Fréttablaðið - 26.10.2009, Page 13
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Snyrti- og förðunarfræðingurinn
Þura Stefánsdóttir er ekki lengi að
hugsa sig um þegar hún er beðin
um að benda á eftirlætishlut sinn
á heimilinu. „Það er aldargam-
alt buffet sem ég erfði eftir lang-
ömmu mína Sigurjónu Einarsdótt-
ur. Það er svarbrúnt að lit með
útskornu munstri og spegli og er
að því ég best veit frá því um alda-
mótin 1900. Það minnir örlítið á
snyrtiborð en er þó hugsað sem
stofustáss.“
Í buffetinu geymir Þura allt sitt
persónulegasta. „Þarna eru fæðing-
arvottorð og einkunnir barnanna
minna ásamt reykelsum, kertum
og öðru fíneríi.“ Ofan á buffet-
inu er mynd af móðurömmu Þuru
ásamt kertastjökum og blómavasa.
„Ég er mikil kertakona og kveiki
nánast daglega á kertum.“
Þó að Buffetið sómi sér vel í
stofunni hjá Þuru þá mun það
ekki standa þar alla tíð. Það
er ætlað dóttur hennar Sigur-
jónu Sigurðardóttur sem heit-
ir í höfuðið á langalangömmu
sinni. „Hún á að fá það þegar hún
fer að búa en ég vona að ég fái að
geyma það næstu fimmtán ár eða
svo.“
Þura blandar saman gömlum og
nýjum húsgögnum á heimili sínu
og vill hafa umhverfið persónu-
legt. „Ég vil ekki búa í sýningar-
stofu og legg frekar upp úr því að
skapa umhverfi þar sem fólki líður
vel. Ég er með alls kyns viðarteg-
undir í bland og hrífst af hlýjum
jarðlitum.“
Þura opnaði snyrtimiðstöðina
Gallerí Útlit ásamt þeim Guðrúnu
Bjarnadóttur og Örnu Eyjólfsdótt-
ur í vor en þar er boðið upp á alla
almenna snyrtingu fyrir konur og
karla. Þá er hún sífellt að hanna
og bæta inn í förðunarlínuna sína
MakeupTime4U en útsölustaði og
vefverslun er að finna á www.mak-
euptime4u.is. vera@frettabladid.is
Dóttirin mun erfa gripinn
Aldargamalt buffet á sér heiðurssess í stofunni hjá Þuru Stefánsdóttur en það er ættargripur frá lang-
ömmu hennar. Buffetið er ætlað Sigurjónu dóttur Þuru sem ber sama nafn og langalangamman.
Buffetið er frá því um aldamótin 1900. FRÉTTABLAÐÐ/GVA
ÞORPIÐ – skapandi samfélag á Austurlandi er
hönnunar- og nýsköpunarverkefni sem kynnt verður
formlega á tveimur kynningarkvöldum í Sláturhúsinu á
Egilsstöðum á þriðjudag og miðvikudag. Blásið verður
til málþings um verkefnið á Eiðum á fimmtudagskvöld.
www.honnunarmidstod.is
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202 Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is
Varmaskiptasamstæður
loftræstistokkar og tengistykki
Hágæða
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur.
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar.
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
il
d
a
r
1
4
6
0
.2
4
Lím og þéttiefni í úrvali
Tré & gifsskrúfur.
Baðherbergisvörur og höldur.
Glerjunarefni.
Hurðarhúnar og skrár.
Rennihurðajárn.
Hurðarpumpur.
Rafdrifnir hurðaropnarar.
Hert gler eftir máli.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin.
104 Reykjavík S: 58 58 900. - www.jarngler.is
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150
Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00
6 mán. vaxtalausar greiðslur
Fyrst og fremst í heilsudýnum
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki