Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.10.2009, Blaðsíða 10
 19. október 2009 MÁNUDAGUR ÞEIR SPARA MEST SEM SKRÁ SIG STRAX -15% Dekkja-, smur- og viðgerðaþjónusta Reiknaðu hvað þú sparar og skráðu þig á N1.is. Skráðu þig í Sparitilboð N1 og lækkaðu rekstrarkostnað bílsins um tugi þúsunda króna á næstu 12 mánuðum. JARÐHITAFÉLAG ÍSLANDS BANDARÍKIN Foreldrar litla drengs- ins sem óttast var að svifi um í heimatilbúnum loftbelg á fimmtu- dag verða sóttir til saka. Jim Alderden, lögregustjóri í Colorado, sagði yfirheyrslur yfir hjónunum, Richard og Mayumi Heeni, hafa gefið tilefni til ákæru. Hjónin eru grunuð um að hafa sett atvikið á svið. Fréttin af atvikinu vakti gríðarlega athygli vestan- hafs. Systkini drengins, sem ber nafnið Falcon, sögðust á fimmtu- dag hafa séð hann klifra inn í loftbelginn áður en hann losnaði. Falcon fannst síðan heill á húfi í bílskúr fjölskyldunnar. Sú skýring var gefin að hann hefði sofnað en þegar hann var spurður í viðtali við CNN hvers vegna hann hafi ekki komið úr felum þegar hann heyrði að hans var leitað svar- aði hann: „Við gerðum þetta fyrir þáttinn“. Foreldrar Falcons hafa komið fram í raunveruleikaþætt- inum Wife Swap og hafa fjölmiðl- ar gert því skóna að þau séu haldin athyglissýki. Alderden lögreglustjóri hafði áður sagt að hann tryði því ekki að foreldrar drengsins hefðu svið- sett atvikið en eftir að hafa rætt við þau aftur hefði hann ákveðið að tilefni væri til ákæru. Hann hefur óskað eftir heimild til að gera hús- leit á heimili fjölskyldunnar í Fort Collins í Colorado auk þess sem hann á í viðræðum við bandaríska loftferðaeftirlitið. - ve Yfirheyrslur yfir Heene-hjónunum í Colorado gefa tilefni til grunsemda: Loftbelgsforeldrar ákærðir FEÐGARNIR Richard Heene ásamt sonum sínum Ryo og Falcon. Meðallestur á dagblöðum Lesa bæði blöðin 34,8% Lesa bara Morgunblaðið 8,0% Lesa bara Fréttablaðið 57,2% Samkvæmt nýjustu lestrarkönnun lesa 144 þúsund, á aldrinum 12 til 80 ára, Fréttablaðið á hverjum degi sem er rúmlega fimmtíu þúsundum fleiri en lesa Morgunblaðið. LÖGREGLUMÁL „Safnið er í raun- inni ómetanlegt. Atvinnugrund- vellinum hefur verið kippt undan okkur með þessum þjófnaði, því öll starfsemin snerist um þetta safn,“ segir Jónína Ingvarsdótt- ir, eigandi geislasteinasafnsins á bænum Teigarhorni við Djúpavog. Hátt í 500 steinum úr safninu var stolið fyrir helgi. Jónína dvelur um þessar mund- ir í Reykjavík þar sem eiginmað- ur hennar, Herbert Hjörleifs- son, gengst undir meðferð vegna krabbameins í heila. „Maður- inn minn greindist í sumar og við fluttum suður í ágúst. Allir í Djúpavogi vissu að við værum flutt, en ég hef farið austur á tveggja vikna fresti til að fylgj- ast með að allt væri í lagi. Það er greinilegt að þjófurinn hefur fylgst með því hversu langt liði á milli heimsóknanna,“ segir Jón- ína. Á Teigarhorni er eitt merkileg- asta safn geislasteina á landinu og sækir það fjöldi erlendra ferða- manna á sumri hverju. Stálhleri var rifinn frá glugga á bænum til að komast inn. Steinarnir vógu allt frá nokkrum grömmum upp í tugi kílóa. Jónína segir greinilegt að viðkomandi hafi þekkt vel til. Steinunum hafi verið pakkað inn í handtöskur sem voru á bænum. „Mér finnst þetta alveg ótrúlegt. Hvaða gagn hefur nokkur af svona safni ef ekki er hægt að sýna það?,“ spyr Jónína. Spurð hvort mögulegt sé að koma safninu í verð segir hún það ólíklegt. „Ég hef aldrei vitað til þess að svona safni sé stolið hér á Íslandi,“ segir hún. Jónína segir erfitt að meta fjár- hagslegt tjón vegna þjófnaðarins. „Fyrir um sex árum bauð útlend- ingur um fimmtán milljónir króna í safnið. Ég sé ekki fram á að við höfum mikið að gera austur í vor. Grundvöllurinn til að halda úti ferðaþjónustu vegna safnsins er horfinn,“ segir Jónína Ingvars- dóttir. Lögreglan á Fáskrúðsfirði, sem annast rannsókn málsins, segir hana á frumstigi. kjartan@frettabladid.is Ómetanlegu steinasafni á Berufjarðarströnd stolið: Lögreglan engu nær um geislasteinaþjófnað ÞJÓFNAÐUR Fyrir sex árum fengu hjónin að Teigarhorni boð upp á fimmtán milljónir króna fyrir geislasteinasafnið. Safnið var ótryggt. T exti sem fylgja átti þessu kökuriti í frétt blaðsins á laugardag féll niður. Köku- ritið sýnir meðallestur á dagblöðum hjá aldurshópnum 18 til 49 ára á höfuð- borgarsvæðinu. Um er að ræða skiptingu lesenda mánudaga til laugardaga. Könnunin var gerð af Capacent á tímabilinu frá maí til júlí fyrr á þessu ári. Sveitarstjórn Borgarbyggðar kveðst leggja mikla áherslu á að árangur náist í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um lækkun á vatns- og fráveitugjaldskrá fyrirtækisins í Borgarbyggð. „Það er afar mikilvægt að íbúar Borgarbyggðar búi við sam- bærilegar gjaldskrár og íbúar í öðrum sveitarfélögum sem eru eignaraðilar að Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir sveitarstjórnin. BORGARBYGGÐ Vilja lækkun á heitt vatn LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.