Fréttablaðið - 26.10.2009, Síða 10
10 26. október 2009 MÁNUDAGUR
!!" #$!!" %%% &
' (
))* (
)+,-
).
/
' (
))0 ) )1)2+,).
/!
34,56
)
' (
))* (
#7
78
9!:; 9
8 ,
!:; 9
8
)
7 <
) ;
,9,'=
;9 /!:
;
#
9
; 9 9;9) 7
7
,9,'=
"
! "
"
#$ "
$
"
% " $# &%" ' ')"
& '*
'* +"""
',- '. ') "
'/ "
0&
+1
"
"-
.
* $# &%"
2
324*/5 +
11 7
+
# 8
3; 9 9/ ? 2
)
9
;
;
@
ÞEIR SPARA
MEST SEM SKRÁ
SIG STRAX
Dekkja-, smur- og
viðgerðaþjónusta
-15%
Skráðu þig í Sparitilboð N1 og
lækkaðu rekstrarkostnað bílsins
um tugi þúsunda króna á næstu
12 mánuðum.
Reiknaðu hvað þú sparar
og skráðu þig á N1.is.
BRETLAND Gordon Brown, forsætis-
ráðherra Bretlands, spáir því að
efnahagslífið í Bretlandi muni ná
að rétta úr kútnum fyrir byrjun
ársins 2010.
Yfirlýsingin, sem birtist á
heimasíðu forsætisráðherrans,
kemur í kjölfar frétta um að
efnahagur Bretlands hafi dregist
saman um 0,4 prósent á þriðja
ársfjórðungi ársins 2009.
„Við sjáum merki um stöð-
ugleika víða, en þrátt fyrir það
þurfum við að fara varlega og
megum ekki skera niður útgjöld
til félagsmála á svo erfiðum
tímum. Það væri líkast sjálfs-
morði,“ sagði Brown. - sm
Gordon Brown vongóður:
Spáir uppgangi
í efnahagslífinu
ORKUMÁL Verkfræðistofan Mann-
vit vinnur nú að kortlagningu jarð-
hitasvæðis á grísku eyjunum Milos
og Komolos fyrir gríska náma-
fyrirtækið S&B minerals. Verkefn-
ið hefur falist í hagkvæmniathugun
og viðnámsmælingum. Fyrirliggj-
andi er viljayfirlýsing um frekari
þátttöku Mannvits, verði farið út í
virkjun á svæðinu, að sögn Sigurðar
Lárusar Hólm, sviðsstjóra jarðhita-
rannsókna hjá Mannviti.
Þrír starfsmenn Mannvits voru í
Grikklandi við mælingarnar ásamt
starfsmönnum bandarísks undir-
verktaka. Ísor kom einnig að verk-
efninu.
Sigurður Lárus segir að fyrir
um 30 árum hafi staðið til að nýta
jarðhitasvæðið á Milos en vegna
andstöðu íbúa var hætt við áform-
in eftir að ein til tvær holur höfðu
verið boraðar nærri byggð.
S&B Minerals, sem er stórt náma-
fyrirtæki, ákvað nýlega að hasla sér
völl í vistvænni orkuframleiðslu og
samdi upphaflega við Mannvit um
að gera hagkvæmniathugun og í
framhaldinu var ákveðið að gera
þessar mælingar á jarðhitageym-
inum og komast að því hvort hægt
er að bora eftir jarðhita fjær byggð
en áður var fyrirhugað.
Mannvit er umsvifamikið í jarð-
hitarannsóknum erlendis um þess-
ar mundir. Auk verkefnisins í
Grikklandi kannar fyrirtækið hag-
kvæmni þess að endurbyggja hita-
veitu í Oradea í Rúmeníu og kort-
leggur stóran jarðhitageymi sem
þar er að finna. - pg
Verkfræðistofan Mannvit heldur áfram í orkuútrás:
Kanna jarðhita á grískum eyjum
MILOS Mannvit kannar nú jarðhita á
grískum eyjum. NORDICPHOTO/GETTY
NÁTTÚRUVERND Verndarsjóður
villtra laxastofna, NASF, undir
stjórn Orra Vigfússonar, fékk í
sinn hlut allt að fimmtán millj-
ónir króna í árlegu veiðileyfa-
uppboði sínu í Ósló. Meðal ann-
ars fengust þrjár milljónir fyrir
eina stöng í tvo daga á frægasta
veiðisvæði árinnar Alta í Noregi.
Áin er nálægt bænum Alta sem
er í Finnmörku í Norður-Noregi.
Veiðivefurinn vötn&veiði segir frá
þessu.
Veiðileyfin í Alta eru á fræg-
asta svæði árinnar þar sem næsta
útilokað er að tryggja sér leyfi.
Þar veiða alltaf sömu mennirnir.
Stangveiðiáhugamenn eru flestir
sammála um það að áin sé ein
besta laxveiðiá í heimi. Veiðileyf-
in sem voru til sölu að þessu sinni
eru á svæði í ánni sem er frægt
fyrir stórlaxa sína og er talið
mesta stórlaxasvæði sem völ er á
þar sem Atlantshafslax gengur úr
sjó. Ekki er óalgengt að veiða 40 til
50 punda laxa í ánni en úr íslensk-
um ám er sjaldgæft að veiða laxa
yfir tuttugu pundum að stærð.
Veiðileyfi á uppboðinu voru allt
frá Argentínu til Íslands. Upp-
boðið byggir á því að leigutak-
ar láta af hendi rakna veiðidaga
til NASF til að styrkja verndar-
sjóðinn. NASF selur síðan dagana
hæstbjóðendum. - shá
Verndarsjóður Orra Vigfússonar í veiðileyfauppboði:
Þrjár milljónir fyrir
eina stöng í Alta
SANNKALLAÐUR STÓRLAX Sturla Birgisson veiddi þennan lax í ánni Yokanga í Rúss-
landi. Hann var 38 pund að stærð sem er algeng stærð í ánni Alta.
SÓLIN HYLLT Hindúi á Indlandi hyllir
sólina á Chhath-hátíðinni í hofinu
Durgiana í Amritsar. Á hátíðinni hyllir
fólk náttúruöflin, sólina og árnar.
NORDICPHOTOS/AFP