Fréttablaðið - 26.10.2009, Side 2

Fréttablaðið - 26.10.2009, Side 2
2 26. október 2009 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL Um 300 listaverk í eigu Íslandsbanka og Nýja Kaupþings eru talin mikilvæg þjóðararfi og eigi því ekki að fara úr ríkiseigu. Þetta kemur, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins, fram í mati sem unnið hefur verið á listaverkasöfn- unum. Viðræður hafa verið í gangi á milli ríkisvaldsins og banka- stjórnanna um verkin og er búist við að málið klárist í næstu viku. Þau listaverk sem mikilvæg þóttu voru sett í tvo flokka, a og b. Í a flokki eru verk sem talin eru mikilvæg fyrir íslenska listasögu. Slík eru talin vera ríflega 100 í Íslandsbanka og nálega 200 í Nýja Kaupþingi. Í flokki b eru verk sem ættu að vera aðgengileg þjóðinni á opinberum stöðum. Um 100 verk í þeim flokki eru í Íslandsbanka og 200 í Nýja Kaupþingi. Þar að auki er fjöldi verka sem ríkið mun ekki ásælast. Samanlagt nema þessir flokkar fimmtungi af listaverka- eign Íslandsbanka og þriðjungi hjá Kaupþingi. Ekki er ætlunin að ríkið kaupi verkin þegar í stað, heldur öðlist kauprétt að þeim. Þá er verið að semja um möguleika á að bankarn- ir gefi einhver verk. Um þónokk- ur verðmæti er að ræða, en stuðst verður við bókfært mat verkanna við uppgjör bankanna. Það er þó talið töluvert undir markaðs- virði. Um listaverk Landsbankans gildir öðru máli þar sem hann verður áfram í eigu ríkisins. Þar er að finna stærsta listaverkasafn- ið í bönkunum þremur. Fjöldi verkanna er slíkur að ríkið á í raun ekki hægt um vik með að geyma þau. Þau eru því talin best geymd þar sem þau eru, í bönkunum, að því gefnu að ríkið eignist kauprétt að þeim. Samið verður við bankastjórnir um að verkin verði reglulega til sýnis. Þar hjálpar hefðin, því bankarnir þykja í gegnum tíðina hafa verið duglegir við að sýna verk sín. kolbeinn@frettabladid.is Þrjú hundruð verk mikilvæg þjóðararfi Búið er að meta listaverkasöfn bankanna tveggja sem eru á leið úr ríkiseigu. Talið er mikilvægt að ríkið eignist 300 verkanna. Verkin verða ekki keypt strax en kaupréttur hins opinbera tryggður. Samið verður við bankana um sýningar. STJÓRNMÁL Háttsettur norður-kór- eskur erindreki ræddi óvænt við bandarískan kollega sinn í heim- sókn sinni til Bandaríkjanna. Erindrekinn, Ri Gun, ræddi við fulltrúa Bandaríkjanna í New York, samkvæmt yfirlýsingu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Bandaríkjamenn hafa óskað eftir því að Norður-Kóreumenn hefji við þá viðræður á nýjan leik um kjarnorkuáætlun sína. Norður- og Suður-Kórea, Kína, Rússland, Japan og Bandaríkin hafa tekið þátt í viðræðunum. Í apríl síðast- liðnum drógu N-Kóreumenn sig út úr viðræðunum en í síðasta mánuði vildu þeir hefja þær á ný. - fb Fulltrúar N-Kóreu og BNA: Ræddu kjarn- orkuáætlunina Flosi Ólafsson, leikari, leik- stjóri og rithöfundur er látinn. Hann lætur eftir sig eigin- konu, Lilju Margeirs- dóttur og tvö börn, Önnu og Ólaf. Flosi slasaðist alvarlega í bílslysi í Borgarfirði á miðviku- daginn og var fluttur á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Á fimmtu- dag var talið að hann væri úr lífshættu. Honum hrakaði hins vegar og lést á laugardag. Flosi hefði orðið áttræður á morgun. Flosi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1953. Hann nam leiklist við Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins á árunum 1956-58 og leikstjórn og þáttagerð hjá breska ríkisútvarpinu BBC á árunum 1960-61. Hann leik- stýrði fjölda leikrita og þátta fyrir útvarp og sjónvarp. Þá lék hann í mörgum leikritum í Þjóðleikhúsinu sem og kvik- myndum. Flosi skrifaði og þýddi bækur, leikrit, söngleiki og gamanóperur. Flosi látinn FLOSI ÓLAFSSON STJÓRNMÁL Rétt rúmlega helmingur frambjóðenda í alþingiskosningun- um í vor hafði skilað fjárhagslegu uppgjöri vegna framboðsins til Ríkisendurskoðunar í föstudags- lok. Skilafrestur rann svo út á mið- nætti í nótt. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka eiga frambjóðendur sem eyða meira en þrjú hundruð þúsund krónum í fram- boð sitt að skila fjárhags- legu uppgjöri. Þeir sem eyða þrjú hundruð þúsund krón- um eða minna þurfa ein- ungis að skila inn yfir- lýsingu um að kostnaðurinn hafi ekki verið meiri en svo. Alls átti 321 frambjóðandi að vera búinn að skila uppgjöri eða yfirlýsingu í gær. Fyrir rúmum mánuði höfðu einungis fimmtíu svarað Ríkisendurskoðun. Lárus Ögmundsson, skrifstofu- stjóri hjá Ríkisendurskoðun, segir enn óákveðið hvernig nákvæmlega verður farið með upplýsingarn- ar, spurður hvort birt verði nöfn þeirra sem kunna að hafa kosið að svara ekki. „Við eigum að birta útdrátt úr uppgjörunum, en þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta svo við þurfum kannski einhvern tíma til að ganga frá þessu,“ segir hann. - kóþ Frestur til að skila uppgjöri frambjóðenda til Ríkisendurskoðunar rann út í gær: Helmingur skilaði fyrir helgi ALÞINGI Allir frambjóðendur áttu að hafa skilað fjárhagslegu uppgjöri fyrir miðnætti, en rétt rúmur helmingur hafði lokið því í dagslok á föstudag. EFNAHAGSMÁL „Þessir fletir geta alltaf komið upp í rannsóknum á efnahagsbrotum. Við gefum þessu gaum ásamt öðru,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari. Í netútgáfu breska dagblaðsins Times sagði í gær að þeir sem rannsaki hrun Glitn- is, Kaupþings og Landsbankans skoði hvort ásak- anir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast auk óvenjulegra lánveitinga til aðila þeim tengdum. Blaðið segir skjöl um málið hafa gengið á milli þeirra sem rannsaki hrunið hér, í Danmörku og hjá Serious Fraud Office í Bretlandi. Ekstra Bladet í Danmörku birti röð greina um íslenskt viðskiptalíf haustið 2006 þar sem fullyrt var að útibú Kaupþings (þá KB banka) í Lúxemborg hefði komið fjármunum rússneskra auðmanna fyrir í skattaskjólum og fjármunir þvegnir. Kaupþing höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu. Sættir náðust. Þá sagði rússneski auðmaðurinn Boris Berezov- skí, sem er svarinn andstæðingur Vladimírs Pútín forseta Rússlands, í byrjun árs að landar sínir sem hliðhollir eru stjórnvöldum, hafi þvegið peninga hér á landi. Hjá embætti sérstaks saksóknara eru 49 mál í skoðun og er sjö lokið. Enginn sem tengist gömlu bönkunum hefur verið kallaður til sérstaklega vegna rannsóknar um peningaþvætti, að sögn Ólafs. - jab Ásakanir um peningaþvætti bankanna komnar upp á yfirborðið á nýjan leik: Saksóknari skoðar 49 mál ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON 49 mál tengd efnahagshruninu eru í skoðun hjá embætti sérstaks saksóknara en sjö er lokið með einum eða öðrum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KAUPÞING Í Kaupþingi eru um 200 verk sem talin eru mikilvæg fyrir íslenska listasögu. Samningar hafa staðið á milli ríkisvaldsins og bankastjórna Kaupþings og Íslandsbanka um hvað verður um verkin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HVÍTASUNNUDAGUR Landsbankinn greiddi um 1,3 milljónir danskra króna fyrir þetta verk Kjarvals á uppboði í Kaupmanna- höfn árið 2007. LÖGREGLAN Nokkuð erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu aðfaranótt sunnudags. Ráðist var á mann fyrir utan skemmtistaðinn Nasa. Tveir voru handteknir grunaðir um árásina. Þá var brotist inn í byggingu Háskólans í Reykjavík. Náðist til þjófanna og gistu þeir fanga- geymslu lögreglunnar. Þá var ráðist á vegfaranda við Laugaveg á föstudag og hann rændur. Þá var brotist inn í verslunina Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu. Fjórir voru síðan teknir fyrir ölvunarakstur. - sm Nokkuð um innbrot í nótt: Erilsamt hjá lögreglu í nótt Kristrún, verður hægt að toppa síðasta gest Forlagsins? „Þetta var vitanlega ákveðinn hápunktur hjá okkur um helgina, en sagan verður að leiða annað í ljós.“ Risinn Sultan Kösen heimsótti Ísland til að kynna nýja Heimsmetabók Guinness. Forlagið gefur bókina út. Kristrún Heiða Hauksdóttir er kynningarfulltrúi Forlagsins. REYKJAVÍK Mörg hundruð manns lögðu leið sína í Ráðhús Reykja- víkur í gær, en þar fór fram sérstakt Hugmyndaþing sem borgarstjórnin efndi til. Þingið var liður í stefnu borgaryfirvalda sem á að auka aðkomu íbúa að stefnumótun borgarinnar og gátu borgarbú- ar komið með hugmyndir um hvernig megi gera borgina að betri stað að búa í. Áætlað er að um þúsund hugmyndir hafi borist frá borgarbúum. „Þetta gekk alveg ótrúlega vel og hingað mætti mikill fjöldi fólks sem er afar ánægju- legt enda er þetta í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið. Nú eigum við eftir að vinna úr öllum þessum hugmyndum og finna þeim stað í sóknaráætlun borgarinnar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. - sm Hugmyndaþing í Ráðhúsinu: Hugmyndaríkir borgarbúar DÓMSMÁL Hópur lögfræðinga undirbýr stefnu á hendur íslenska ríkinu vegna Icesave- samninganna sem nú liggja fyrir. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hópurinn telur framkvæmdarvaldið hafa farið út fyrir það umboð sem stjórnar- skráin feli í sér. Í grunninn felst dómsmálið í því að láta reyna á heimildir stjórnvalda til að skuldbinda ríkið samkvæmt stjórnarskrá. Stefna í málinu er ekki tilbúin. Hópur lögfræðinga: Stefnir ríkinu HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.