Fréttablaðið - 26.10.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 26.10.2009, Síða 6
6 26. október 2009 MÁNUDAGUR ESB á mannamáli! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Bræðraborgarstíg 9 „Einsog leiftrandi spennusaga.“ Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Pétur Gunnarsson, Fréttablaðinu „Mikilvægt, áhugavert innlegg.“ Bjarni Harðarson D Y N A M O R E Y K JA V ÍK LOKSINS! ÍRAN, AP Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna eru staddir í Íran þar sem þeir ætla að rannsaka kjarn- orkuver sem leyndarhjúpur hvíldi yfir þar til fyrir mán- uði. Verið er skammt frá borginni Qom og munu full- trúarnir dvelja í landinu í þrjá daga. Vesturveldin hafa deilt hart við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Samkvæmt nýrri tillögu sem hefur verið lögð fram eiga Íranar að senda auðgað úran sitt úr landi þar sem því yrði breytt í eldsneyti. Rannsóknin í Qom verður sú fyrsta sem er gerð á kjarnorku- verkinu á vegum Sameinuðu þjóð- anna og Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar. - fb Fulltrúar SÞ staddir í Íran: Rannsaka leynt kjarnorkuver MAHMOUD AHMADINEJAD STJÓRNMÁL David Miliband, utan- ríkisráðherra Bretlands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram sem stjóra utanríkismála í Evr- ópusambandinu. Jafnframt styð- ur hann Tony Blair, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, sem næsta forseta Evrópuráðsins. Báðar stöðurnar verða að veru- leika eftir að skrifað hefur verið undir Lissabon-sáttmálann af öllum 27 aðildarríkjum ESB. Blair er talinn líklegastur til að hreppa forsetastöðuna þó svo að íhaldsmenn og frjálslyndir í Bret- landi séu á móti því. Einnig hafa nokkrar Evrópuþjóðir lýst yfir andstöðu sinni á valinu. - fb Utanríkisráðherrann Miliband: Býður sig ekki fram í ESB EFNAHAGSMÁL Íslenskir banka- menn voru þeir verstu í heimi, segir Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra á vef breska blaðsins Times í dag. „Þeim tókst að ná tökum á bankakerf- inu og tíföld- uðu það að stærð, síðan létu þeir það hrynja – allt á sex ára tíma- bili. Þetta er athyglisverður árangur, í ákveðnum skilningi. Bankamenn um allan heim eru skammaðir, en ég held að eng- inn komist nálægt þessu fólki,“ segir Gylfi. Í greininni talar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þá kröfu almennings að bankamenn sæti ábyrgð vegna hrunsins. - jhh Viðskiptaráðherra í Times: Verstu banka- menn í heimi GYLFI MAGNÚSSON ÍRAK, AP Að minnsta kosti 132 fór- ust og yfir fimm hundruð manns slösuðust í tveimur bílasprengj- um í Bagdad í gær. Sprengjurn- ar sprungu með skömmu millibili snemma í gærmorgun fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Bagdad og skrifstofu borgarstjóra. Byggingarnar eru skammt frá Græna svæðinu þar sem margar af helstu stjórnsýslubyggingum Íraks er að finna ásamt sendiráði Bandaríkjanna. Þetta eru mannskæðustu árás- irnar í Írak síðan í ágúst árið 2007 og koma þær þremur mánuð- um eftir að Bandaríkjamenn létu öryggismál í íröskum borgum í hendur heimamanna. Sprenging- unum hefur verið líkt við aðrar sem áttu sér stað í ágúst síðastliðn- um þegar bílsprengjur sprungu fyrir utan tvö ráðuneyti. Þá fór- ust að minnsta kosti eitt hundrað manns. Írakar segja að erlendir víga- menn standi á bak við árásirn- ar og hafa sakað Sýrlendinga um aðild að þeim. Krefjast þeir þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki málið. Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks, skoðaði ummerkin eftir árásirnar og gaf síðar út yfirlýs- ingu þar sem hann sakaði hryðju- verkasamtökin Al Kaída og stuðn- ingsmenn Saddams Hussein, fyrrum forseta landsins, um verkn- aðinn. „Þessar árásir sem voru framkvæmdar af gungum mega ekki hafa áhrif á vilja almennings í Írak til að halda áfram barátt- unni gegn gamla tímanum og gegn hryðjuverkamönnum Al Kaída sem hafa framkvæmt grimmilegan glæp gegn saklausum borgurum,“ sagði Maliki, ómyrkur í máli. Sprengingarnar koma á sama tíma og íraska þingið reynir að samþykkja nauðsynlega löggjöf til að hægt verði að halda þingkosn- ingar í janúar. Nauðsynlegt er að þær gangi vel til að stöðugleiki komist á í landinu eftir vanda- mál undanfarinna sex ára. Banda- ríkjamenn hafa í hyggju að fækka hermönnum sínum í landinu eftir kosningarnar og myndu allar tafir á löggjöfinni seinka fyrirætlunum þeirra. freyr@frettabladid.is Mannskæðustu árásir í Írak í rúmlega tvö ár Að minnsta kosti 132 fórust og 520 slösuðust í tveimur bílsprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks. Þetta er mannskæðasta