Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 14
14 19. október 2009 MÁNUDAGUR hönd Færeyinga. Danir segja sem svo að þeir geti ekki sótt um aðild að samtökum sem Danir eru nú þegar í, en hafa ekki útilokað EES- aðildina. En dönsk stjórnvöld hafa verið hjálpsöm við að reyna að koma Færeyjum í EFTA. Sú vegferð hefur þó stöðvast í bili, meðan beðið er niðurstöðu aðildarum- sóknar Íslands. Jørgen Niclasen, utanríkisráð- herra Færeyja og formaður Fólka- flokksins telur þó að Danmörk vilji ekki hleypa Færeyingum í EES. Hann vill semja um álíka samstarf við ESB. „Frían aðgang fyrir vörur höfum við nú þegar. Frjálsa för fólks og fjármagns og þjónustu viljum við fá. Þetta fernt saman er EES. Við getum ekki verið í því, en við getum rætt um hvert og eitt fjórfrelsi við ESB,“ segir hann. Høgni Hoydal, formaður Þjóð- veldisflokksins, stærsta stjórn- arandstöðuflokks Færeyja, hefur lýst því hér í blaðinu að hann stefni á EES. „Eins og Íslendingar vita snýst fullveldi þjóðar ekki um að sitja einangraður í Atlantshafi held- ur um að komast út í heiminn og inn í alþjóðasamfélagið,“ segir hann. Evran það sem koma skal Allir færeyskir flokkar vilja nota Evru sem gjaldmiðil, en deila um hvort það skuli gert nú þegar, eða um leið og Danmörk tekur hana upp. Sambandsflokkur lögmanns- ins vill bíða eftir Danmörku. Kaj Leo minnist á að Færeyingar fengu að vera með í bankapakka Dana, til að tryggja innistæður og rekstur bankanna í kjölfar yfirstandandi kreppu. Óheppilegt er að segja skil- ið við það öryggisnet að svo stöddu, að hans mati. Jørgen utanríkisráðherra vill fara hraðar í málið: „Gjaldeyris- málin eru stóra spurningin í dag. En ólíkt Íslandi, myndum við fara inn í ESB án þess að hafa rétt á að fá evruna. Við þyrftum að halda í dönsku krónuna þar til Danmörk ákvæði annað. Innganga í ESB er því allt önnur spurning fyrir okkur og sá er munurinn á stöðu Íslands og Færeyja. Það er mikilvægt að hafa voldugan gjaldmiðil og þetta sjáum við sem okkar áskorun, að geta tekið hana upp án inngöngu,“ segir hann. Kári P. Højgaard, formaður Sjálf- stjórnarflokksins, er á svipuðu máli. Vextir af danskri krónu séu of háir. „Við teljum að evran sé sá gjaldmiðill sem flestar þjóðir koma til með að nota. Það er bara eðlilegt að kanna hvort við getum verið ein að þeim þjóðum,“ segir hann. Fær- eyingar geti hvort eð er engin áhrif haft á gengi dönsku krónunnar. Læra af öðrum smáríkjum Hluti af Evrópustarfi núverandi landsstjórnar er að ræða við smá- ríki svo sem San Marínó og Mónakó og læra af reynslu þeirra í samn- ingagerð við ESB. Fyrir utan fyrr- greindar þjóðréttarlegar flækjur og sjávarútvegsmál, er ein helsta meginástæða andstöðu færeyskra stjórnmálamanna við aðild að ESB sú að Færeyingar hafi ekki bol- magn til þess. Stjórnkerfi Færey- inga sé of smátt í sniðum. „Þetta er ákveðið vandamál fyrir ESB, hvað gera skuli við smáþjóð- irnar. San Marínó [þar sem búa um 30.000 manns] verður til dæmis ekki tekið inn sem alvöru aðildar- ríki og látið stýra ESB í hálft ár í senn! Hvað á þá að gera? Það skipt- ir ESB máli að finna einhverja lausn fyrir þessi ríki. San Marínó getur ekki verið þar á sömu for- sendum og Þýskaland,“ segir utan- ríkisráðherrann. Um aðildarumsókn Íslands segist hann ekki vilja ræða sem utanríkis- ráðherra. Hann hafi þó fullan skiln- ing á stöðu Íslendinga og að þeir þurfi sterkari gjaldmiðil. „Íslend- ingar eiga bara að gera það sem er gott fyrir Ísland,“ segir hann. Sjálfstæðissinnar Færeyja, Þjóðveldisflokkurinn og Sambandsflokkurinn, hafa löngum deilt um framtíðarstað Færeyja í samfélagi þjóðanna við sambandssinna, sem vilja tryggja sambandið við Danmörku. Þessir flokkar standa fyrir öfg- arnar í utanríkismálum. Seint í júlí, í sömu vikunni, skrifuðu þing- mennirnir Hergeir Nielsen úr Þjóðveldisflokkn- um og sambandsflokksmaðurinn Edmund Joensen, fyrrverandi lögmaður Færeyja, sína greinina hvor í færeysku blöðin um aðildarum- sókn Íslands. Sambandsmaðurinn Edmund reið á vaðið og skrifaði að umsókn Íslendinga neyddi Fær- eyinga til að endurhugsa Evrópupólitík sína. Íslendingar hefðu tekið stórt utanríkispólitískt skref og væru þar með komnir lengra áleiðis en Færeyingar. Þetta skref væri afar þýðingarmikið fyrir Færeyinga því það hefði mikil áhrif á sam- keppnisfærni þeirra. Með tollafrelsi Íslendinga yrði færeyskur sjávarútvegur í klípu. „Okkur fer þá að blæða fjárhagslega“ með döprum afleið- ingum fyrir velferðarkerfið. Edmund telur að Ísland fái skjóta inngöngu, því íslenski utan- ríkisráðherrann sé „kominn í vinnufötin“. Að mati Edmunds leiðir þetta af ESB- inngöngu Íslands fyrir Færeyinga: ■ Hoyvíkursamningur landanna er úr sögunni. ■ Hið veika EFTA veikist enn og „besti vinur“ Færeyja hverfur úr því. Um leið gerist EFTA „fullkomlega óáhugavert“ fyrir Færeyinga því helsti keppinauturinn (Íslend- ingar) er farinn á aðrar slóðir. ■ Ísland verður áhugaverður fjárfestingarkostur og spennandi fyrir ungt fólk að búa þar. ■ Ísland fær möguleika á að verða fjárhagslega stöðugt. Stjórnarþingmaðurinn Edmund gagnrýnir utanríkisráðherra sinn harðlega. Umsókn Íslands beri merki um þor til að komast að því hvað sé í boði hjá ESB. Sérlega áhugavert verði að sjá hvaða tilboð Íslendingar fái í sjávarútvegsmálum. Íslendingar vilji vita en ekki giska á. Slíka djörfung sýni núverandi landsstjórn Fær- eyinga ekki, en utanríkis- ráðherrann hefur lýst því yfir að umsókn Íslendinga breyti ekki Evrópustefnu Færeyinga að svo komnu máli. Stjórnarandstæðingurinn Hergeir Nielsen, segir að síðan 1995 hafi Færeyingar rætt um stöðu sína í Evrópu, án nokkurrar niðurstöðu. Núverandi stjórn viti ekki í hvorn fótinn hún eigi að stíga. Í fjögur ár hafi ekki verið fjallað um utanríkismál í Lögþinginu. Hergeir notar Evrópumálin til að vekja athygli á þjóðréttarlegri stöðu Færeyinga undir Dönum. Réttarstaða eyjanna sem hluti Danmerkur sé helsti Þrándur í Götu þess að Færeyingar geti staðið jafnfætis öðrum löndum. En Ísland hafi engan slíkan akkilesarhæl og geti því sótt um aðgang að hvaða milliríkjasam- starfi