Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 6
6 19. október 2009 MÁNUDAGUR
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is
AUKAKRÓNUR
2 gallabuxur á ári
fyrir Aukakrónur
A-kortin
Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig
Þú getur keypt þér nýjar Diesel gallabuxur að vori og hausti hjá fjölmörgum verslunum NTC
fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig
langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
* M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum.
Sjá nánar á www.aukakronur.is.
*
IÐNAÐARMÁL „Ef þessi áform ganga
eftir verður nær útilokað að selja
þá hugmynd að staðsetja verk-
smiðjuna hér. Mitt persónulega
mat er að þetta slái okkur út af
borðinu“, segir Einar Þorsteins-
son, forstjóri Elkem Ísland, spurð-
ur um áhrif boðaðra orku- og auð-
lindaskatta á fyrirætlanir um
byggingu sólarkísilverksmiðju á
Grundartanga.
Dótturfyrirtæki Elkem, Elkem
Solar, hefur í rúmt ár unnið að
því að meta hvar hagstætt sé að
reisa nýja sólarkísilverksmiðju
fyrirtækisins. Upphaflega voru
fimm staðsetningar taldar koma
til greina en í sumar var þeim
fækkað niður í þrjár. Ísland er eitt
þessara þriggja landa ásamt Kan-
ada og ónefndu Asíulandi. Einar
tekur skýrt fram að verksmiðjan
hafi ekki verið í hendi en mögu-
leikar Íslands afar góðir. Annað
óvissuatriði sé hvað raunverulega
sé verið að segja í frumvarpinu um
nýja skatta.
Nýr orku- og auðlindaskattur á
að skila þjóðarbúinu sextán millj-
örðum króna á ári, samkvæmt
fjárlagafrumvarpi ársins 2010. Það
hefur verið nokkuð á reiki hvernig
útfærsla skatttekjunnar verður og
segir Einar að allir sem að orku-
frekum iðnaði koma viti ekkert
hvernig rekstrarumhverfi næstu
ára verði.
Það liggur fyrir að um mikla
hagsmuni er að tefla. Fjárfest-
ing fyrirtækisins, ef til kæmi,
væri einn milljarður Bandaríkja-
dala, eða 123 milljarðar íslenskra
króna. Á uppbyggingartíma verði
allt að þúsund manns við störf og
350 manns fái varanlega vinnu
við framleiðslulínuna þegar verk-
smiðjan tekur til starfa árið 2012
eða 2013. Þá eru ekki talin með
afleidd störf. „Þegar þau eru talin
gæti verið um að ræða þúsund var-
anleg störf hér á svæðinu“, segir
Einar.
„Vandinn er sá að við erum ekki
bara að tala um skatt á orkuna
heldur líka á kolefnislosun sem
vegur þungt hjá okkur. Mér sýnist
að miðað við nýjustu tölur þá þýði
þetta vel á annan milljarð króna í
aukinn kostnað fyrir verksmiðj-
una“, segir Einar.
Elkem Ísland, sem rekur járn-
blendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga, hefur að undanförnu fjár-
fest fyrir átta milljarða króna í
endurnýjun verksmiðjunnar. Einar
segir það liggja fyrir að ekki hefði
verið ráðist í þá fjárfestingu ef
skattlagningaráform ríkisstjórn-
arinnar hefðu legið fyrr fyrir.
„Mér finnst líklegra að dregið
hefði verið úr starfseminni með til-
heyrandi uppsögnum starfsfólks“,
segir Einar. Í verksmiðjunni starfa
á þriðja hundrað starfsmenn.
svavar@frettabladid.is
Sólarkísilverksmiðja
slegin út af borðinu
Fyrirhuguð uppbygging norska fyrirtækisins Elkem Solar á Grundartanga er í
fullkomnu uppnámi með nýjum orku- og auðlindaskatti, að mati forstjóra Elk-
em Ísland. Um 123 milljarða króna erlenda fjárfestingu er um að tefla.
FRÁ GRUNDARTANGA Járnblendiverksmiðjan hefur starfað síðan 1979 og er vinnu-
staður á þriðja hundrað manna. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Mér sýnist að miðað við
nýjustu tölur þá þýði
þetta vel á annan milljarð króna
í aukinn kostnað fyrir verksmiðj-
una.
EINAR ÞORSTEINSSON
FORSTJÓRI ELKEM Á ÍSLANDI
MADRID Um ein milljón manns tók
þátt í mótmælagöngu gegn frjáls-
lyndari spænskum fóstureyð-
ingarlögum í Madrid í gær. Þar
á meðal voru fylgjendur fjölda
hægri- og miðjuflokka og var
gangan studd af kaþólsku kirkj-
unni.
Í göngunni var frumvarpi
stjórnar sósíalista, þess efnis
að öllum konum sem þess óska
verði leyft að fara í fóstureyð-
ingu, mótmælt. Frá árinu 1985
hafa fóstureyðingar á Spáni ein-
ungis verið leyfðar eftir þung-
un af völdum nauðgunar, þegar
um genagalla fósturs er að ræða
og þegar meðgangan stofnar lífi
móður í hættu. Mótmælendurn-
ir vildu ekki rýmka þau lög. Rík-
isstjórnin vill hins vegar leyfa
allar fóstureyðingar á fyrstu
fjórtán vikum meðgöngu og að
stúlkur niður í sextán ára gamlar
geti farið í fóstureyðingu án sam-
þykkis foreldra. - ve
Fóstureyðingarlög á Spáni:
Mótmælendur
létu í sér heyra
GENGIÐ UM GÖTURNAR Mótmælin í
Madrid, höfuðborg Spánar, fóru friðsam-
lega fram.