árásin í landinu í rúm tvö ár. MANNSKÆÐAR ÁRÁSIR Árásirnar í Bagdad í gærmorgun voru þær mannskæðustu í Írak í rúm tvö ár. ÞÆR MANNSKÆÐUSTU SÍÐAN 2003: Ágúst 2007: Rúmlega 500 farast á árásum á þorp við Sinjar. Júlí 2007: 150 farast í bílsprengju í Tuz Khurmato. Apríl 2007: 191 ferst í bílsprengju í Bagdad. Mars 2007: 152 farast í bílsprengju í Tal Afar. Febrúar 2007: 135 farast í bílsprengju í Bagdad Nóvember 2006: 202 farast í sprengingum í Bagdad. Mars 2004: 171 ferst í sprengingum í Bagdad og Karbala. Heimild: BBC. STJÓRNSÝSLA Átta bréf af sautj- án sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi til rannsókn- arnefndar Alþingis voru birt á vef embættisins í fyrradag. Bréfin sem embættið birtir eru öll til viðtakenda sem hafa látið af embætti auk tveggja einstaklinga. Hin bréfin eru til fólks sem enn gegnir sömu embættum. Bréfin eru frá 1998 til maí í fyrra. Ólafur Ragnar sagði í fjölmiðl- um um helgina tilgang birtingar- innar þá að draga úr tortryggni þeim tengdum. Þá sé birtingin algjör stefnubreyting í samskipt- um Íslands við önnur ríki og ekki í samræmi við þær siðareglur sem gilda í samskiptum ríkja. Í þeim ríkjum sem Ísland hafi helst sam- starf við séu lög og reglur sem tak- marka mjög eða beinlínis hindra birtingu slíkra bréfa eða gagna fyrr en eftir langt árabil. Á meðal þeirra bréfa sem voru birt eru þakkarbréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrrver- andi kjörræðismanns Íslands í Pétursborg, Jiangs Zemin, fyrr- verandi forseta Kína, auk bréfa til Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og til Als Gore, fyrrverandi varaforseta Banda- ríkjanna. Í fyrra bréfinu segir að Landsbankinn hafi áhuga á að fá Clinton til að halda fyrirlest- ur í boði bankans. Í bréfi Gores er greint frá áhuga Glitnis á að fá hann til að ræða um orkunýtingu. - jab Vonast til að birting forsetabréfabréfs dragi úr tortryggni: Átta bréf af sautján opinber Af bréfunum sautján eru níu óbirt. Þau eru öll til einstaklinga sem enn eru í embætti: ■ Til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu, dagsett 10. janúar 2005. ■ Til Georgi Parvanov, forseta Búlgar- íu, dagsett 29. september 2005. ■ Til Hu Jintao, forseta Kína, dagsett 20.07. 2005. ■ Til Nursultan A. Nazarbayev, forseta Kasakstans, dagsett 12.01. 2006. ■ Til Hu Jintao, forseta Kína, dagsett 01.08. 2007. ■ Til Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, dagsett 01.08. 2007. ■ Til Hamad Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katan, dagsett 04.02. 2008. ■ Til Mohammed Bin Zayed Al Nahy- an, krónprins Abu Dhabi, dagsett 23.04. 2008. ■ Til Hamad Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katar, dagsett 22.05. 2008. BRÉFIN SEM VANTAR HEILBRIGÐISMÁL Viðbúnaðurinn við svínaflensunni er sá mesti í Íslandssögunni að mati Haraldar Briem sóttvarnalæknis. „Ég hugsa að það hafi aldrei verið viðbúnað- ur í stíl við þetta nokkurn tímann á Íslandi. Við erum búin að und- irbúa okkur nokkuð stíft í fjög- ur ár. Þá höfðum við í huga þessa fuglaflensu sem er búin að vera í gangi,“ segir Haraldur. „Hún er mjög skæð og annar hver maður deyr sem fær hana. En hún hefur aldrei náð því að berast frá manni til manns,“ segir hann og útskýr- ir að hún hafi aldrei náð að stökk- breytast eins og búist hafi verið við. „Við eigum lyf fyrir hálfa þjóðina til að nota ef menn veikjast og þetta er í fyrsta skipti sem við fáum bólu- efni sem við getum vonandi veitt til allrar þjóðarinnar.“ Búist er við því að bólusetning fyrir alla Íslendinga við svínaflensunni geti hafist í lok nóvember eða byrjun desember. Alls eru níu manns á aldrinum 30 til 63 ára á gjörgæslu vegna flensunnar. Einn er á Akureyri og átta á Landspítalanum og hefur þeim fjölgað um tvo síðan á laug- ardag. Sjúklingarnir komu báðir utan af landi, annar frá Neskaup- stað og hinn frá Vestmannaeyjum. Fimm til viðbótar lögðust á Land- spítalann í gær og nú liggja þar 28 manns með svínaflensu á almennri deild. Hátt í tugur manna liggur á sjúkrahúsum annars staðar á land- inu og því ljóst að flensan hefur breiðst út um allt landið. - fb Níu manns á aldrinum 30 til 63 ára á gjörgæslu vegna svínaflensunnar: Mesti viðbúnaður í sögunni HARALDUR BRIEM Viðbúnaðurinn við svínaflensunni er sá mesti við nokkurri flensu í Íslandssögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ætti að skattleggja stóriðjuna til að ná endum saman í ríkis- rekstri? Já 63% Nei 37% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú prófað önnur stýri- kerfi en Windows? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.