Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 46
30 19. október 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. jurtatrefjar, 6. hvort, 8. tunna, 9. kvk nafn, 11. í röð, 12. kvk gælunafn, 14. yndis, 16. til, 17. frjó, 18. blaður, 20. ólæti, 21. heimsálfa. LÓÐRÉTT 1. bein, 3. í röð, 4. skjalla, 5. hald, 7. matur, 10. skelfing, 13. gifti, 15. sykrað, 16. herma, 19. grískur bók- stafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. bast, 6. ef, 8. áma, 9. gró, 11. jk, 12. gagga, 14. unaðs, 16. að, 17. fræ, 18. píp, 20. at, 21. asía. LÓÐRÉTT: 1. legg, 3. aá, 4. smjaðra, 5. tak, 7. frauðís, 10. ógn, 13. gaf, 15. sætt, 16. apa, 19. pí. „Við erum komin með marga fer- metra af köngulóarvef og fullt af alls konar litlum græjum og skrautmunum. Við ætlum að gera okkar allra besta í að breyta Nasa í draugahús – eða draugakastala réttara sagt,“ segir poppkóngur- inn Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar heldur risahrekkja- vökupartí á Nasa laugardaginn 31. október. Partíið verður afar veg- legt og húsið verður skreytt í anda Hammer-hryllingsmyndanna sem komu fyrst út á fimmta áratug síð- ustu aldar. „Annars ætlum við líka að nota öll leikhúsmeðulin sem til eru,“ segir Páll. Hrekkjavökupartí eru afar vin- sæl erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Páll Óskar fagn- ar því að Íslendingar hafi tekið við sér síðustu ár og byrjað að halda í meiri mæli upp á hrekkjavökuna – hátíð hinna framliðnu. Hann hvet- ur fólk til þess að vera hugmynda- ríkt í búningavali og vonast til þess að flóran verði fjölbreytt. „Þrátt fyrir að Nasa líti út eins og draugahús, þá er engin skylda að fólk mæti í partíið eins og nornir eða forynjur,“ segir hann. „Það getur verið kostnaðarsamt að breyta sér í vampíru, en góðar hugmyndir fyrir svona grímu- böll þurfa ekki að vera dýrar. Ef pabbi þinn var slökkviliðsmað- ur eða mamma þín hjúkka – eða ef þú þekkir einhvern sem vann á hamborgarastað – þá er ekk- ert mál að fá einkennisbúningana lánaða og mæta þannig. Ef maður kíkir á þessi partí sem eru hald- in erlendis, þar sem allar stjörn- urnar mæta, þá er það ímyndun- araflið sem ræður og fólk heldur ekkert endilega í hryllingsmynda- búningana.“ atlifannar@frettabladid.is PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON: BREYTIR NASA Í DRAUGAKASTALA Verður með marga fermetra af köngulóarvef VAMPÍRA Páll Óskar telur líklegt að hann verðir vampíra í partíinu. MYND/ODDVAR „Hann hefur alltaf verið svo duglegur og gengið vel í því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Það er ekki hægt annað en að vera stolt. Þegar hann var fimm ára sagðist hann ætla að vera leikari. Það kom auðvitað fram þegar hann var í Hlíða- skóla.“ Bryndís Lúðvíksdóttir, móðir Björns Thors sem leikur í Brennuvörgunum og Fangavaktinni. Eins og Fréttablaðið greindi skil- merkilega frá fyrr á þessu ári komu nokkur tökulið frá Indlandi hingað í þeim erindagjörðum að taka upp atriði fyrir kvikmyndir sínar. Þótt indversk kvikmyndagerð hafi ekki átt upp á pallborðið hér á landi eru íbúar þessa fjölmennasta lýðræð- isríkis heims miklir kvikmynda- áhugamenn og kvikmyndastjörn- urnar þar engu minni fréttamatur en leikararnir í Hollywood. Stórblaðið The Times of India birtir þannig ansi ítarlegt viðtal við indversku leikkonuna Nayanthara á vefsíðu sinni. Þar kemur fram að henni þótt ekki mikið til íslenska sumarsins