VERSLUN Margir sýndu vinnubúð-
um Landsvirkjunar á Kárahnjúk-
um áhuga og bárust fjölmörg
tilboð í þær, samkvæmt upplýs-
ingum frá fyrirtækinu.
Ákveðið var að ganga til samn-
inga við þá sem áttu hagstæðustu
tilboðin.
Steindór Jónsson ehf. keypti
259 fermetra þjónustumiðstöð,
JPP ehf. keypti 111 fermetra
skrifstofuhús og Óshóll ehf.
keypti 14 staka svefnskúra.
Landsvirkjun bauð einnig tæp-
lega 300 fermetra svefnskála og
fjögur rofahús til sölu en ákvað
svo að nýta þau við Kröflu og
Búðarhálsvirkjun. - bþs
Vinnubúðir LV við Kárahnjúka:
Fjölmörg tilboð
LONDON, AP Enginn ís verður eftir
á Norðurpólnum að sumarlagi
eftir áratug. Þetta er niðurstaða
teymis breskra vísindamanna
sem er nýkomið frá pólnum.
Rannsóknarteymið gekk um
ellefu kílómetra á dag að með-
altali og synti í vatni við frost-
mark til að mæla vatn og snjó á
pólnum. Leiðangurinn tók þrjá
mánuði. Mælingarnar leiddu í
ljós að megnið af ísnum á póln-
um var eins árs gamall eða yngri
ís og einungis um 1,8 metrar að
þykkt. Prófessor við Cambridge-
háskóla segir ísinn of þunnan til
að standa af sér bráðnun næsta
sumar. - sh
Ný athugun á Norðurpólnum:
Íslaust á sumrin
eftir áratug
SYDNEY: Hin sextán ára Jessica
Watson frá Ástralíu lagði í gær
upp í heimsreisu frá Sydney en
hún ætlar að freista þess að verða
yngst til þess að sigla einsömul
umhverfis heiminn á seglbát.
Jessica gerir ráð fyrir því að vera
átta mánuði á leiðinni og vonast
til þess að slá met hins sautján
ára Mikes Perham frá Bretlandi
en hann lauk siglingu umhverfis
heiminn í ágúst síðastliðnum.
Watson varð fyrir því óláni við
æfingasiglingar í síðasta mánuði
að sigla á 63 tonna vöruskip og
hvöttu áströlsk stjórnvöld hana
eindregið til að endurskoða áform
sín í kjölfarið. Hún lét það ekki
stöðva sig. - ve
Ætlar að slá heimsmeit:
Sextán ára sigl-
ir um heiminn
BLESS Jessica Watson var kát þegar hún
lagði úr höfn í Sydney í gær.
LÖGREGLUMÁL Tveir Litháar sem
gáfu sig fram við lögreglu um helg-
ina voru í gær úrskurðaðir í gæslu-
varðhald til miðvikudags. Þeir eru
grunaðir um að tengjast meintu
mansalsmáli sem upp kom í síðustu
viku. Þriðja manninum, sem einnig
gaf sig fram eftir að lýst var eftir
honum, var sleppt.
Alls sitja nú fimm í varðhaldi
vegna málsins, og sá sjötti var
handtekinn vegna þess í gær og
gisti fangageymslur í nótt.
Málið hófst þegar ung kona frá
Litháen kom til landsins í annar-
legu ástandi og sagði lögreglu í
mikilli geðshræringu að til stæði
að selja hana nauðuga í vændi. Hún
hvarf svo í rúma þrjá sólarhringa
en fannst óhult á föstudag.
Að sögn Öldu Hrannar Jóhannes-
dóttur, staðgengils lögreglustjórans
á Suðurnesjum, grunar lögreglu að
mennirnir séu hluti af skipulagðri
glæpastarfsemi, sem ekki aðeins
geri út vændiskonur heldur stundi
einnig annars konar afbrot. Hún
útilokar að fleiri verði handteknir
vegna málsins á næstunni.
Búið er að bera kennsl á meint
fórnarlamb mannanna, sem kom
til landsins fyrir rúmri viku. Stað-
festing hefur borist frá Litháen á
því hver hún er. Hún er enn í umsjá
lögreglu og er ástand hennar nokk-
uð gott. - sh
Grunaðir hórmangarar taldir hluti af neti skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi:
Fimm í gæslu og sjötti í haldi
LÖGREGLUSTÖÐIN Sjötti maðurinn var
handtekinn í gær grunaður um tengsl
við málið. MYND / VÍKURFRÉTTIR
Ertu farin(n) að huga að
jólunum?
Já 40%
Nei 60%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú nýtt þér vændisþjón-
ustu?
Segðu skoðun þína á vísir.is
Þingmenn VG styðji ráðherra
Aðalfundur Kjördæmisráðs VG í
Norðausturkjördæmi lýsir yfir fyllsta
stuðningi við störf ráðherra flokksins
og beinir þeim tilmælum til þing-
manna hans að þeir standi einhuga
að baki ráðherranna við erfið verkefni
þeirra. Jafnframt er ánægju lýst með
að flokkurinn skyldi ganga til stjórnar-
samstarfs við Samfylkinguna.
STJÓRNMÁL
KJÖRKASSINN