías Hólm Hjartarson
fv.deildarstjóri Tollgæslunnar í Keflavík,
Grænumörk 2, Selfossi,
andaðist fimmtudaginn 15. október. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 23. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Jónsdóttir.
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
Gunnar H. Ólafsson
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 11. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20.
október kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent
á Slysavarnafélag Íslands.
Gyða Ólafsdóttir
Ásta Ólafsdóttir Beck
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
Kær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
Guðný Erla Jónsdóttir
Hjarðarhlíð 5, Egilsstöðum,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara-
nótt 14. okt. sl., verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
fimmtudaginn 22. okt. klukkan 11.
Völundur Jóhannesson
Anna Ósk Völundardóttir Tryggvi Ólafsson
Harpa Völundardóttir Kristján Guðmundsson
Bjarni Óskar og Matja Dise, Guðný Vala, Eyrún Anna,
Elín Lára og Ívar
Ólafur Gunnar og Völundur Ingi
Sigrún Björg, Ásgeir Örn og Ólöf Harpa.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Sigurlaug Jónsdóttir
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
20. október kl. 15.00.
Pálína Oswald Edward Pétur Ólafsson
Kristján Andreas Ágústsson Bryndís Konráðsdóttir
Jón Frímann Ágústsson Hallfríður Ólafsdóttir
Þórður Ágústsson Anne S. Svensson
Guðríður Ágústsdóttir Gunnlaugur Kr. Gunnlaugsson
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur faðir minn, bróðir okkar og
mágur,
Guðjón Sigurðsson
Eskihlíð 26, Reykjavík,
er lést þriðjudaginn 6. október sl. verður jarðsunginn
mánudaginn 19. október kl. 13.00 frá Garðakirkju,
Álftanesi.
Anna Björg Guðjónsdóttir
Rafn Sigurðsson Guðrún Nielsen
Jónfríður Sigurðardóttir Ólafur Nielsen
Guðmunda Lilja Sigvaldadóttir Helga Nielsen
og aðrir aðstandendur.