sem er. Á fjögurra ára fresti séu hins vegar sett stefnumið um að tryggja að ekkert haggist í Færeyjum. SEGIR ÍSLENDINGA KOMNA SKREFINU Á UNDAN – FÆREYSK STJÓRNVÖLD HIKA Töluvert hefur verið rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu í Færeyjum, enda hefði inn- ganga Íslands í ESB áhrif á færeyska hagsmuni. Fær- eyskir stjórnmálamenn ótt- ast jafnvel að staða eyjanna gagnvart ESB verði verri fyrir vikið. Stefnt er að nán- ara sambandi við ESB, án þess að glata því sem hefur áunnist í sjálfstjórnarmál- um aftur til Danmerkur. Allir flokkar vilja hafa evru fremur en færeyska mynt. Í nýlegri heimsókn sinni til Íslands lýsti lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, því yfir að vel væri fylgst með umsóknarferli Íslend- inga til aðildar að Evrópusamband- inu. Þau úrslit gætu haft veruleg áhrif á evrópupólitíska umræðu í Færeyjum. Umsókn Íslands hefur í raun þegar haft mikil áhrif á umræðu um framtíðarpláss Færeyinga meðal þjóða. Vestnorrænt sam- starf Grænlands, Íslands og Fær- eyja er þjóðinni afar mikilvægt og óttast margir að úr því dragi, fari Íslendingar í ESB. Í blaðinu á laug- ardag kom fram að í utanríkisráðu- neyti Færeyja er talið að fríversl- unarsamningi Íslands og Færeyja, Hoyvíkursamningnum, yrði slitið, með inngöngu Íslands í ESB. Fari Ísland inn hefði helsti keppinautur Færeyinga í sjávar- útvegi betri aðgang að evrópskum mörkuðum en þeir. Margir Fær- eyingar bíða því spenntir að sjá hvaða samning Íslendingar beri úr býtum. Jafnvel félag færeyskra útgerðarmanna hefur lýst því yfir að nú þurfi Færeyingar að fara að íhuga kosti sína, í ljósi umsóknar Íslands. Sjávarútvegsstefna ESB hefur hingað til ekki verið vinsæl í Færeyjum, en nær allur útflutning- ur eyjanna byggir á sjávarútvegi. Þegar Danmörk gekk í Evrópu- bandalagið 1973 ákváðu Færey- ingar að standa fyrir utan. Víða í Færeyjum, til dæmis innan Fólkaflokksins, sem gjarn- an er kenndur við útvegsmenn, er óttast að innganga Íslands kunni að hafa neikvæð áhrif á samnings- stöðu Færeyja gagnvart ESB. Vilja nánara samstarf við ESB Á vegum færeyska utanríkisráðu- neytisins starfar nú Evrópunefnd sem á að skila tillögum um fram- tíð landsins innan Evrópu í lok árs. „Að því loknu verður rætt um hvaða skref við stígum í átt til Evr- ópu,“ eins og lögmaðurinn orðar það. Færeyingum er mikilvægt að auka útflutning fullnýttra sjávar- afurða og „við viljum því vita hvað er í boði,“ segir Kaj Leo. Fyrir inngöngu Færeyja í ESB er þó ekki pólitískur vilji, utan raða Sambandsflokksins. Stjórnmála- menn telja flestir að færu Færeyj- ar inn í núverandi stöðu sinni, sem hluti Danmerkur, yrði þjóðréttar- leg staða þeirra eins og staða hér- aðs í Danaveldi. Að öll sjálfstæðis- barátta Færeyinga í gegnum tíðina hefði verið til einskis. Evrópska efnahagssvæðið En margir færeyskir stjórnmála- menn hafa áhuga á að gera Færeyj- ar aðila að EES. Fyrrgreind þjóð- réttarleg staða landsins flækir þau mál. Samkvæmt ríkjandi samningi þjóðanna eru það Danir sem sækja um aðild að