Fréttablaðið - 26.10.2009, Síða 4
4 26. október 2009 MÁNUDAGUR
Sælkerakjötfars
399 kr/kg
Svikinn héri m/bacon
590 kr/kg
Allir tilbúnir
pottréttir
1.280 kr/kg
Kjötkompaní, sími 578 9700.
Dalshrauni 13, Hafnarfi rði
STJÓRNMÁL Leiðtogar ríkja í suð-
austurhluta Asíu eru saman-
komnir í Taílandi til að ræða
áætlanir um að stofna bandalag
í anda Evrópusambandsins fyrir
árið 2015. Yukio Hatoyama, for-
sætisráðherra Japans, telur að
með slíku bandalagi geti Asíuríki
nýtt sér betur hraðari hagvöxt
heimsálfunnar eftir kreppuna
heldur en þann sem á sér stað í
vestrænum ríkjum. „Það væri
gott ef við hefðum metnað til
að láta Austur-Asíu leiða heim-
inn áfram,“ sagði Hatoyama. Tíu
meðlimir yrðu í bandalaginu. - fb
Leiðtogar Asíuríkja hittast:
Vilja bandalag í
anda ESB
STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin ákvað
á föstudag að skipa nefnd til að
endurskoða lög um stjórnarráð
Íslands. Meðal þess sem skoðað
verður eru starfshættir ríkis-
stjórnarinnar.
Nefndin verður skipuð fulltrúa
forsætisráðherra sem jafnframt
verður formaður, fulltrúa til-
nefndum af fjármálaráðherra
og utanaðkomandi sérfræðing-
um. Nefndin á meðal annars að
skoða auglýsingaskyldu starfa
hjá hinu opinbera og stöðu pólit-
ískra aðstoðarmanna, ráðningu,
starfslok og fjölda. Þá verða
heimildir um flutning embættis-
manna innan Stjórnarráðsins til
skoðunar. - kóp
Ríkisstjórnin skipar nefnd:
Stjórnarráðið í
endurskoðun
STJÓRNARRÁÐIÐ Endurskoða á lög um
stjórnarráð Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ERLENT Átján manns létu lífið
og um fimmtíu slösuðust þegar
árekstur varð milli tveggja far-
þegalesta rétt fyrir utan Kaíró í
Egyptalandi í gær.
Fyrri lestin hafði neyðst til
að stöðvast eftir að hafa ekið
á naut og eyðilagt gasleiðslur,
seinni lestin skall stuttu síðar
aftan á kyrrstæðu lestina með
þeim afleiðingum að átján manns
létust. - sm
Lestarslys í Egyptalandi:
Átján létu lífið
FJÖLMIÐLAR Forsætisráðuneyti Jóhönnu
Sigurðardóttur neitar að gefa upp hvaða
fólk hefur fengið viðtal við hana, síðan
núverandi stjórn hóf störf 1. febrúar.
Þetta er rökstutt í svarbréfi til blaðsins
með því að stjórnvöldum beri ekki skylda
til að veita slíkar upplýsingar, enda varða
þær ekki eitt sérstaklega tiltekið mál.
Samkvæmt upplýsingalögum eiga
stjórnvöld ekki að þurfa að útbúa ný
gögn til að upplýsa almenning, og er
einnig vísað til þess í bréfinu. Miðað
við það er hvergi til listi yfir þá sem
hafa fengið viðtal við ráðherrann.
Að lokum bendir ráðuneytið á að
þeir, sem heimsótt hafa Jóhönnu, hafi
ekki gert ráð fyrir því að upplýsingar
um það yrðu gerðar opinberar.
Greint hefur verið frá því í blaðinu að Barack Obama,
forseti Bandaríkjanna, ætlar að birta gestabók sína á
heimasíðu Hvíta hússins.
Sú birting verður þó ekki afturvirk heldur einungis
með nöfnum gesta sem komu eftir að þessi ákvörðun
var tekin. Forsetinn segir það rétt kjósenda að vita
við hverja hann ræði áður en hann tekur stefnu-
mótandi ákvarðanir.
Niðurlag bréfs forsætisráðuneytis fjallar
um að nú sé unnið að endurskoðun upplýs-
ingalaga, meðal annars um að hvaða marki
megi rýmka upplýsingarétt almennings.
Þá er beðist velvirðingar á því hve
lengi tók að svara fyrirspurninni, sem
var send 24. september. Svarið var
póstlagt 20. október, eftir ítrekanir
blaðsins. Samkvæmt lögum á að svara
fyrirspurnum innan sjö daga. - kóþ
Forsætisráðuneytið vísar til þess að því beri ekki skylda til að gefa upplýsingar:
Ekki verður sagt frá gestum Jóhönnu
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
BARACK
OBAMA
VIÐSKIPTI „Við erum að skoða fjöl-
mörg mál. Umfangið hefur marg-
faldast í rannsókn okkar,“ segir
Gunnar Andersen, stjórnarfor-
maður Fjármálaeftirlitsins. Hann
staðfestir að eftirlitið sé nú með í
kringum tuttugu mál til skoðunar
vegna brota á gjaldeyrislögum.
Brotin tengjast bæði fyrirtækj-
um í útflutningi og annars konar
milliríkjaviðskiptum.
Alþingi samþykkti gjaldeyris-
höft Seðlabankans, sem meðal ann-
ars fólu í sér skilaskyldu á gjald-
eyri, í enda nóvember í fyrra eftir
hrun krónunnar og var með þeim
vonast til að styrkja gengið. Það
hefur ekki gengið eftir, svo sem
vegna brota á skilaskyldu gjald-
eyris. Um þrjátíu fyrirtæki eru
með undanþágu frá gjaldeyrislög-
unum.
Seðlabankinn hefur fylgst náið
með því hvort farið sé eftir gjald-
eyrislögunum og sent þau mál til
FME sem talin eru brjóta í bága
við lögin.
Eftirlit með lögunum hefur verið
hert verulega frá í fyrra. Peninga-
stefnunefnd Seðlabankans hefur
margítrekað að veikt gengi standi í
vegi fyrir lækk-
un stýrivaxta.
Þeir hafa stað-
ið í tólf prósent-
um frá í júní í
sumar.
Fréttablaðið
greindi í vor og
sumar frá því
að einhver fyr-
irtækjanna sem
í hlut eigi hafi
notað tekjur í erlendum gjaldeyri
til kaupa á krónum á aflandsmark-
aði og hagnast á gengismuni þar
sem gengi krónunnar hefur alla
jafna verið mun lægra erlendis en
hér. Í einhverjum tilvikum hafa
fyrirtækin farið eftir skilaskyldu
og sent krónurnar heim að gjald-
eyrisviðskiptum loknum. Mun
minni gjaldeyrir skilar sér því til
landsins vegna milliríkjaviðskipta
en ella.
Gunnar segir undanskot hjá
gjaldeyrishöftum Seðlabankans
hlaupa á allt frá nokkrum milljón-
um króna til tugmilljóna. Ströng
viðurlög eru vegna brota á gjald-
eyrishöftunum. Sektargreiðslur
einstaklinga geta numið allt að
tuttugu milljónum króna en fyrir-
tækja allt að 75 milljóna.
Eftirlitið var með átta brot í
skoðun um mitt ár og hefur þeim
fjölgað mjög síðan þá. Gunnar
segir sum þeirra tengjast. „Málin
eru mjög flókin. Slóðin liggur
þvers og kruss og leggir þeirra
farið í gegnum marga milliliði
erlendis. Þetta er mjög erfitt,“
segir hann en bætir við að vænta
megi fyrstu niðurstaðna á næstu
vikum. jonab@frettabladid.isw
Tuttugu gjaldeyrismál
til skoðunar hjá FME
Málum vegna gruns um brot á gjaldeyrishöftum hefur fjölgað mikið hjá Fjár-
málaeftirlitinu síðan í sumar. Undanskotin hlaupa á tugum milljóna króna í
hvert sinn. Slóðin á bak við brotin er mjög flókin, segir stjórnarformaður FME.
FÉLAGSMÁL Guðmundur Magnús-
son var kosinn formaður
Öryrkjabandalags Íslands á aðal-
fundi félagsins á laugardag.
Guðmundur hlaut 43 atkvæði
en Sigursteinn R. Másson, sem
var einnig í kjöri, hlaut 30
atkvæði. Guðmundur er fulltrúi
Samtaka endurhæfðra mænu-
skaddaðra í stjórn ÖBÍ og var
varaformaður bandalagsins þar
til nú. Í hans stað var Hjördís
Anna Haraldsdóttir kjörin vara-
formaður bandalagsins.
Aðalfundur ÖBÍ ályktaði að
alvarlegt ástand í efnahagsmál-
um hér á landi hefði lagst mjög
þungt á öryrkja sem hafa orðið
að þola skerðingar á framfærslu-
lífeyri. Öryrkjar hafi ekki notið
góðærisins og eigi því sérstak-
lega erfitt með að takast á við
kreppu og kjaraskerðingu. - sm
Nýr formaður ÖBÍ kjörinn:
Guðmundur
nýr formaður
GUNNAR
ANDERSEN
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
21°
14°
13°
14°
13°
16°
11°
11°
25°
16°
21°
17°
32°
8°
17°
19°
10°
Á MORGUN
Hvassviðri með SA-
ströndinni annars hægari
MIÐVIKUDAGUR
Strekkingsvindur
.
5
5
5
7
3
3
2
2
2
1
-2
3
3
3
2
2
1
1
2
3
1
2
6
3 3
3
5
5
4
7 75
Það verður
hæglætisveður
á landinu í dag
en á morgun fer
að hvessa með
suðurströndinni
og má búast við
vætutíð þegar líður
á vikuna. Góðu
fréttirnar eru þær
að veður verður
milt, sérstaklega
sunnanlands.
Ingibjörg
Karlsdóttir
Veður-
fréttamaður
VAXTAÁKVÖRÐUNARFUNDUR Margoft hefur komið fram á vaxtaákvörðunarfundum Seðlabankans að veik staða krónunnar
standi í vegi fyrir lækkun stýrivaxta. Brot gegn gjaldeyrislögum hefur í ár hamlað styrkingu hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRÁ SLYSSTAÐ Átján manns létust í
lestarslysinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ 23.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
235,6193
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,18 122,76
200,60 201,58
183,65 184,67
24,669 24,813
22,048 22,178
17,924 18,030
1,3330 1,3408
195,08 196,24
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR