Fréttablaðið - 26.10.2009, Side 12
12 26. október 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Það er rétt sem Bjarni Bene-diktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði á dögunum:
Þjóðin hefur verið niðurlægð. Hún
hefur verið niðurlægð svo skelfi-
lega, að hún berst nú við þrenn-
inguna reiði, skömm og sorg. For-
manni Sjálfstæðisflokksins láðist
hins vegar að bæta við, að það er
hans eigin flokkur sem ber meg-
inábyrgð á niðurlægingunni. Út
á þá ógæfubraut var lagt þegar
sjálfstæðismenn fleygðu Þorsteini
Pálssyni fyrir Davíð Oddsson.
Stjórnarhættir hans einkenndust
af meiri eignatilfærslu en áður
eru dæmi um í sögu okkar, fyrst
með kvótakerfinu og svo með
einkavæðingu bankanna, – ekki að
þetta tvennt hafi í eðli sínu verið
fordæmanlegt, heldur hvernig var
að því staðið. Það var hægt með
dyggum stuðningi Framsóknar-
flokksins undir forystu Halldórs
Ásgrímssonar, sem síðar smitað-
ist af þránni að vera skráður for-
sætisráðherra án þess að gera sér
grein fyrir að slíkri skráningu
getur fylgt háðsmerki, þegar frá
líður.
Ég lít svo á, að þessir tveir
stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur,
hafi staðið fyrir þvílíkri spillingu
undir formerkjum nýfrjálshyggju,
að þess sjáist fá dæmi, jafnvel
þótt farið sé með stækkunargleri
yfir landabréf heimsins. Nú voru
leiddir til öndvegis fjárglæfra-
menn sem reyndust hreinir spila-
fíklar og urðu nær alls ráðandi
í fjármálum þjóðarinnar. Mikill
hluti landsmanna varð meðvirkur,
fékk glýju í augun og gekk nánast
hortugum skrefum rakleiðis inn í
álagafjötra þessarar spilaborgar.
Sem auðvitað hlaut að hrynja eins
og allar spilaborgir.
Svo tók Geir Haarde við stjórn-
artaumum og Framsóknarflokkn-
um fyrst – síðan Samfylkingunni.
Forystu hans finnst mér að
helst megi líkja við, að þar hafi
farið blindur og heyrnarlaus
maður sem síðasta spölinn renndi
sér einhvers konar hægfara fót-
skriðu á svelli andvaraleysis og
óskiljanlegrar linkindar Sam-
fylkingarinnar. Það verður, því
miður, að skrifa að miklu leyti
á ábyrgðarreikning Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur. Hennar
miklu mistök voru að mynda
þessa ógæfustjórn með Sjálfstæð-
isflokknum. Kannski hefur óþol
forystu Samfylkingarinnar og
valdalöngun ráðið miklu. Um það
veit ég ekki. En hitt veit ég, að
flokkur sem kennir sig við jafnað-
arstefnu, getur ekki stutt ójöfnuð
nýfrjálshyggjunnar. Það hlýtur
að enda með ósköpum. Sem það
og gerði.
Af þessum sökum, eftir það
sem á undan er gengið, er nánast
furðulegt og reyndar aumkunar-
vert að verða nú vitni að fram-
göngu tveggja forystumanna
stjórnarandstöðunnar, þeirra
Bjarna Benediktssonar og Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar, formanna mestu spillingar-
flokkanna – þótt þeir hafi ekki
ráðið persónulega fyrri tíð. En
þeir hafa tekið við forystu og þar
með ábyrgð þessara stjórnmála-
flokka. Þegar ný ríkisstjórn, undir
leiðsögn Steingríms J. Sigfús-
sonar fjármálaráðherra, horfist
einarðlega í augu við illviðráð-
anlegan, blákaldan veruleika og
segir að íslensk þjóð ætli sér að
axla ábyrgð afglapanna – þá koma
þessir menn einna helst fram
eins og óábyrgir óvitar. Sá fyrr-
nefndi lætur að vísu örla á ráð-
villu örvæntingar í augnaráðinu
– það má hann eiga. En hinn er
sígjammandi líkt og götustrák-
ur sem ekki hefur lært almenna
mannasiði. Sem á nú reyndar við
um fleiri. Fyrir skemmstu var
haft eftir ágætum manni: Það er
dapurlegt að sjá hvað Framsókn-
arflokkurinn yngist illa.
Hinu skyldi enginn gleyma, að
innri mein verða ekki læknuð með
plástrum. Sama gildir um spila-
fíkn og aðrar fíknir. Hún verður
ekki læknuð með neinum tækni-
legum eða hagfræðilegum aðferð-
um. Og alls ekki með því að leyfa
spilafíklum að halda áfram að
fara með fjármuni. Það kunna
þeir allra manna síst. Það sem
við höfum gengið í gegnum má
kannski helst líkja við hunda-
hreinsun heillar þjóðar. Að
minnsta kosti hefur okkur verið
dýft í kaf. Ekki veit ég hvort það
dugir. Við sem stöndum álengdar
og horfum á sífellt hanaat stjórn-
málamanna, við þykjumst sum
hver vita, að sálarmein og fíknir
verða einungis leystar með viður-
kenningu á vanmætti og hugar-
farsbreytingu. Við erum að bíða
eftir henni. Hvar er hún? Hvenær
kemur hún?
Höfundur er rithöfundur
og prófessor emeritus.
Niðurlæging þjóðar
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
Í DAG | Hrunið
UMRÆÐAN
Kristinn H. Gunnarsson skrifar um
sjávarútveg
Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekist að kveða niður langvarandi óánægju
með veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Van-
traust sjómanna í garð stofnunarinnar
hefur farið vaxandi og er svo komið að
nær alger trúnaðarbrestur virðist vera
milli sjómanna og stofnunarinnar. Að
sönnu er vitneskja sjómanna engan veg-
inn tæmandi né óbrigðul, en á hitt er líka
að líta að þekking vísindamanna á lífríki hafsins
og viðgangi fiskistofna er háð miklum takmörkun-
um. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hefur reynst
víðs fjarri því að vera óskeikul og sjómenn hafa
gagnrýnt veigamikla þætti í rannsóknaraðferðum
stofnunarinnar. Síðustu ár hafa stjórnvöld fylgt
nær eingöngu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinn-
ar. Þekking og álit sjómanna hefur verið fyrir borð
borið. Við þetta er ekki gott að búa. Það vantar of
mikið af upplýsingum og þekkingu um fiskistofn-
ana til þess að veiðiráðgjöf sé á nægilega traustum
grunni.
Landssamband smábátasjómanna hefur sam-
þykkt, að undirlagi Guðmundar Hall-
dórssonar fyrrverandi formanns Elding-
ar, félagsins í Ísafjarðarsýslum, að koma
á ráðgefandi nefnd sjómanna til þess að
gefa árlega rökstudda ráðgjöf um heildar-
afla á hverju ári. Rætt verður við aðila í
sjávarútvegi og stefnt að því að ná sam-
stöðu innan greinarinnar. Ætlunin er að
leggja ráðgjöf sjómanna fyrir sjávarút-
vegsráðherra, þannig að hann hafi tvö álit
um veiðar til að styðjast við þegar hann
tekur ákvörðun um veiðar úr fiskistofn-
unum. Annað frá Hafrannsóknastofnun
og hitt frá sjómönnum.
Gert er ráð fyrir að ráðgjafarnefnd sjómanna
afli gagna um lífríkið í hafinu, veiðar, veiðisvæði
og veiðarfæri og aðrar upplýsingar sem sjómenn
draga saman við störf sín. Þessi gagnagrunnur
mun eflast með árunum og bæta matið á burðar-
þoli fiskistofnanna. Ég tel engan vafa leika á því
að aflaráðgjöf sjómanna með þessum hætti mun
verða tekin alvarlega af ráðherra. Óviðunandi er
að búa við ástand þar sem þekking sjómanna er
virt að litlu. Sjómenn eiga hiklaust að taka málin í
sínar hendur og láta til sín taka á þessu sviði.
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Aflaráðgjöf sjómanna
KRISTINN H.
GUNNARSSON
"Af stað".
Að lifa með gigt
Fræðslufundur fyrir aðstandendur
Gigtarmiðstöðin Ármúla 5 - 27. október - kl. 19:30
Þekking eykur skilning
Elínborg Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Inga
Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur munu fjalla um einkenni
og fylgikvilla gigtar.
Allir eru velkomnir
Gigtarfélag Íslands
Í
gær var Hugmyndaþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þar
sem fjöldi fyrirlesara og annarra þátttakenda kom sama og
ræddu stefnu og framtíðarsýn höfuðborgarinnar. Áherslur
borgarbúa snúast eðlilega mikið um sjálfbærni, umhverfis-
mál og almenn lífsgæði borgarbúa. Þétta þarf byggðina og
sinna betur mannlegum þörfum og lífsgæðum í stað ofuráherslu
á mannvirkjagerð.
Í fyrirlestri mínum taldi ég að borgin ætti að setja sér það sem
markmið á næstu tíu árum að yfirgnæfandi meirihluti bifreiða
í borginni yrði knúinn rafmagni eða öðrum umhverfisvænum
orkugjöfum. Rafmagnið er þar langáhugaverðasti kosturinn. Það
sparar mikinn kostnað við innflutt eldsneyti og dregur verulega
úr loft- og hljóðmengun. Við verðum þá ótvírætt í fremstu röð
í heiminum á þessu sviði og gætum þannig skapað okkur vissa
sérstöðu. Það gerðum við snemma á síðustu öld með Hitaveitu
Reykjavíkur sem hefur sparað borgarbúum og þjóðinni allri stór-
fé. Bíllinn getur áfram verið þarfasti þjónninn, án mengunar,
auk þess sem hjól og almenningssamgöngur munu áfram gegna
mikilvægu hlutverki.