alþjóðasamtökum fyrir Eyjurnar mjakast í átt til Evrópu „Ég held að þetta sé erfitt fyrir Íslendinga. En þeir þurfa að læra að setja peningana inn á bók. Það gera Færeyingar, við notum ekki alla peningana sem við eigum,“ segir Rigmor Olsson, sem nú er komin á eftirlaun. „Við lentum í kreppu og ef maður hefði ekki sparað þá hefð- um við lent í miklum vandræðum. Maður passar upp á peningana,“ segir hún. „Það er synd að Íslendingar hafi misst öll þessi fínu fyrirtæki, en síðan hafa þeir nú fengið svolitla hjálp frá Færeyingum!“ segir hún og hlær. Rigmor minnir á að margir Fær- eyingar hafi aflað tekna á Íslandi og séu þakklátir fyrir það. Margir sem hún þekkir hafi heimsótt landið, maður hennar oftar en einu sinni. Bjørg Simonsen er færeysk en búsett í Danmörku. Hún var í heim- sókn í Þórshöfn fyrir skömmu, þar sem blaðamaður rakst á hana. Hún segir að Færeyingar séu meðvitaðir um að Íslendingar séu staddir í djúpri kreppu. Fyrst eftir hrunið hafi öll blöð og allir fréttatímar verið fullir af íslenskum fréttum. En nú séu frekar fréttir af evrópskri og danskri kreppu. Það vinni gegn Íslendingum að aðrar þjóðir séu í vandræðum á sama tíma, til að mynda torveldi það útflutning. Endurreisn lands- ins muni því taka lengri tíma en ella. ÍSLENDINGAR ÞURFA AÐ LÆRA AÐ SPARA EDMUND JOENSEN Færeyingar geta farið jafn hratt í sjálfstæðismálin sín og þeir vilja. Aukið sjálfstæði hefði þó breytingar í för með sér, til dæmis myndi fjárhagsstuðningur Dana líklega minnka eitthvað við aukið sjálfstæði. Þetta segir Dan M. Knudsen, ríkisumboðsmaður Dana í Færeyjum. Prentun færeyskra peninga- seðla og aðild Færeyinga að dönsku myntsvæði er þeim að kostnaðarlausu. Ríkisum- boðsmaðurinn var spurður hvort hug- myndir um upptöku evru í Færeyjum væru óvinsælar í Danmörku, segir hann að það hafi ekki verið rætt sérstaklega. Um hvort ómögulegt sé, frá Dönum séð, að Færeyingar verði hluti af EES í gegnum EFTA, að óbreyttri þjóðréttarlegri stöðu Færeyja, segir hann: „Afstaða danskra stjórn- valda er sú að Færeyingar geti orðið aðilar að EFTA. Utanríkisráðherra Dana hefur gert sitt og talað við aðildarþjóðir EFTA um þetta. En um EES treysti ég mér ekki til að ræða.“ MEGA FÁ SJÁLFSTÆÐI HVENÆR SEM ER ■ Meðal Færeyinga eru hrein- tungusinnar sem telja íslenskun færeyskunnar komna úr öllu hófi fram. ■ Færeyingar fengu heimastjórn 1. apríl 1948. ■ Ferilskrár Færeyinga hefjast yfirleitt á því að rakið er hverra manna þeir eru. ■ Færeyskar konur eru þær frjó- sömustu í Evrópu því hver kona fæðir að meðaltali 2,45 börn. Á Íslandi eru þau 1,99. Frjósömustu konur Evrópu TÚ ALFAGRA LAND MÍTT Íslenska efnahagshrunið hefur stöku sinnum verið nýtt sem víti til varnaðar af Færeyingum sem vilja óbreytt eða nánari tengsl við Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/HÓLMFRÍÐUR FRÉTTASKÝRING: Ísland og Færeyjar, kreppur og framtíð FJÓRÐI OG SÍÐASTI HLUTI FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is KLAKKSVÍK ÞÓRSHÖFN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.