koma. Nayanthara var stödd hér á landi til að taka upp lagið Eno Eno fyrir kvikmyndina Aadhavan ásamt mótleikara sínum Suriya. „Ég held að Ísland sé eitt myndrænasta land sem ég hef komið til,“ segir Nayanthara í við- talinu. „En á sama tíma var veð- urfarið alveg hrikalegt. Við vorum þarna að sumri til og samt sem áður var snjór yfir öllu,“ útskýrir Nayanthara. Svo hafi verið gríðar- lega mikill vindur þegar tökurn- ar stóðu yfir þannig að leikur- unum leið eins og þeir myndu fjúka. „Í atriðunum mátti ég ekki vera í neinum hlífðar- fatnaði og ég var alveg að drepast úr kulda.“ - fgg Sumarkuldinn á Íslandi fór illa í indverska stórleikkonu „Ég byrjaði að semja áður en ég lærði á gítarinn. Það gerir sig allt- af betur hjá tónlistarmönnum. Svo verða þeir færir og þá koma leið- inleg lög. Þetta er stórhættulegt,“ segir grínistinn Þorsteinn Guð- mundsson. Þorsteinn hefur undanfarið leik- ið undir á gítar þegar hann kemur fram. Í síðustu viku fullkomnaði hann tilverurétt sinn sem gítar- leikari og keypti sér magnara og er því orðinn eins manns hljómsveit. „Ég get farið hvert sem er. Eins og Jójó, ég er svo mikið þannig kall hvort sem er,“ segir Þorsteinn og bætir við að stressið hafi verið mikið þegar hann hóf að taka með sér gítarinn. „Ég byrjaði nefnilega að koma fram með gítarinn áður en ég lærði á hann. Þá kunni ég tvö grip og var alltaf að biðja fólk um að bíða á meðan ég skipti um grip. En ég er svolítið obsessívur og æfi mig hálftíma á dag og get núna spilað undir.“ Gítarleikur Þorsteins hefur fengið góðar viðtökur og það er nóg að gera hjá honum. „Ég dett inn í skóla, fyrirtæki og alls konar,“ segir hann. „Það er rosa- lega gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er að skoða að gera eitthvað meira í þessu. Mig langar að taka þetta eitthvað áfram.“ - afb Samdi fyrst – lærði svo að spila á gítar EINS MANNS HLJÓMSVEIT Þorsteinn Guðmundsson, grínisti og nú tónlistarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ILLA VIÐ KULDA Nayanthara og mótleikara hennar Suriya fannst heldur kalt á Íslandi og vindasamt þótt hér væri sumar. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var haldin í ellefta sinn í Reykjavík um helg- ina. Hátíðin þótti heppnast ágætlega og virtust fjölmarg- ir erlendir gestir skemmta sér hið besta. Venju sam- kvæmt myndast langar raðir fyrir utan vinsælustu tónleikana og þetta árið var versti flöskuhálsinn fyrir utan Nasa á laugardagskvöldið. Þar voru dansboltar á borð við Kas- per Bjørke og Trentemøller að spila auk Lóu og krakkanna í FM Belfast. Þeir sem létu sig hafa það að bíða í röð voru óánægðir þegar dyraverðir hleyptu útvöldum fram fyrir. Einn þeirra sem fékk slíka meðferð var Gunnlaugur Jónsson, þjálf- ari karlaliðs Vals í fótbolta. Heyrðist baul í röðinni þegar hann laumaði sér inn. Íslenskar hljómsveitir taka upp á ýmsu til að vekja á sér athygli á Airwaves. Frumlegasta uppátækið þetta árið eiga án alls vafa Óttarr Proppé og félagar í Dr. Spock. Þeir leigðu sér flutn- ingabíl, skutu upp kollinum víða um miðborgina og héldu tónleika öllum að óvörum. Óhætt er að fullyrða að þetta tón- leikahald vakti mikla lukku hjá þeim sem voru á ferð um mið- borg- ina. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. 2 Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaráls. 3 Stefán Logi Magnússon.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.