Síðastliðið föstudagskvöld var þáttur á Stöð 2 þar sem Auddi og
Sveppi fóru á milli staða í hjólastól. Þar kom vel í ljós hvað margir
staðir í borginni meðal annars Landsbanki Íslands eru ekki með
aðgengi fyrir alla. Tillitssemi og hjálpsemi flestra borgarbúa
er mikil, en sumir fá falleinkunn. Eigendur gamla Landsbanka
Íslands eyddu hundruðum milljóna í margs konar stuðning við
íþróttastarf, listir, menningu og glæsilegar utanlandsferðir fyrir
stærstu viðskiptavini bankans. En það virðist ekki hafa skipt máli
að allir hefðu aðgengi að bankanum. Afsökun starfsmanns Lands-
bankans í þessum sjónvarpsþætti um að húsið væri 123 ára gam-
alt, og þá voru hjólastólar ekki til, var hlægileg og dæmigerð um
skilningsleysi. Auk þess er þessi hluti Landsbankabyggingarinnar
mun yngri. Auðvitað þarf aldur húsnæðis ekki að vera afsökun.
Höfði, Þjóðmenningarhúsið, Eimskipafélagshúsið þar sem nú er
hótel 1919, Hótel Borg, Dómkirkjan, aðalbygging Háskóla Íslands
og fjölmargar aðrar gamlar byggingar í borginni eru komnar
með aðgengi og snyrtiaðstöðu fyrir alla.
Það er þakkarvert hvað Reykjavíkurborg hefur lagt mikið í
göngu- og hjólaleiðir í borginni. Það er víða orðið þokkalega auð-
velt að ferðast um á hjóli, hjólastól, rafskutlu eða með barnavagn
yfir götur og gangstéttar, þótt enn sé mikið verk að vinna. Ferða-
þjónusta fatlaðra og fjölmargir aðgengilegir leigubílar gera auk
þess öllum auðvelt að komast ferða sinna. Þannig er það alls ekki
í öllum borgum erlendis. Reykjavíkurborg þarf aftur á móti að
fylgja sterkar eftir að stofnanir, fyrirtæki og verslanir í borginni
séu með aðgengismál í lagi.
Við öll þurfum að halda vöku okkar og beita okkur fyrir
aðgengilegu þjóðfélagi fyrir alla, án þess að fara út í einhverjar
öfgar. Við getum gert góða borg enn betri, og þá fyrir alla.
Hugmyndaþing í Ráðhúsi Reykjavíkur:
Betri Reykjavík
fyrir alla
ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR
Umfjöllunin
Upp er runnin síðasta vinnuvika
Baldurs Guðlaugssonar í mennta-
málaráðuneytinu. Hann óskaði
á föstudag eftir að fá að láta af
embætti ráðuneytisstjóra um
mánaðamót. Baldur sætir rannsókn
sérstaks saksóknara sem grunar að
hann kunni að hafa selt hlutabréf í
Landsbankanum rétt fyrir hrun
á grundvelli upplýsinga sem
hann bjó yfir vegna stöðu
sinnar sem ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu. Það er
hins vegar ekki ástæða afsagn-
ar Baldurs. Hún er til komin
vegna frétta af þeirri sömu rann-
sókn. Umfjöllunin truflar Baldur,
ekki rannsóknin.
Sama saga
Baldur fer í flokk með nokkrum
öðrum sem hafa þurft að hverfa úr
störfum vegna frétta og umræðu
en ekki vegna einhvers sem þeir
gerðu. Í kompaníinu eru til dæmis
Erlendur Hjaltason sem var formaður
Viðskiptaráðs, Þór Sigfússon sem var
formaður Samtaka atvinnulífsins og
Magnús Árni Skúlason
sem sat í bankaráði
Seðlabankans.
Lausnir
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
sagði í Fréttablaðinu á laugardag að
litla framtíðarsýn væri að finna meðal
forystu Framsóknarflokksins. Sama
dag birtist grein í Mogganum eftir
Þóreyju A. Matthíasdóttur, formann
Landssambands framsóknarkvenna.
Hún segir skorta á framtíðarsýn
stjórnvalda í atvinnumálum og er
hugsi yfir andleysi nýsköpunar.
Öfugt við flesta lætur Þórey sér
ekki duga að nöldra, hún leggur
fram hugmyndir. „Af hverju er til
dæmis ekki farið að framleiða
einnota bleiur, dömubindi og
jafnvel leðurskó?“ spyr Þórey.
Þessu þarf iðnaðarráðherra
vitaskuld að svara.
bjorn@frettabladid.is